Laun bæjarfulltrúa hækka um 44 prósent Sveinn Arnarsson skrifar 21. janúar 2017 07:00 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt 44 prósenta launahækkun kjörinna fulltrúa. vísir/gva Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar ákvað á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn miðvikudag að hækka laun sín um 44 prósent og fylgja þar með ákvörðun kjararáðs um hækkun þingfararkaups. Meirihlutinn telur að fyrst þingmenn ætli ekki að aðhafast um sína launahækkun sé það óráðið að bæjarfulltrúar hlutist til um sín laun. Eftir launahækkun kjörinna fulltrúa reiknast Fréttablaðinu til að oddviti Bjartrar framtíðar verði með rúmar 900 þúsund krónur í mánaðarlaun fyrir stjórnunarstörf og setu í hinum ýmsu nefndum og oddviti Sjálfstæðisflokksins verði með um 850 þúsund krónur.Rósa GuðbjartsdóttirGunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingar, gagnrýnir launahækkunina. „Við lögðum það til strax í október að þessi dæmalausa ákvörðun kjararáðs myndi ekki hafa áhrif á laun bæjarfulltrúa. Var málinu frestað þar til að Alþingi hefði tekið málið fyrir sem enn hefur ekki verið gert. Samt sem áður er þessi hækkun keyrð í gegn,“ segir Gunnar Axel. Laun kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa eru í langflestum sveitarfélögum hlutfall af þingfararkaupi þingmanna. Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki tekið ákvörðun um að fara eftir hækkun kjararáðs en heimildir Fréttablaðsins herma að önnur sveitarfélög muni fylgja í humátt á eftir Hafnarfirði og hækka laun bæjarfulltrúa um 44 prósent.Gunnar Axel Axelsson„Í rauninni ákváðum við í júlí síðastliðnum að tengja laun bæjarfulltrúa við þingfararkaup einmitt til að taka þetta úr höndum kjörinna bæjarfulltrúa að ákveða laun sín sjálfir,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. „Það er óeðlilegt að kjörnir fulltrúar ákvarði sín laun sjálfir. Í kjölfar ákvörðunar kjararáðs þann 1. nóvember frestuðum við gildistöku þeirrar hækkunar til að sjá hvort Alþingi ætlaði að gera eitthvað í málinu. Þingmenn ákváðu fyrir jól að breyta ekki sínum launum og því afturkölluðum við frestunina og höldum sama striki og Alþingi,“ segir hún. „Bæjarfulltrúastarfið er aukastarf en launin í dag eru í mörgum tilvikum umtalsvert hærri en þau mánaðarlaun sem bæjarstarfsmenn fá fyrir fulla vinnu,“segir Gunnar Axel. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Sjá meira
Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar ákvað á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn miðvikudag að hækka laun sín um 44 prósent og fylgja þar með ákvörðun kjararáðs um hækkun þingfararkaups. Meirihlutinn telur að fyrst þingmenn ætli ekki að aðhafast um sína launahækkun sé það óráðið að bæjarfulltrúar hlutist til um sín laun. Eftir launahækkun kjörinna fulltrúa reiknast Fréttablaðinu til að oddviti Bjartrar framtíðar verði með rúmar 900 þúsund krónur í mánaðarlaun fyrir stjórnunarstörf og setu í hinum ýmsu nefndum og oddviti Sjálfstæðisflokksins verði með um 850 þúsund krónur.Rósa GuðbjartsdóttirGunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingar, gagnrýnir launahækkunina. „Við lögðum það til strax í október að þessi dæmalausa ákvörðun kjararáðs myndi ekki hafa áhrif á laun bæjarfulltrúa. Var málinu frestað þar til að Alþingi hefði tekið málið fyrir sem enn hefur ekki verið gert. Samt sem áður er þessi hækkun keyrð í gegn,“ segir Gunnar Axel. Laun kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa eru í langflestum sveitarfélögum hlutfall af þingfararkaupi þingmanna. Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki tekið ákvörðun um að fara eftir hækkun kjararáðs en heimildir Fréttablaðsins herma að önnur sveitarfélög muni fylgja í humátt á eftir Hafnarfirði og hækka laun bæjarfulltrúa um 44 prósent.Gunnar Axel Axelsson„Í rauninni ákváðum við í júlí síðastliðnum að tengja laun bæjarfulltrúa við þingfararkaup einmitt til að taka þetta úr höndum kjörinna bæjarfulltrúa að ákveða laun sín sjálfir,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. „Það er óeðlilegt að kjörnir fulltrúar ákvarði sín laun sjálfir. Í kjölfar ákvörðunar kjararáðs þann 1. nóvember frestuðum við gildistöku þeirrar hækkunar til að sjá hvort Alþingi ætlaði að gera eitthvað í málinu. Þingmenn ákváðu fyrir jól að breyta ekki sínum launum og því afturkölluðum við frestunina og höldum sama striki og Alþingi,“ segir hún. „Bæjarfulltrúastarfið er aukastarf en launin í dag eru í mörgum tilvikum umtalsvert hærri en þau mánaðarlaun sem bæjarstarfsmenn fá fyrir fulla vinnu,“segir Gunnar Axel. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Sjá meira