Sakaði þann sem er í haldi um nauðgun Snærós Sindradóttir skrifar 7. febrúar 2017 05:00 Lögregla leiðir sakborninginn í málinu úr Héraðsdómi Reykjaness síðastliðinn fimmtudag. Vísir/Anton Brink Grænlensk kona á þrítugsaldri segir Thomas Møller Olsen, sakborninginn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hafa nauðgað sér árið 2011. Thomas var sýknaður í málinu í héraðsdómi Ilulissat. Aðspurður hvort lögregla hafi skoðað þetta grænlenska sakamál í rannsókn sinni á máli Birnu Brjánsdóttur segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn að þeir hafi skoðað sakaferil mannanna en muni ekki tjá sig nánar um þau mál. Dánarorsök Birnu, sem fannst látin nærri Selvogsvita 22. janúar, var drukknun að því er fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöld. Grímur segist ekki vilja tjá sig um þetta atriði.Sofnaði í rúmi í samkvæmi Fyrrnefnda konan á Grænlandi, sem vill ekki koma fram undir nafni, segir hvarf Birnu Brjánsdóttur hafa reynst sér afar erfitt. Málið hafi neytt hana til að endurupplifa verknaðinn og vakið upp sárar minningar. Í samtali við Fréttablaðið rifjar konan upp að árið 2011 hafi hún verið gestur í samkvæmi en farið afsíðis til að ræða við þáverandi kærasta sinn í síma, en sá var ekki staddur í sama bæ og hún. Á meðan símtalið átti sér stað lagðist konan í rúm í svefnherbergi íbúðarinnar og eftir að samtalinu lauk sofnaði hún. Konan segist hafa vaknað við að Thomas var að nauðga henni. Hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum, annaðhvort verið of svefndrukkin vegna ölvunar eða hreinlega frosið. Eftir atvikið segist konan hafa grátið sárt og kært málið til lögreglunnar daginn eftir.Sæði í leggöngum nægði ekki til sakfellingar Lögreglan fór með hana á sjúkrahús þar sem lífsýnum var safnað og henni veitt aðhlynning. Konan segir að sæði Thomasar hafi fundist í leggöngum hennar en það hafi ekki nægt til sakfellingar þar sem ættingi hans, sem einnig var í samkvæminu, hafi borið fyrir dómstólnum að samfarirnar hafi verið með samþykki beggja. Mál Birnu hefur að sögn konunnar tekið mikið á hana. Margir, sem þekki til tengsla hennar og Thomasar, hafi haft samband vegna málsins og hún upplifi mikið áreiti. Konan vill koma því á framfæri að með sögu sinni vilji hún hreinsa borðið en muni ekki tjá sig að neinu öðru leyti um málið eða gefa neinar frekari upplýsingar um þessa lífsreynslu sína. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. 6. febrúar 2017 20:30 Geta ekki haldið skipverjanum lengur en þrjá mánuði án ákæru Lögregla og ákæruvald geta ekki haldið skipverjanum af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur í gæsluvarðhaldi lengur en þrjá mánuði, það er tólf vikur, án ákæru. 6. febrúar 2017 21:16 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Grænlensk kona á þrítugsaldri segir Thomas Møller Olsen, sakborninginn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hafa nauðgað sér árið 2011. Thomas var sýknaður í málinu í héraðsdómi Ilulissat. Aðspurður hvort lögregla hafi skoðað þetta grænlenska sakamál í rannsókn sinni á máli Birnu Brjánsdóttur segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn að þeir hafi skoðað sakaferil mannanna en muni ekki tjá sig nánar um þau mál. Dánarorsök Birnu, sem fannst látin nærri Selvogsvita 22. janúar, var drukknun að því er fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöld. Grímur segist ekki vilja tjá sig um þetta atriði.Sofnaði í rúmi í samkvæmi Fyrrnefnda konan á Grænlandi, sem vill ekki koma fram undir nafni, segir hvarf Birnu Brjánsdóttur hafa reynst sér afar erfitt. Málið hafi neytt hana til að endurupplifa verknaðinn og vakið upp sárar minningar. Í samtali við Fréttablaðið rifjar konan upp að árið 2011 hafi hún verið gestur í samkvæmi en farið afsíðis til að ræða við þáverandi kærasta sinn í síma, en sá var ekki staddur í sama bæ og hún. Á meðan símtalið átti sér stað lagðist konan í rúm í svefnherbergi íbúðarinnar og eftir að samtalinu lauk sofnaði hún. Konan segist hafa vaknað við að Thomas var að nauðga henni. Hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum, annaðhvort verið of svefndrukkin vegna ölvunar eða hreinlega frosið. Eftir atvikið segist konan hafa grátið sárt og kært málið til lögreglunnar daginn eftir.Sæði í leggöngum nægði ekki til sakfellingar Lögreglan fór með hana á sjúkrahús þar sem lífsýnum var safnað og henni veitt aðhlynning. Konan segir að sæði Thomasar hafi fundist í leggöngum hennar en það hafi ekki nægt til sakfellingar þar sem ættingi hans, sem einnig var í samkvæminu, hafi borið fyrir dómstólnum að samfarirnar hafi verið með samþykki beggja. Mál Birnu hefur að sögn konunnar tekið mikið á hana. Margir, sem þekki til tengsla hennar og Thomasar, hafi haft samband vegna málsins og hún upplifi mikið áreiti. Konan vill koma því á framfæri að með sögu sinni vilji hún hreinsa borðið en muni ekki tjá sig að neinu öðru leyti um málið eða gefa neinar frekari upplýsingar um þessa lífsreynslu sína. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. 6. febrúar 2017 20:30 Geta ekki haldið skipverjanum lengur en þrjá mánuði án ákæru Lögregla og ákæruvald geta ekki haldið skipverjanum af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur í gæsluvarðhaldi lengur en þrjá mánuði, það er tólf vikur, án ákæru. 6. febrúar 2017 21:16 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. 6. febrúar 2017 20:30
Geta ekki haldið skipverjanum lengur en þrjá mánuði án ákæru Lögregla og ákæruvald geta ekki haldið skipverjanum af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur í gæsluvarðhaldi lengur en þrjá mánuði, það er tólf vikur, án ákæru. 6. febrúar 2017 21:16
Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06