Karl Garðarsson segir ekki gáfulegt að gera fjölmiðla að óvinum sínum Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. janúar 2017 00:08 Sean Spicer kom með athyglisvert útspil að mati Karls Garðarssonar Vísir/Getty/GVA Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Sean Spicer, baunaði allhressilega á fjölmiðlamenn vestanhafs fyrir það sem hann kallaði „platfréttaflutning að yfirlögðu ráði“ í tengslum við innsetningarathöfn Donalds Trump í gær. Tók hann þar í sama streng og hinn nýi forseti sem sendi fjölmiðlum tóninn í heimsókn sinni til leyniþjónustu Bandaríkjanna í dag. Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins segir framhaldið líklegt til að verða athyglisvert, það hafi nefnlega aldri þótt gáfulegt að gera fjölmiðla að óvinum sínum. „Í gær, þegar þjóðin og heimsbyggðin öll fylgdist með friðsælum stjórnarskiptum, dreifðu nokkrir fjölmiðlar platfréttum,“ sagði Spicer og nefndi í því samhengi einna helst tvennt; annars vegar fregnir af fjarlægingu brjóstmyndar af Martin Luther King jr. úr skrifstofu forsetans sem og misvísandi tölur um fjölda þeirra sem sáu innsetningarathöfnina með berum augum. Þrátt fyrir að fregnir af brjóstmyndinni hafi verið leiðréttar fyrir fund Spicers með blaðamönnum, Time hljóp á sig og sagði henni hafa verið skipt út fyrir sambærilega styttu af Winston Churchill, þá baunaði hann engu að síður hressilega á fjölmiðla vegna þessa.Framsetningin villandi þrátt fyrir um sjöfalt meiri mætingu árið 2009Því næst lét hann þá heyra það fyrir samanburðinn á aðsókninni á innsetningu Donalds Trump og forvera hans Baracks Obama árið 2009. Myndir hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum þar sem sjá má að áhorfendur voru töluvert fleiri fyrir 8 árum síðan en í gær.Obama v. Trump #Inauguration attendance. pic.twitter.com/z44FKla6Ze— Keegan Stephan (@KeeganNYC) January 20, 2017 Opinber talning staðfestir að sama skapi að mætingin var umtalsvert betri þegar Obama sór eiðinn, að viðstöddum rúmlega 1.8 milljón manna árið 2009, samanborið við 250 þúsund í gær. „Myndirnar af innsetningarathöfninni voru sérstaklega settar fram með þessum hætti til þess að gera lítið úr þeim gríðarlega fjölda sem mætti,“ sagði Spicer og bætti við: „Þetta er mesti fjöldi sem fylgst hefur með innsetningarathöfn forseta.“ Hann sagði tilraunir til að halda öðru fram og gera þannig lítið úr áhuganum á Trump og embættistöku hans vera „skammarlegar og rangar.“ Karl Garðarsson, fyrrverandi fréttamaður og þingmaður Framsóknarflokksins, tjáir sig um árásir Trumps á blaðamenn á Facebook-síðu sinni nú undir kvöld. Þar segir hann að forsetinn ætli „greinilega að ráðast harkalega á fjölmiðla í hvert sinn sem hann er ósáttur við fréttir þeirra.“ Þetta segir hann vera athyglisvert: „Það hefur nefnilega ekki þótt gáfulegt til þessa að gera fjölmiðla að óvinum sínum,“ segir Karl í færslunni sem sjá má hér að neðan. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira
Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Sean Spicer, baunaði allhressilega á fjölmiðlamenn vestanhafs fyrir það sem hann kallaði „platfréttaflutning að yfirlögðu ráði“ í tengslum við innsetningarathöfn Donalds Trump í gær. Tók hann þar í sama streng og hinn nýi forseti sem sendi fjölmiðlum tóninn í heimsókn sinni til leyniþjónustu Bandaríkjanna í dag. Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins segir framhaldið líklegt til að verða athyglisvert, það hafi nefnlega aldri þótt gáfulegt að gera fjölmiðla að óvinum sínum. „Í gær, þegar þjóðin og heimsbyggðin öll fylgdist með friðsælum stjórnarskiptum, dreifðu nokkrir fjölmiðlar platfréttum,“ sagði Spicer og nefndi í því samhengi einna helst tvennt; annars vegar fregnir af fjarlægingu brjóstmyndar af Martin Luther King jr. úr skrifstofu forsetans sem og misvísandi tölur um fjölda þeirra sem sáu innsetningarathöfnina með berum augum. Þrátt fyrir að fregnir af brjóstmyndinni hafi verið leiðréttar fyrir fund Spicers með blaðamönnum, Time hljóp á sig og sagði henni hafa verið skipt út fyrir sambærilega styttu af Winston Churchill, þá baunaði hann engu að síður hressilega á fjölmiðla vegna þessa.Framsetningin villandi þrátt fyrir um sjöfalt meiri mætingu árið 2009Því næst lét hann þá heyra það fyrir samanburðinn á aðsókninni á innsetningu Donalds Trump og forvera hans Baracks Obama árið 2009. Myndir hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum þar sem sjá má að áhorfendur voru töluvert fleiri fyrir 8 árum síðan en í gær.Obama v. Trump #Inauguration attendance. pic.twitter.com/z44FKla6Ze— Keegan Stephan (@KeeganNYC) January 20, 2017 Opinber talning staðfestir að sama skapi að mætingin var umtalsvert betri þegar Obama sór eiðinn, að viðstöddum rúmlega 1.8 milljón manna árið 2009, samanborið við 250 þúsund í gær. „Myndirnar af innsetningarathöfninni voru sérstaklega settar fram með þessum hætti til þess að gera lítið úr þeim gríðarlega fjölda sem mætti,“ sagði Spicer og bætti við: „Þetta er mesti fjöldi sem fylgst hefur með innsetningarathöfn forseta.“ Hann sagði tilraunir til að halda öðru fram og gera þannig lítið úr áhuganum á Trump og embættistöku hans vera „skammarlegar og rangar.“ Karl Garðarsson, fyrrverandi fréttamaður og þingmaður Framsóknarflokksins, tjáir sig um árásir Trumps á blaðamenn á Facebook-síðu sinni nú undir kvöld. Þar segir hann að forsetinn ætli „greinilega að ráðast harkalega á fjölmiðla í hvert sinn sem hann er ósáttur við fréttir þeirra.“ Þetta segir hann vera athyglisvert: „Það hefur nefnilega ekki þótt gáfulegt til þessa að gera fjölmiðla að óvinum sínum,“ segir Karl í færslunni sem sjá má hér að neðan.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira