Innsetningarræða Trumps: „Frá þessum degi verða Bandaríkin sett í forgang“ nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 20. janúar 2017 17:37 Trump sagði að í dag myndi valdið færast í hendur fólksins. vísir/epa Donald Trump sór eið sem 45. forseti Bandaríkjanna á Capitol Hill-hæð í Washington DC klukkan fimm í dag. Í kjölfarið flutti hann sína fyrstu ræðu í embætti forseta. Framsýni einkenndi ræðu Trumps sem ítrekaði að breytingar til hins góða væru í nánd. Hann lagði áherslu á fólkið í landinu og fullyrti að uppfrá þessum degi væri valdið í þeirra höndum. „Þetta er ekki aðeins tilfærsla valds manna á milli hér í Washington, við erum að færa valdið í hendur fólksins,“ sagði Trump í ræðunni. Hann staðhæfði að í valdatíð sinni myndi hann vinna bug á óréttlátu kerfi. „Washington blómstraði en fólkið naut ekki góðs af því. Kerfið varði sjálft sig en ekki borgaranna. Sigur þeirra hefur ekki verið sigur ykkar. Á meðan stjórnmálamenn fögnuðu sigrum sínum í höfuðborginni á meðan þið voruð vanrækt. Þetta augnablik er tileinkað ykkur!“ Trump hélt áfram á svipuðum nótum:„Þetta er dagurinn ykkar og hann er fagnaðarefni ykkar. Bandaríkin eru þjóðin ykkar. Það er fólkið sjálft sem skiptir mestu máli, ekki flokkarnir sem stjórna landinu stjórnar. 20 janúar 2017 verður minnst sem dagsins þegar fólkið í landinu tók aftur við stjórn þess. „Gleymda fólk“ þjóðarinnar verður ekki gleymt lengur, nú eru allir að hlusta á ykkur.“ Mike Pence, Donald Trump, Barack Obama og Joe Biden við innsetningarathöfn Trumps.vísir/gettyMilliríkjasamskipti verði stunduð með hag Bandaríkjanna að leiðarljósiTrump lagði áherslu á að nú gengju nýir tímar í garð í sögu Bandaríkjanna. Hann talaði um endalok erlendrar framleiðslu fyrir innlendan markað og að slæmt menntakerfi, eiturlyf og glæpagengi myndu brátt heyra sögunni til. „Við ætlum að endurheimta landamæri okkar, drauma og velferð.“ Í utanríkismálum yrði hagur Bandaríkjanna ávallt vera í öndvegi. „Hvers vegna ættu Bandaríkin að skipta sér af landamærum annarra ríkja þegar þau vanrækja sín eigin," sagði hann. „Uppfrá þessum degi mun ný sýn stjórna þessu landi. Frá þessum degi verða Bandaríkin sett í forgang," sagði Trump og hrópaði: „America first, America first!"Sameina Vesturlönd gegn róttækum íslamistumÍ ræðu sinni fjallaði Trump jafnframt um uppbyggingu innviða og sagði að í valdatíð sinni myndu nýjar brýr rísa, nýir vegir vera byggðir, lestarteinar og flugvellir. Hann sagði jafnframt að hann myndi stuðla að því að fleiri færu á vinnumarkaðinn í stað þess að reiða sig á kerfið. Hann sagði að Bandaríkin ættu að vera sjálfstæð og öðrum ríkjum gott fordæmi. Hann sagði jafnframt að Bandaríkin og önnur vestræn ríki þyrftu að sameinast í baráttunni gegn róttæku Íslam. „Nú er tími aðgerða!“ Að endingu kallaði Trump slagorð sitt: „gerum Bandaríkin glæst aftur“ og bað guð að blessa þjóðina. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Í beinni: Donald tekur við embætti forseta Bandaríkjanna Donald Trump sver í dag embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á tröppum þinghússins í höfuðborginni Washington. 20. janúar 2017 10:31 Mótmælendur brutu rúður og tókust á við lögreglu Búist er við því að stærstu mótmælin verði haldin á morgun þar sem gert er ráð fyrir að um 200 þúsund manns muni mæta. 20. janúar 2017 17:53 Donald Trump orðinn forseti Bandaríkjanna Donald John Trump hefur tekið við embætti forseta Bandaríkjanna. 20. janúar 2017 17:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Donald Trump sór eið sem 45. forseti Bandaríkjanna á Capitol Hill-hæð í Washington DC klukkan fimm í dag. Í kjölfarið flutti hann sína fyrstu ræðu í embætti forseta. Framsýni einkenndi ræðu Trumps sem ítrekaði að breytingar til hins góða væru í nánd. Hann lagði áherslu á fólkið í landinu og fullyrti að uppfrá þessum degi væri valdið í þeirra höndum. „Þetta er ekki aðeins tilfærsla valds manna á milli hér í Washington, við erum að færa valdið í hendur fólksins,“ sagði Trump í ræðunni. Hann staðhæfði að í valdatíð sinni myndi hann vinna bug á óréttlátu kerfi. „Washington blómstraði en fólkið naut ekki góðs af því. Kerfið varði sjálft sig en ekki borgaranna. Sigur þeirra hefur ekki verið sigur ykkar. Á meðan stjórnmálamenn fögnuðu sigrum sínum í höfuðborginni á meðan þið voruð vanrækt. Þetta augnablik er tileinkað ykkur!“ Trump hélt áfram á svipuðum nótum:„Þetta er dagurinn ykkar og hann er fagnaðarefni ykkar. Bandaríkin eru þjóðin ykkar. Það er fólkið sjálft sem skiptir mestu máli, ekki flokkarnir sem stjórna landinu stjórnar. 20 janúar 2017 verður minnst sem dagsins þegar fólkið í landinu tók aftur við stjórn þess. „Gleymda fólk“ þjóðarinnar verður ekki gleymt lengur, nú eru allir að hlusta á ykkur.“ Mike Pence, Donald Trump, Barack Obama og Joe Biden við innsetningarathöfn Trumps.vísir/gettyMilliríkjasamskipti verði stunduð með hag Bandaríkjanna að leiðarljósiTrump lagði áherslu á að nú gengju nýir tímar í garð í sögu Bandaríkjanna. Hann talaði um endalok erlendrar framleiðslu fyrir innlendan markað og að slæmt menntakerfi, eiturlyf og glæpagengi myndu brátt heyra sögunni til. „Við ætlum að endurheimta landamæri okkar, drauma og velferð.“ Í utanríkismálum yrði hagur Bandaríkjanna ávallt vera í öndvegi. „Hvers vegna ættu Bandaríkin að skipta sér af landamærum annarra ríkja þegar þau vanrækja sín eigin," sagði hann. „Uppfrá þessum degi mun ný sýn stjórna þessu landi. Frá þessum degi verða Bandaríkin sett í forgang," sagði Trump og hrópaði: „America first, America first!"Sameina Vesturlönd gegn róttækum íslamistumÍ ræðu sinni fjallaði Trump jafnframt um uppbyggingu innviða og sagði að í valdatíð sinni myndu nýjar brýr rísa, nýir vegir vera byggðir, lestarteinar og flugvellir. Hann sagði jafnframt að hann myndi stuðla að því að fleiri færu á vinnumarkaðinn í stað þess að reiða sig á kerfið. Hann sagði að Bandaríkin ættu að vera sjálfstæð og öðrum ríkjum gott fordæmi. Hann sagði jafnframt að Bandaríkin og önnur vestræn ríki þyrftu að sameinast í baráttunni gegn róttæku Íslam. „Nú er tími aðgerða!“ Að endingu kallaði Trump slagorð sitt: „gerum Bandaríkin glæst aftur“ og bað guð að blessa þjóðina.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Í beinni: Donald tekur við embætti forseta Bandaríkjanna Donald Trump sver í dag embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á tröppum þinghússins í höfuðborginni Washington. 20. janúar 2017 10:31 Mótmælendur brutu rúður og tókust á við lögreglu Búist er við því að stærstu mótmælin verði haldin á morgun þar sem gert er ráð fyrir að um 200 þúsund manns muni mæta. 20. janúar 2017 17:53 Donald Trump orðinn forseti Bandaríkjanna Donald John Trump hefur tekið við embætti forseta Bandaríkjanna. 20. janúar 2017 17:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Í beinni: Donald tekur við embætti forseta Bandaríkjanna Donald Trump sver í dag embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á tröppum þinghússins í höfuðborginni Washington. 20. janúar 2017 10:31
Mótmælendur brutu rúður og tókust á við lögreglu Búist er við því að stærstu mótmælin verði haldin á morgun þar sem gert er ráð fyrir að um 200 þúsund manns muni mæta. 20. janúar 2017 17:53
Donald Trump orðinn forseti Bandaríkjanna Donald John Trump hefur tekið við embætti forseta Bandaríkjanna. 20. janúar 2017 17:00
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent