Einstaklingarnir hans Bjarna Ögmundur Jónasson skrifar 24. janúar 2017 07:00 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að einstaklingum sé treystandi fyrir náttúruperlum. Nú er ég einstaklingur og velti ég því fyrir mér hvort orðunum væri beint til mín og allra hinna einstaklinganna sem höfum malbikað vegina á Íslandi, gert bílastæðin við Geysi, Gullfoss og Kerið og að Sólheimajökli aka menn á vegum sem lagðir eru fyrir peningana okkar. Og af þessu erum við stolt. Fyrir bragðið getur fólk ekið um landið og notið náttúrunnar, óháð efnahag. Í uppvexti barna minna fórum við á hverju einasta ári hringinn, heilan eða hálfan, komum aftur og aftur til að skoða náttúrudjásnin, fræðast um þau og njóta þeirra, gera þau samofin sjálfsvitund okkar.Hvað með þig lesandi góður? En ég þykist vita að það séu allt aðrir einstaklingar sem forsætisráðherrann á við, þeir einstaklingar sem hann segist treysta svo vel. Einstaklingarnir hans Bjarna Benediktssonar vilja nefnilega breyta öllu þessu. Þeir eru staðráðnir í að fénýta náttúruna í eigin þágu og síðan hafa þeir fengið ferðamálaráðherra í lið með sér, auk forsætisráðherrans, sem telur þetta geysilega eftirsóknarvert því með þessu móti megi stýra aðgangi okkar að náttúrunni. Sem sagt efnahagurinn ráði því hver fái að skoða hvað í landinu okkar. Þetta er allt annað tal en við heyrum frá Landvernd og öðrum ámóta sem vilja friðlýsa og takmarka aðgengi tímabundið af verndarástæðum.Almenningur vill eitt, hagsmunaaðilar annað En halda þau virkilega að þau komist upp með þetta? Ætlar þú, lesandi góður, að láta þetta fólk stela af okkur landinu, rukka okkur fyrir að horfa á sköpunarverkið og njóta náttúrunnar nema gegn gjaldi – ofan í þeirra vasa? Nú má vel vera að takmarka þurfi aðgang að Íslandi yfirleitt. Hægur vandinn væri að gera það í Leifsstöð. Hætta að stækka þjónustusvæðið sjálfkrafa þegar flugfélögin krefjast þess; segja þeim einfaldlega að þau geti flogið á Egilsstaði eða Akureyri eða þá Ísafjörð. Fullbókað sé í Leifsstöð. Síðan hélt ég að allur almenningur væri sammála um að skattleggja túrismann í flugstöðvunum eða á hótelunum. Nei, handlangarar flugfélaganna og hótelanna í Stjórnarráði Íslands hlusta ekki á neitt slíkt enda varðstöðumenn hagsmuna, telja hins vegar í lagi að skattleggja íslensk börn! Og vegfarendur. Síðan þykist þetta fólk vera svo mikið á móti sköttum og hvers kyns gjaldtöku. Fólk eigi einvörðungu að greiða fyrir veitta þjónustu.Hvaða einstaklingum á að taka mark á? Auðvitað mátti búast við þessu. Þetta er fólkið sem vill einkavæðingu. En það breytir því ekki að manni verður illt að sjá landeigendur mætta í fjölmiðlana með vatn í munni. Og þegar eru þeir farnir að læsa hellum og setja upp rukkunarskúra. Þetta þurfum við að stöðva; við sem ekki teljumst vera einstaklingar samkvæmt orðabók nýrrar ríkisstjórnar, en höfum þó byggt upp þetta land. Um þetta ætla ég ekki að hafa fleiri orð á þessu stigi að öðru leyti en að segja það skýrt og skilmerkilega að hér eru ráðherrar og ríkisstjórn komin í stríð við fjöldann allan af fólki sem telur sig vera einstaklinga sem þurfi að taka mark á; einstaklinga af holdi og blóði, ekkert síður alvöru einstaklinga en þá sem nú munda