Togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur fyrir hassfundinn Svavar Hávarðsson skrifar 24. janúar 2017 07:00 Ógerlegt er að leita í öllum skipum sem koma í íslenska höfn – enda tíma- og mannfrek aðgerð. vísir/anton brink Grænlenski togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur eins og önnur útlensk skip sem koma til hafnar á Íslandi. Ekki var um sérstakt tolleftirlit að ræða eða leit í skipinu. Það voru tollverðir sem síðar fundu fíkniefnin um borð í skipinu við leit að sönnunargögnum vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Eins og komið hefur fram fundust um tuttugu kíló af hassi í Polar Nanoq. Skipverjinn sem talinn er tengjast fíkniefnafundinum var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Þá hafa fregnir borist af því að Samtök atvinnulífsins á Grænlandi hafi beðið íslensk stjórnvöld um að kanna möguleikana á að auka eftirlit með grænlenskum skipum á Íslandi, og þannig verði hægt að draga úr smygli ef lögregla myndi framkvæma fleiri leitir í skipum þar sem hún gerir ekki boð á undan sér. Snorri Olsen tollstjóri segir að ekkert slíkt erindi hafi komið inn á hans borð. Ágætt samstarf sé þegar við grænlensk tollayfirvöld. „Ég hef rætt við tollstjórann á Grænlandi eftir að þetta mál kom upp – um okkar samstarf. Við munum í framhaldinu funda, þar sem farið verður yfir þetta mál og önnur,“ segir Snorri og staðfestir að öll útlensk skip séu tollafgreidd í fyrstu höfn við komuna til landsins. Þau eru líka tollafgreidd út úr landinu þegar dvöl þeirra lýkur. Þetta var gert í tilfelli Polar Nanoq, en Snorri útskýrir að tollafgreiðsla þýði ekki að leit sé gerð í skipinu undir formerkjum eftirlits. Munur sé gerður á þessu tvennu. „Það er skylt að afgreiða öll skip þar sem leyft er að skipverjar og farþegar megi fara í land, en ef ekkert sérstakt tilefni er til eftirlits þá er aðeins um slíka afgreiðslu að ræða,“ segir Snorri en þessi afgreiðsla kom til áður en í ljós kom að skipverjar Polar Nanoq reyndust viðriðnir hvarf Birnu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Grænlenski togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur eins og önnur útlensk skip sem koma til hafnar á Íslandi. Ekki var um sérstakt tolleftirlit að ræða eða leit í skipinu. Það voru tollverðir sem síðar fundu fíkniefnin um borð í skipinu við leit að sönnunargögnum vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Eins og komið hefur fram fundust um tuttugu kíló af hassi í Polar Nanoq. Skipverjinn sem talinn er tengjast fíkniefnafundinum var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Þá hafa fregnir borist af því að Samtök atvinnulífsins á Grænlandi hafi beðið íslensk stjórnvöld um að kanna möguleikana á að auka eftirlit með grænlenskum skipum á Íslandi, og þannig verði hægt að draga úr smygli ef lögregla myndi framkvæma fleiri leitir í skipum þar sem hún gerir ekki boð á undan sér. Snorri Olsen tollstjóri segir að ekkert slíkt erindi hafi komið inn á hans borð. Ágætt samstarf sé þegar við grænlensk tollayfirvöld. „Ég hef rætt við tollstjórann á Grænlandi eftir að þetta mál kom upp – um okkar samstarf. Við munum í framhaldinu funda, þar sem farið verður yfir þetta mál og önnur,“ segir Snorri og staðfestir að öll útlensk skip séu tollafgreidd í fyrstu höfn við komuna til landsins. Þau eru líka tollafgreidd út úr landinu þegar dvöl þeirra lýkur. Þetta var gert í tilfelli Polar Nanoq, en Snorri útskýrir að tollafgreiðsla þýði ekki að leit sé gerð í skipinu undir formerkjum eftirlits. Munur sé gerður á þessu tvennu. „Það er skylt að afgreiða öll skip þar sem leyft er að skipverjar og farþegar megi fara í land, en ef ekkert sérstakt tilefni er til eftirlits þá er aðeins um slíka afgreiðslu að ræða,“ segir Snorri en þessi afgreiðsla kom til áður en í ljós kom að skipverjar Polar Nanoq reyndust viðriðnir hvarf Birnu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira