Friðrik Ingi: "Njarðvík á mig ekki“ Tómas Þór Þórðarson. skrifar 8. febrúar 2017 19:00 Friðrik Ingi Rúnarsson vísir „Ég hef sótbölvað Keflvíkingum og þeir vita það,“ segir nýráðinn þjálfari Keflavíkur í Dominos-deild karla, Njarðvíkingurinn Friðrik Ingi Rúnarsson. Friðrik Ingi hefur verið tæpt ár frá Dominos-deildinni eftir að hann var látinn fara frá uppeldisfélaginu sínu Njarðvík síðasta vor. Hann tekur við starfinu hjá Keflavík af Hirti Harðarsyni sem verður honum til aðstoðar. Hann sagðist aldrei vera hættur í þjálfun en bjóst ekki við að snúa aftur fyrr en eftir tímabilið. „Ég vonaðist eftir því að fá tækifæri með sumrinu þannig að þetta var ekki þannig að ég lá með vúdúnálar í vetur. Það var ekki æskilegasta staðan að taka við núna en mér fannst þetta vera spennandi. Keflavíkurliðið er búið að vera ákveðið jójó en það er ákveðinn andi þarna eins og við vitum þannig ég var bara spenntur,“ segir Friðrik Ingi við íþróttadeild. Leikmenn úr Njarðvík hafa flykkst yfir til Keflavíkur undanfarin misseri og nú er einn sögufrægasti þjálfari þeirra grænu mættur í Sláturhúsið. Er rígurinn smám saman að minnka? „Rígurinn verður held ég alltaf til staðar. Ég hef margoft í gegnum tíðina sótbölvað Keflvíkingingum og þeir vita það. Ég held að Keflvíkingarnir séu einmitt að fá mig því þeir vita að ég er keppnismaður og er andans maður. Ég hef ástríðu fyrir körfubolta. Ég hef gert körfubolta að mínu ævistarfi eða eitthvað sem honum tengist. Njarðvík á mig ekki og menn hafa verið að fara á milli félaga þannig þetta er bara galopin bók,“ segir hann. Líklegt er að Friðrik Ingi mæti ekki Njarðvík sem þjálfari Keflavík í Ljónagryfjunni fyrr en á næsta tímabili en hvernig býst hann við að sú stund verði? „Ef ég rata réttu megin þá held ég að ég verði bara andskoti góður,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson. Kvöldfrétt Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan en hér að neðan má sjá allt viðtalið við Friðrik Inga Rúnarsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Friðrik Ingi tekinn við Keflavík Friðrik Ingi Rúnarsson var nú í kvöld ráðinn þjálfari karlaliðs Keflavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta. 7. febrúar 2017 19:55 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Starf Amorims öruggt Enski boltinn Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
„Ég hef sótbölvað Keflvíkingum og þeir vita það,“ segir nýráðinn þjálfari Keflavíkur í Dominos-deild karla, Njarðvíkingurinn Friðrik Ingi Rúnarsson. Friðrik Ingi hefur verið tæpt ár frá Dominos-deildinni eftir að hann var látinn fara frá uppeldisfélaginu sínu Njarðvík síðasta vor. Hann tekur við starfinu hjá Keflavík af Hirti Harðarsyni sem verður honum til aðstoðar. Hann sagðist aldrei vera hættur í þjálfun en bjóst ekki við að snúa aftur fyrr en eftir tímabilið. „Ég vonaðist eftir því að fá tækifæri með sumrinu þannig að þetta var ekki þannig að ég lá með vúdúnálar í vetur. Það var ekki æskilegasta staðan að taka við núna en mér fannst þetta vera spennandi. Keflavíkurliðið er búið að vera ákveðið jójó en það er ákveðinn andi þarna eins og við vitum þannig ég var bara spenntur,“ segir Friðrik Ingi við íþróttadeild. Leikmenn úr Njarðvík hafa flykkst yfir til Keflavíkur undanfarin misseri og nú er einn sögufrægasti þjálfari þeirra grænu mættur í Sláturhúsið. Er rígurinn smám saman að minnka? „Rígurinn verður held ég alltaf til staðar. Ég hef margoft í gegnum tíðina sótbölvað Keflvíkingingum og þeir vita það. Ég held að Keflvíkingarnir séu einmitt að fá mig því þeir vita að ég er keppnismaður og er andans maður. Ég hef ástríðu fyrir körfubolta. Ég hef gert körfubolta að mínu ævistarfi eða eitthvað sem honum tengist. Njarðvík á mig ekki og menn hafa verið að fara á milli félaga þannig þetta er bara galopin bók,“ segir hann. Líklegt er að Friðrik Ingi mæti ekki Njarðvík sem þjálfari Keflavík í Ljónagryfjunni fyrr en á næsta tímabili en hvernig býst hann við að sú stund verði? „Ef ég rata réttu megin þá held ég að ég verði bara andskoti góður,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson. Kvöldfrétt Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan en hér að neðan má sjá allt viðtalið við Friðrik Inga Rúnarsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Friðrik Ingi tekinn við Keflavík Friðrik Ingi Rúnarsson var nú í kvöld ráðinn þjálfari karlaliðs Keflavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta. 7. febrúar 2017 19:55 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Starf Amorims öruggt Enski boltinn Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Friðrik Ingi tekinn við Keflavík Friðrik Ingi Rúnarsson var nú í kvöld ráðinn þjálfari karlaliðs Keflavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta. 7. febrúar 2017 19:55