posavélarnar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að einstaklingum sé treystandi fyrir náttúruperlum. Nú er ég einstaklingur og velti ég því fyrir mér hvort orðunum væri beint til mín og allra hinna einstaklinganna sem höfum malbikað vegina á Íslandi, gert bílastæðin við Geysi, Gullfoss og Kerið og að Sólheimajökli aka menn á vegum sem lagðir eru fyrir peningana okkar. Og af þessu erum við stolt. Fyrir bragðið getur fólk ekið um landið og notið náttúrunnar, óháð efnahag. Í uppvexti barna minna fórum við á hverju einasta ári hringinn, heilan eða hálfan, komum aftur og aftur til að skoða náttúrudjásnin, fræðast um þau og njóta þeirra, gera þau samofin sjálfsvitund okkar.Hvað með þig lesandi góður? En ég þykist vita að það séu allt aðrir einstaklingar sem forsætisráðherrann á við, þeir einstaklingar sem hann segist treysta svo vel. Einstaklingarnir hans Bjarna Benediktssonar vilja nefnilega breyta öllu þessu. Þeir eru staðráðnir í að fénýta náttúruna í eigin þágu og síðan hafa þeir fengið ferðamálaráðherra í lið með sér, auk forsætisráðherrans, sem telur þetta geysilega eftirsóknarvert því með þessu móti megi stýra aðgangi okkar að náttúrunni. Sem sagt efnahagurinn ráði því hver fái að skoða hvað í landinu okkar. Þetta er allt annað tal en við heyrum frá Landvernd og öðrum ámóta sem vilja friðlýsa og takmarka aðgengi tímabundið af verndarástæðum.Almenningur vill eitt, hagsmunaaðilar annað En halda þau virkilega að þau komist upp með þetta? Ætlar þú, lesandi góður, að láta þetta fólk stela af okkur landinu, rukka okkur fyrir að horfa á sköpunarverkið og njóta náttúrunnar nema gegn gjaldi – ofan í þeirra vasa? Nú má vel vera að takmarka þurfi aðgang að Íslandi yfirleitt. Hægur vandinn væri að gera það í Leifsstöð. Hætta að stækka þjónustusvæðið sjálfkrafa þegar flugfélögin krefjast þess; segja þeim einfaldlega að þau geti flogið á Egilsstaði eða Akureyri eða þá Ísafjörð. Fullbókað sé í Leifsstöð. Síðan hélt ég að allur almenningur væri sammála um að skattleggja túrismann í flugstöðvunum eða á hótelunum. Nei, handlangarar flugfélaganna og hótelanna í Stjórnarráði Íslands hlusta ekki á neitt slíkt enda varðstöðumenn hagsmuna, telja hins vegar í lagi að skattleggja íslensk börn! Og vegfarendur. Síðan þykist þetta fólk vera svo mikið á móti sköttum og hvers kyns gjaldtöku. Fólk eigi einvörðungu að greiða fyrir veitta þjónustu.Hvaða einstaklingum á að taka mark á? Auðvitað mátti búast við þessu. Þetta er fólkið sem vill einkavæðingu. En það breytir því ekki að manni verður illt að sjá landeigendur mætta í fjölmiðlana með vatn í munni. Og þegar eru þeir farnir að læsa hellum og setja upp rukkunarskúra. Þetta þurfum við að stöðva; við sem ekki teljumst vera einstaklingar samkvæmt orðabók nýrrar ríkisstjórnar, en höfum þó byggt upp þetta land. Um þetta ætla ég ekki að hafa fleiri orð á þessu stigi að öðru leyti en að segja það skýrt og skilmerkilega að hér eru ráðherrar og ríkisstjórn komin í stríð við fjöldann allan af fólki sem telur sig vera einstaklinga sem þurfi að taka mark á; einstaklinga af holdi og blóði, ekkert síður alvöru einstaklinga en þá sem nú munda posavélarnar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar