Krefjast enn 600 milljóna vegna verndunar tveggja hafnargarða Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. janúar 2017 07:00 Grjótið úr hafnargarðinum bíður enn úti á Granda. vísir/gva „Þeir hafa verið að senda á okkur einhverjar bótakröfur sem við vísum á bug,“ segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, um kröfu lóðarhafa sem byggir atvinnu- og íbúðarhúsnæði við Reykjavíkurhöfn. Bótakrafan, sem er upp á um 600 milljónir króna, lýtur meðal annars að kostnaði verktakans vegna stöðvunar framkvæmda í nokkra mánuði og ýmissa framkvæmda sem tengjast tveimur hafnargörðum sem komu í ljós á lóðinni. Annar garðurinn er frá nítjándu öld og er því aldursfriðaður en hinn er talinn vera frá 1928 og var friðlýstur 2015 eftir að þáverandi forsætisráðherra hafði afskipti af málinu. Kristín sagði við Fréttablaðið í október síðastliðnum að Minjastofnun þyrfti ekki að borga kröfu lóðarhafans og að krafan væri ekki lengur vandamál. Krafan er þó enn á borðinu.Kristín Huld Sigurðardóttir„Það er ekki heil brú í þessu. Það vissu það allir þeir aðilar sem fóru í þetta að það væru minjar þarna. Það eru til bréf upp á það að við settum kröfu um varðveislu minjanna, löngu áður en framkvæmdir hófust,“ segir Kristín. Bjarki Þór Sveinsson, lögmaður lóðarhafans ÞG verktaka sem keyptu verkefnið í fyrravor, segist ósammála lagatúlkun Minjastofnunar. Ósanngjarnt sé að sá sem lendi í því að grafa niður á fornminjar á lóð sinni megi ekki nýta hana og þurfi sjálfur að kosta allir rannsóknir. „Og ef lögin eru þannig þá standast þau hvorki eignarréttarákvæði né jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar,“ segir Bjarki sem hyggst leggja til að óháðir matsmenn meti tjónið.Pétur Ármannsson, sviðsstjóri hjá Minjastofnun.Samstaða virðist þó komin um frágang grjótsins úr hafnargörðunum. „Við höfum gengið mikið til móts við þá og leyfum rof í garðinn,“ segir Kristín. Steinar nítjándu aldar garðsins verða notaðir utan við bygginguna. Hluti grjóts úr yngri garðinum verður sýnilegur innandyra. „Það verður varðveitt sýnishorn eða bútur af garðinum, hann er ekki varðveittur í heild sinni ofan í bílageymslunni,“ segir Pétur Ármannsson, arkitekt hjá Minjastofnun, um tillögur frá lóðarhafanum sem hann kveður stofnunina taka jákvætt í. Upphaflega hafi verið rætt um að varðveita jafnvel yngri garðinn í heild sinni. „Það hefði kostað að ekki hefði verið hægt að nýta kjallarann sem bílageymslu. Eins og þetta hefur þróast hefur markmiðið verið að lágmarka tjón sem og óhagræði en þó þannig að einhver hluti þessara minja verði sýnilegur hluti af þessu nýja umhverfi þótt í breyttri mynd sé. Það fannst okkur vera sanngjörn niðurstaða,“ segir Pétur. Þorvaldur H. Gissurarson hjá ÞG verktökum segir að þannig hafi verið ráðið fram úr framhaldi málsins með samkomulagi. „En það er áfallinn kostnaður til staðar, fjármunir sem búið er að eyða í verkefnið nú þegar, og einhver þarf að bera þann kostnað.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
„Þeir hafa verið að senda á okkur einhverjar bótakröfur sem við vísum á bug,“ segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, um kröfu lóðarhafa sem byggir atvinnu- og íbúðarhúsnæði við Reykjavíkurhöfn. Bótakrafan, sem er upp á um 600 milljónir króna, lýtur meðal annars að kostnaði verktakans vegna stöðvunar framkvæmda í nokkra mánuði og ýmissa framkvæmda sem tengjast tveimur hafnargörðum sem komu í ljós á lóðinni. Annar garðurinn er frá nítjándu öld og er því aldursfriðaður en hinn er talinn vera frá 1928 og var friðlýstur 2015 eftir að þáverandi forsætisráðherra hafði afskipti af málinu. Kristín sagði við Fréttablaðið í október síðastliðnum að Minjastofnun þyrfti ekki að borga kröfu lóðarhafans og að krafan væri ekki lengur vandamál. Krafan er þó enn á borðinu.Kristín Huld Sigurðardóttir„Það er ekki heil brú í þessu. Það vissu það allir þeir aðilar sem fóru í þetta að það væru minjar þarna. Það eru til bréf upp á það að við settum kröfu um varðveislu minjanna, löngu áður en framkvæmdir hófust,“ segir Kristín. Bjarki Þór Sveinsson, lögmaður lóðarhafans ÞG verktaka sem keyptu verkefnið í fyrravor, segist ósammála lagatúlkun Minjastofnunar. Ósanngjarnt sé að sá sem lendi í því að grafa niður á fornminjar á lóð sinni megi ekki nýta hana og þurfi sjálfur að kosta allir rannsóknir. „Og ef lögin eru þannig þá standast þau hvorki eignarréttarákvæði né jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar,“ segir Bjarki sem hyggst leggja til að óháðir matsmenn meti tjónið.Pétur Ármannsson, sviðsstjóri hjá Minjastofnun.Samstaða virðist þó komin um frágang grjótsins úr hafnargörðunum. „Við höfum gengið mikið til móts við þá og leyfum rof í garðinn,“ segir Kristín. Steinar nítjándu aldar garðsins verða notaðir utan við bygginguna. Hluti grjóts úr yngri garðinum verður sýnilegur innandyra. „Það verður varðveitt sýnishorn eða bútur af garðinum, hann er ekki varðveittur í heild sinni ofan í bílageymslunni,“ segir Pétur Ármannsson, arkitekt hjá Minjastofnun, um tillögur frá lóðarhafanum sem hann kveður stofnunina taka jákvætt í. Upphaflega hafi verið rætt um að varðveita jafnvel yngri garðinn í heild sinni. „Það hefði kostað að ekki hefði verið hægt að nýta kjallarann sem bílageymslu. Eins og þetta hefur þróast hefur markmiðið verið að lágmarka tjón sem og óhagræði en þó þannig að einhver hluti þessara minja verði sýnilegur hluti af þessu nýja umhverfi þótt í breyttri mynd sé. Það fannst okkur vera sanngjörn niðurstaða,“ segir Pétur. Þorvaldur H. Gissurarson hjá ÞG verktökum segir að þannig hafi verið ráðið fram úr framhaldi málsins með samkomulagi. „En það er áfallinn kostnaður til staðar, fjármunir sem búið er að eyða í verkefnið nú þegar, og einhver þarf að bera þann kostnað.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira