Birna Brjánsdóttir verður borin til grafar á föstudaginn en útförin verður frá Hallgrímskirkju og hefst klukkan 15.
Fjölmenni mætti í minningargöngu Birnu í miðbæ Reykjavíkur á laugardaginn en hennar var minnst víða um land og sömuleiðis í Danmörku þar sem fólk minntist hennar við Íslenska sendiráðið.
Fjölskylda Birnu afþakkar vinsamlega blóm og kransa en bendir þeim sem vilja minnast hennar að styrkja Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Innlent