Marokkó gerist aftur aðili að Afríkusambandinu atli ísleifsson skrifar 30. janúar 2017 23:05 Frá fundi leiðtoga aðildarríkja Afríkusambandsins í dag. Vísir/afp Marokkó hefur gerst aðili að Afríkusambandinu á ný eftir 33 ára fjarveru vegna deilna um stöðu landsins Vestur-Sahara. Ákvörðunin var tekin á leiðtogafundi Afríkusambandsins í eþíópósku höfuðborginni Addis Abeba í gær. Mack Sall, forseti Senegal, greindi frá því á fréttamannafundi við lok fundar að eftir langar viðræður hafi 39 af 54 aðildarríkjum verið samþykk því að Marokkó gerðist aðili á nýjan leik, þrátt fyrir að enn sé deilt um stöðu Vestur-Sahara. Marokkó sagði skilið við Afríkusambandið árið 1984 í mótmælaskyni eftir að sambandið staðfesti aðild Vestur-Sahara að sambandinu. Vestur-Sahara er fyrrverandi spænsk nýlenda á norðvesturströnd Afríku með landamæri að Máritaníu, Marokkó og Alsír. Eftir að Spánverjar yfirgáfu svæðið lögðu Marokkóar landið undir sig, en Polisario-hreyfingin hefur barist fyrir sjálfstæði svæðisins um árabil. Á fundi gærdagsins var einnig ákveðið að Moussa Faki Mahamat, utanríkisráðherra Tsjad, verði nýr framkvæmdastjóri sambandsins og tekur hann við af hinni suður-afrísku Nkosazana Dlamini-Zuma sem hefur gegnt stöðunni frá 2012. Marokkó Máritanía Vestur-Sahara Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Tsjad nýr framkvæmdastjóri Afríkusambandsins Moussa Faki Mahamat tekur við stöðunni af hinni suður-afrísku Nkosazana Dlamini-Zuma. 30. janúar 2017 17:40 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira
Marokkó hefur gerst aðili að Afríkusambandinu á ný eftir 33 ára fjarveru vegna deilna um stöðu landsins Vestur-Sahara. Ákvörðunin var tekin á leiðtogafundi Afríkusambandsins í eþíópósku höfuðborginni Addis Abeba í gær. Mack Sall, forseti Senegal, greindi frá því á fréttamannafundi við lok fundar að eftir langar viðræður hafi 39 af 54 aðildarríkjum verið samþykk því að Marokkó gerðist aðili á nýjan leik, þrátt fyrir að enn sé deilt um stöðu Vestur-Sahara. Marokkó sagði skilið við Afríkusambandið árið 1984 í mótmælaskyni eftir að sambandið staðfesti aðild Vestur-Sahara að sambandinu. Vestur-Sahara er fyrrverandi spænsk nýlenda á norðvesturströnd Afríku með landamæri að Máritaníu, Marokkó og Alsír. Eftir að Spánverjar yfirgáfu svæðið lögðu Marokkóar landið undir sig, en Polisario-hreyfingin hefur barist fyrir sjálfstæði svæðisins um árabil. Á fundi gærdagsins var einnig ákveðið að Moussa Faki Mahamat, utanríkisráðherra Tsjad, verði nýr framkvæmdastjóri sambandsins og tekur hann við af hinni suður-afrísku Nkosazana Dlamini-Zuma sem hefur gegnt stöðunni frá 2012.
Marokkó Máritanía Vestur-Sahara Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Tsjad nýr framkvæmdastjóri Afríkusambandsins Moussa Faki Mahamat tekur við stöðunni af hinni suður-afrísku Nkosazana Dlamini-Zuma. 30. janúar 2017 17:40 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira
Utanríkisráðherra Tsjad nýr framkvæmdastjóri Afríkusambandsins Moussa Faki Mahamat tekur við stöðunni af hinni suður-afrísku Nkosazana Dlamini-Zuma. 30. janúar 2017 17:40