„Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 31. janúar 2017 15:14 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsir yfir áhyggjum vegna Bandaríkjaforseta. vísir/anton brink Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsti yfir þungum áhyggjum á Alþingi í dag vegna nýs Bandaríkjaforseta, Donalds Trump, sem tekið hefur afar umdeildar ákvarðanir síðustu daga, en Trump hefur meðal annars tekið ákvörðun um að meina ríkisborgurum ákveðinna þjóða inngöngu í Bandaríkin, svo fátt eitt sé nefnt. „Ég hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti. En ég hef sérstakar áhyggjur af yfirlýstum vilja og áhuga Bandaríkjaforseta á að hefja aftur pyntingar, sem eru glæpir gegn mannkyni og stríðsglæpir sem varða við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum, Genfarsáttmálann og Rómarsáttmálann,“ sagði Þórhildur Sunna á Alþingi í dag. „Ég hef sérstakar áhyggjur af því að Bandaríkjaforseti muni opna að nýju leynifangelsi út um allan heim til að geta stundað þar pyntingar á yfirlýstum óvinum bandaríska ríkisins og meintum hryðjuverkamönnum þar sem hann virðist trúa á gildi og getu pyntinga til að ná fram, að sögn, mikilvægum upplýsingum,“ bætti hún við. Þórhildur Sunna fór fram á svör frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra um hvernig íslensk stjórnvöld hyggist beita sér. „Ég vil spyrja háttvirtan utanríkisráðherra hvað hann hyggist gera til að sagan endurtaki sig ekki. Að við tökum ekki aftur beinan þátt í því að hjálpa Bandaríkjaforseta að fremja stríðsglæpi eins og kom í ljós í skýrslu árið 2007 um að ísland væri að öllum líkindum meðsekt í flutningi fanga í leynifangelsi víðs vegar um heiminn.“ Guðlaugur Þór sagði stjórnvöld fylgja sinni utanríkisstefnu, líkt og þau hafi alltaf gert og muni áfram gera. „Ég held að besta leiðin til að berjast fyrir mannréttindum sé að ræða hlutina málefnalega og ekki mjög gildishlaðið. [...] Þessar sviðsmyndir sem háttvirtur þingmaður er að draga hér upp ,ég kýs að vera ekki neitt að leggja neitt út af þeim enda finnst mér það vera nokkuð hæpið,“ sagði Guðlaugur Þór. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsti yfir þungum áhyggjum á Alþingi í dag vegna nýs Bandaríkjaforseta, Donalds Trump, sem tekið hefur afar umdeildar ákvarðanir síðustu daga, en Trump hefur meðal annars tekið ákvörðun um að meina ríkisborgurum ákveðinna þjóða inngöngu í Bandaríkin, svo fátt eitt sé nefnt. „Ég hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti. En ég hef sérstakar áhyggjur af yfirlýstum vilja og áhuga Bandaríkjaforseta á að hefja aftur pyntingar, sem eru glæpir gegn mannkyni og stríðsglæpir sem varða við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum, Genfarsáttmálann og Rómarsáttmálann,“ sagði Þórhildur Sunna á Alþingi í dag. „Ég hef sérstakar áhyggjur af því að Bandaríkjaforseti muni opna að nýju leynifangelsi út um allan heim til að geta stundað þar pyntingar á yfirlýstum óvinum bandaríska ríkisins og meintum hryðjuverkamönnum þar sem hann virðist trúa á gildi og getu pyntinga til að ná fram, að sögn, mikilvægum upplýsingum,“ bætti hún við. Þórhildur Sunna fór fram á svör frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra um hvernig íslensk stjórnvöld hyggist beita sér. „Ég vil spyrja háttvirtan utanríkisráðherra hvað hann hyggist gera til að sagan endurtaki sig ekki. Að við tökum ekki aftur beinan þátt í því að hjálpa Bandaríkjaforseta að fremja stríðsglæpi eins og kom í ljós í skýrslu árið 2007 um að ísland væri að öllum líkindum meðsekt í flutningi fanga í leynifangelsi víðs vegar um heiminn.“ Guðlaugur Þór sagði stjórnvöld fylgja sinni utanríkisstefnu, líkt og þau hafi alltaf gert og muni áfram gera. „Ég held að besta leiðin til að berjast fyrir mannréttindum sé að ræða hlutina málefnalega og ekki mjög gildishlaðið. [...] Þessar sviðsmyndir sem háttvirtur þingmaður er að draga hér upp ,ég kýs að vera ekki neitt að leggja neitt út af þeim enda finnst mér það vera nokkuð hæpið,“ sagði Guðlaugur Þór.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira