Leita að munum tengdum Birnu í Selvogi: „Meðal annars erum við að tala um fatnað og síma“ Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2017 14:20 Hátt í hundrað björgunarsveitarfólk að störfum í Selvogi. Mynd/Gunnar Atli Hátt í hundrað björgunarsveitafólk tekur nú þátt í leit í Selvogi á Reykjanesi sem tengist rannsókn á dauða Birnu Brjánsdóttur. Lík hennar fannst við Selvogsvita 22. janúar síðastliðinn eftir átta daga leit. Um er að ræða sérhæft leitarfólk sem er saman í ellefu hópum en við þann fjölda bætast þeir sem sinna þessu leitarfólki í færanlegri stjórnstöð Landsbjargar í Selvogi. „Við erum að fara ansi vel yfir þetta svæði því það vantar enn þá muni tengda henni Birnu,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn sem stýrir leitinni í Selvogi.Leita að öllum vísbendingum Aðspurður hvort verið sé að leita að fatnaði og síma sem Birna átt svarar hann því játandi. „Við erum að leita að öllum þeim vísbendingum sem við getum fundið. Meðal annars erum við að tala um fatnað og síma,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi um málið.Leitað er á svæðinu frá Hlíðarvatni, að Herdísarvík og Selvogsvita.Loftmyndir ehf.Ábending frá borgara Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á dauða Birnu, sagði við Vísi í morgun að ábending hefði borist frá borgara um helgina og því hefði verið ákveðið að fara í þessa leit í dag. Leitað er á svæði frá Hlíðarvatni að Herdísarvík og Selvogsvita. Ásgeir segir björgunarsveitarfólk leita á tveggja kílómetra kafla eftir strandlengju og á leiðinni frá Hlíðarvatni og niður að sjó. „Það er það svæði sem við erum að fókusera á.“Vaða þar sem það er hægt Aðspurður hvort leitað sé í vatni segir hann að á einhverjum tímapunkti muni leitarfólk vaða og þá aðallega á svæðinu frá brúnni við Hlíðarvatn og niður að sjó. Hann segir að leitað verði fram að myrkri og staðan verði metin um það leyti.Tengdist síðast símamastri við Flatahraun Nánast frá upphafi rannsóknar málsins hefur verið leitað að síma Birnu. Í upphafi var talið að slökkt hefði verið handvirkt á símanum hennar aðfaranótt laugardagsins 15. janúar en á síðari stigum rannsóknar greindi lögreglan frá því að hún muni aldrei fá úr því skorið hvort slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu þegar hún hvarf eða hvort hann hafi orðið rafmagnslaus. Birna sást síðast á Laugavegi þessa aðfaranótt 15. janúar en lögregla hefur rakið ferðir hennar út frá símagögnum þar sem er gengið út frá því að hún hafi verið með símann á sér um nóttina. Síminn kom fyrst inn á sendi við Mál og menningu á Laugavegi um klukkan 05:25 nóttina sem hún hvarf, síðan kom hann inn á mastur við Lindargötu og er þá á gönguhraða. Því næst tengdist hann mastri á horni Laugavegs og Barónsstígs en var svo kominn á ökuhraða næst þegar hann tengdist mastri í Laugarnesi. Rúmum tuttugu mínútum síðar, eða um klukkan 5:50 er slokknaði á símanum þegar hann tengdist símamastri við Flatahraun í Hafnarfirði. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Yrsa Sigurðardóttir: „Ljóstýra myndi þannig brjótast út úr þessum myrka harmleik“ Í viðtalinu útskýrir Yrsa fyrir blaðamönnum Guardian að Birna hafi verið tákngervingur margra sem hér búa þar sem margir hafi getað sett sig í hennar spor. Hún hafi verið saklaus stúlka sem hafi verið í blóma lífsins. Von allra hafi verið sterk og íbúar hafi beðið með öndina í hálsinum eftir fregnum af Birnu. 5. febrúar 2017 09:56 Leita á svæði við Selvogsvita eftir að ábending barst frá borgara um helgina Lík Birnu Brjánsdóttur fannst við Selvogsvita 22. janúar síðastliðinn eftir átta daga leit. 5. febrúar 2017 09:38 Stúlkan sem snerti streng í brjósti íslensku þjóðarinnar Birna Brjánsdóttir verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju klukkan 15 í dag. Óhætt er að segja að mál hennar hafi hreyft við þjóðinni en hún hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og fannst látin í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Lögreglan telur að henni hafi verið ráðinn bani. 3. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Hátt í hundrað björgunarsveitafólk tekur nú þátt í leit í Selvogi á Reykjanesi sem tengist rannsókn á dauða Birnu Brjánsdóttur. Lík hennar fannst við Selvogsvita 22. janúar síðastliðinn eftir átta daga leit. Um er að ræða sérhæft leitarfólk sem er saman í ellefu hópum en við þann fjölda bætast þeir sem sinna þessu leitarfólki í færanlegri stjórnstöð Landsbjargar í Selvogi. „Við erum að fara ansi vel yfir þetta svæði því það vantar enn þá muni tengda henni Birnu,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn sem stýrir leitinni í Selvogi.Leita að öllum vísbendingum Aðspurður hvort verið sé að leita að fatnaði og síma sem Birna átt svarar hann því játandi. „Við erum að leita að öllum þeim vísbendingum sem við getum fundið. Meðal annars erum við að tala um fatnað og síma,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi um málið.Leitað er á svæðinu frá Hlíðarvatni, að Herdísarvík og Selvogsvita.Loftmyndir ehf.Ábending frá borgara Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á dauða Birnu, sagði við Vísi í morgun að ábending hefði borist frá borgara um helgina og því hefði verið ákveðið að fara í þessa leit í dag. Leitað er á svæði frá Hlíðarvatni að Herdísarvík og Selvogsvita. Ásgeir segir björgunarsveitarfólk leita á tveggja kílómetra kafla eftir strandlengju og á leiðinni frá Hlíðarvatni og niður að sjó. „Það er það svæði sem við erum að fókusera á.“Vaða þar sem það er hægt Aðspurður hvort leitað sé í vatni segir hann að á einhverjum tímapunkti muni leitarfólk vaða og þá aðallega á svæðinu frá brúnni við Hlíðarvatn og niður að sjó. Hann segir að leitað verði fram að myrkri og staðan verði metin um það leyti.Tengdist síðast símamastri við Flatahraun Nánast frá upphafi rannsóknar málsins hefur verið leitað að síma Birnu. Í upphafi var talið að slökkt hefði verið handvirkt á símanum hennar aðfaranótt laugardagsins 15. janúar en á síðari stigum rannsóknar greindi lögreglan frá því að hún muni aldrei fá úr því skorið hvort slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu þegar hún hvarf eða hvort hann hafi orðið rafmagnslaus. Birna sást síðast á Laugavegi þessa aðfaranótt 15. janúar en lögregla hefur rakið ferðir hennar út frá símagögnum þar sem er gengið út frá því að hún hafi verið með símann á sér um nóttina. Síminn kom fyrst inn á sendi við Mál og menningu á Laugavegi um klukkan 05:25 nóttina sem hún hvarf, síðan kom hann inn á mastur við Lindargötu og er þá á gönguhraða. Því næst tengdist hann mastri á horni Laugavegs og Barónsstígs en var svo kominn á ökuhraða næst þegar hann tengdist mastri í Laugarnesi. Rúmum tuttugu mínútum síðar, eða um klukkan 5:50 er slokknaði á símanum þegar hann tengdist símamastri við Flatahraun í Hafnarfirði.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Yrsa Sigurðardóttir: „Ljóstýra myndi þannig brjótast út úr þessum myrka harmleik“ Í viðtalinu útskýrir Yrsa fyrir blaðamönnum Guardian að Birna hafi verið tákngervingur margra sem hér búa þar sem margir hafi getað sett sig í hennar spor. Hún hafi verið saklaus stúlka sem hafi verið í blóma lífsins. Von allra hafi verið sterk og íbúar hafi beðið með öndina í hálsinum eftir fregnum af Birnu. 5. febrúar 2017 09:56 Leita á svæði við Selvogsvita eftir að ábending barst frá borgara um helgina Lík Birnu Brjánsdóttur fannst við Selvogsvita 22. janúar síðastliðinn eftir átta daga leit. 5. febrúar 2017 09:38 Stúlkan sem snerti streng í brjósti íslensku þjóðarinnar Birna Brjánsdóttir verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju klukkan 15 í dag. Óhætt er að segja að mál hennar hafi hreyft við þjóðinni en hún hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og fannst látin í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Lögreglan telur að henni hafi verið ráðinn bani. 3. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Yrsa Sigurðardóttir: „Ljóstýra myndi þannig brjótast út úr þessum myrka harmleik“ Í viðtalinu útskýrir Yrsa fyrir blaðamönnum Guardian að Birna hafi verið tákngervingur margra sem hér búa þar sem margir hafi getað sett sig í hennar spor. Hún hafi verið saklaus stúlka sem hafi verið í blóma lífsins. Von allra hafi verið sterk og íbúar hafi beðið með öndina í hálsinum eftir fregnum af Birnu. 5. febrúar 2017 09:56
Leita á svæði við Selvogsvita eftir að ábending barst frá borgara um helgina Lík Birnu Brjánsdóttur fannst við Selvogsvita 22. janúar síðastliðinn eftir átta daga leit. 5. febrúar 2017 09:38
Stúlkan sem snerti streng í brjósti íslensku þjóðarinnar Birna Brjánsdóttir verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju klukkan 15 í dag. Óhætt er að segja að mál hennar hafi hreyft við þjóðinni en hún hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og fannst látin í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Lögreglan telur að henni hafi verið ráðinn bani. 3. febrúar 2017 09:00