Tusk segir ríkisstjórn Trump ógna ESB Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2017 15:46 Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Vísir/AFP Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segir ríkisstjórn Donald Trump vera ógn gegn sambandinu. Þar að auki ógni Kína, Rússland og íslamistar ESB. Þetta skrifaði Tusk í harðorðu bréfi til leiðtoga ESB vegna leiðtogafundarins í Möltu, sem hefst á föstudaginn. Þar segir Tusk einnig að sambandið verði að taka „stórkostleg skref“ og nýta sér einangrunarhyggju Trump til að auka viðskipti við önnur ríki. AFP fréttaveitan hefur komið höndum yfir afrit af bréfinu, þar sem Tusk segir þrjár ógnir steðja helst að Evrópusambandinu og því hafi aldrei verið ógnað meira. „Sú fyrsta er hið nýja stjórnmálaandrúmsloft í heiminum og umhverfis Evrópu,“ sagði Tusk. Þar að auki nefndi hann aukna hörku Kínverja og aðgerðir Rússa gagnvart Úkraínu og nágrönnum sínum. Stríð og stjórnleysi í Mið-Austurlöndum og Afríku og yfirlýsingar nýrrar ríkisstjórnar í Bandaríkjunum sem valdi áhyggjum. Allt þetta sagði Tusk að gerði framtíðina „sérstaklega óútreiknanlega“. Þá sagði hann að breytingarnar í Washington hefðu sérstök áhrif á ESB og settu sambandið í erfiða stöðu, þar sem ríkisstjórn Trump virðist ætla að snúa frá utanríkisstefnu Bandaríkjanna undanfarin 70.Önnur ógnin sagði Tusk að væri upprisa þjóðernishyggju í Evrópu og andstöðu við Evrópusambandið. Þriðja ógnin er, samkvæmt Tusk, hugarfar stjórnmálamanna sem styðja við bakið á ESB. Þeir sýndu of mikinn áhuga á því að daðra við popúlisma til að vinna atkvæði. Á leiðtogafundinum um helgina munu leiðtogar ESB fyrst ræða flóttamannavandann. Seinna mun Theresa May yfirgefa fundinn og rætt verður um framtíð ESB eftir Brexit og skipulagningu annars fundar í Róm í mars. Sá fundur mun marka 60 ára afmæli stofnsamnings ESB. Í bréfinu segir Tusk nauðsynlegt að ríki ESB standi saman til að halda fullkomnu sjálfstæði. Því ef sambandið sundraðist væru ríki þess háð stórveldum eins og Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína. Donald Trump Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segir ríkisstjórn Donald Trump vera ógn gegn sambandinu. Þar að auki ógni Kína, Rússland og íslamistar ESB. Þetta skrifaði Tusk í harðorðu bréfi til leiðtoga ESB vegna leiðtogafundarins í Möltu, sem hefst á föstudaginn. Þar segir Tusk einnig að sambandið verði að taka „stórkostleg skref“ og nýta sér einangrunarhyggju Trump til að auka viðskipti við önnur ríki. AFP fréttaveitan hefur komið höndum yfir afrit af bréfinu, þar sem Tusk segir þrjár ógnir steðja helst að Evrópusambandinu og því hafi aldrei verið ógnað meira. „Sú fyrsta er hið nýja stjórnmálaandrúmsloft í heiminum og umhverfis Evrópu,“ sagði Tusk. Þar að auki nefndi hann aukna hörku Kínverja og aðgerðir Rússa gagnvart Úkraínu og nágrönnum sínum. Stríð og stjórnleysi í Mið-Austurlöndum og Afríku og yfirlýsingar nýrrar ríkisstjórnar í Bandaríkjunum sem valdi áhyggjum. Allt þetta sagði Tusk að gerði framtíðina „sérstaklega óútreiknanlega“. Þá sagði hann að breytingarnar í Washington hefðu sérstök áhrif á ESB og settu sambandið í erfiða stöðu, þar sem ríkisstjórn Trump virðist ætla að snúa frá utanríkisstefnu Bandaríkjanna undanfarin 70.Önnur ógnin sagði Tusk að væri upprisa þjóðernishyggju í Evrópu og andstöðu við Evrópusambandið. Þriðja ógnin er, samkvæmt Tusk, hugarfar stjórnmálamanna sem styðja við bakið á ESB. Þeir sýndu of mikinn áhuga á því að daðra við popúlisma til að vinna atkvæði. Á leiðtogafundinum um helgina munu leiðtogar ESB fyrst ræða flóttamannavandann. Seinna mun Theresa May yfirgefa fundinn og rætt verður um framtíð ESB eftir Brexit og skipulagningu annars fundar í Róm í mars. Sá fundur mun marka 60 ára afmæli stofnsamnings ESB. Í bréfinu segir Tusk nauðsynlegt að ríki ESB standi saman til að halda fullkomnu sjálfstæði. Því ef sambandið sundraðist væru ríki þess háð stórveldum eins og Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína.
Donald Trump Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira