Birna var á lífi við komuna á bryggjuna Snærós Sindradóttir skrifar 6. febrúar 2017 04:00 Björgunarsveitarfólk leitaði á sunnanverðum Reykjanesskaganum í gær að fatnaði og farsíma Birnu. Ekki er áætlað að halda leit áfram í dag. Fréttablaðið/GunnarAtli Birna Brjánsdóttir var á lífi um borð í rauða Kia Rio bílnum, þegar hann kom til Hafnarfjarðarhafnar að morgni laugardagsins 14. janúar síðastliðins. Rannsókn lögreglu miðast við að henni hafi ekki verið unnið mein fyrr en eftir að skipverjinn, sem sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur grunaður um aðild að málinu, var farinn um borð í togarann Polar Nanoq. Heimildir Fréttablaðsins herma að lögregla gangi nú út frá því að Birnu hafi verið unninn mestur miski á bryggjusporðinum við Hafnarfjarðarhöfn á milli 6.10 og 7 að morgni þegar Thomas Møller Olsen var einn með henni í bílnum. Sjá einnig: Stúlkan sem snerti streng í brjósti þjóðarinnarEins og áður hefur verið greint frá í fjölmiðlum kom bílaleigubíllinn sem hann hafði til umráða að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex um morguninn. Í upptökum eftirlitsmyndavéla á svæðinu sjást skipverjarnir tveir koma út úr bílnum, ræðast við í stutta stund, áður en Nikolaj fer um borð í skipið en Thomas Møller keyrir að enda bryggjunnar og er þar í um 50 mínútur. Þá ók bíllinn burt af hafnarsvæðinu en lögregla hefur reynt að rekja ferðir hans til 11.30 um morguninn. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að eftir að skipverjinn, sem nú hefur verið látinn laus, hóf að greina frá málavöxtum um morguninn hafi lögreglu orðið ljóst að saga hans stóðst og ekki séð ástæðu til að draga í efa að hann hafi ekkert með morðið á Birnu að gera. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að líklega hafi Birnu verið kastað af brúnni á Vogsósi, sex kílómetrum frá Selvogsvita þar sem hún fannst látin.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegt að lík Birnu hafi verið sett í Vogsós Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu. 5. febrúar 2017 18:30 Samdi lag til minningar um Birnu Tónlistarmaðurinn Gunnar Þórðarson samdi lag til minningar um Birnu Brjánsdóttur eftir ljóði Friðriks Erlingssonar. 5. febrúar 2017 16:54 Hafa ekki fundið muni sem tengjast Birnu Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir björgunarsveitafólk ekki hafa fundið muni á Reykjanesi í dag, sem tengjast rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur, nú þegar tekið er að rökkva, en leit verður ekki haldið áfram á morgun, nema eitthvað nýtt komi upp. 5. febrúar 2017 17:33 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Birna Brjánsdóttir var á lífi um borð í rauða Kia Rio bílnum, þegar hann kom til Hafnarfjarðarhafnar að morgni laugardagsins 14. janúar síðastliðins. Rannsókn lögreglu miðast við að henni hafi ekki verið unnið mein fyrr en eftir að skipverjinn, sem sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur grunaður um aðild að málinu, var farinn um borð í togarann Polar Nanoq. Heimildir Fréttablaðsins herma að lögregla gangi nú út frá því að Birnu hafi verið unninn mestur miski á bryggjusporðinum við Hafnarfjarðarhöfn á milli 6.10 og 7 að morgni þegar Thomas Møller Olsen var einn með henni í bílnum. Sjá einnig: Stúlkan sem snerti streng í brjósti þjóðarinnarEins og áður hefur verið greint frá í fjölmiðlum kom bílaleigubíllinn sem hann hafði til umráða að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex um morguninn. Í upptökum eftirlitsmyndavéla á svæðinu sjást skipverjarnir tveir koma út úr bílnum, ræðast við í stutta stund, áður en Nikolaj fer um borð í skipið en Thomas Møller keyrir að enda bryggjunnar og er þar í um 50 mínútur. Þá ók bíllinn burt af hafnarsvæðinu en lögregla hefur reynt að rekja ferðir hans til 11.30 um morguninn. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að eftir að skipverjinn, sem nú hefur verið látinn laus, hóf að greina frá málavöxtum um morguninn hafi lögreglu orðið ljóst að saga hans stóðst og ekki séð ástæðu til að draga í efa að hann hafi ekkert með morðið á Birnu að gera. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að líklega hafi Birnu verið kastað af brúnni á Vogsósi, sex kílómetrum frá Selvogsvita þar sem hún fannst látin.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegt að lík Birnu hafi verið sett í Vogsós Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu. 5. febrúar 2017 18:30 Samdi lag til minningar um Birnu Tónlistarmaðurinn Gunnar Þórðarson samdi lag til minningar um Birnu Brjánsdóttur eftir ljóði Friðriks Erlingssonar. 5. febrúar 2017 16:54 Hafa ekki fundið muni sem tengjast Birnu Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir björgunarsveitafólk ekki hafa fundið muni á Reykjanesi í dag, sem tengjast rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur, nú þegar tekið er að rökkva, en leit verður ekki haldið áfram á morgun, nema eitthvað nýtt komi upp. 5. febrúar 2017 17:33 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Líklegt að lík Birnu hafi verið sett í Vogsós Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu. 5. febrúar 2017 18:30
Samdi lag til minningar um Birnu Tónlistarmaðurinn Gunnar Þórðarson samdi lag til minningar um Birnu Brjánsdóttur eftir ljóði Friðriks Erlingssonar. 5. febrúar 2017 16:54
Hafa ekki fundið muni sem tengjast Birnu Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir björgunarsveitafólk ekki hafa fundið muni á Reykjanesi í dag, sem tengjast rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur, nú þegar tekið er að rökkva, en leit verður ekki haldið áfram á morgun, nema eitthvað nýtt komi upp. 5. febrúar 2017 17:33