Gunnar: Bardagi milli mín og Cerrone yrði frábær Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2017 19:15 Gunnar Nelson. vísir/getty Það er farið að styttast í að Gunnar Nelson stígi aftur í búrið í UFC og hugsanlega verður næsti bardagi hans staðfestur í næstu viku. Gunnar barðist síðast við Rússann Albert Tumenov í maí á síðasta ári. Hann átti svo að berjast við Kóreubúann Dong Hyung Kim í Belfast í nóvember en okkar maður gat ekki barist vegna ökklameiðsla. Ökklinn er nú orðinn góður og Gunnar bíður eftir jákvæðum fréttum frá UFC. „Við höfum verið að fá svör frá UFC en staðsetning og andstæðingur liggur ekki fyrir. Vonandi fáum við betri svör í næstu viku. Ég hef verið að reyna að komast inn á bardagakvöldið í London 18. mars. Það var orðið fullt þar en svo höfðu þeir samband og sögðu að mögulega væri hægt að vinna eitthvað með þetta,“ segir Gunnar en allir voru búnir að afskrifa London á dögunum en UFC hefur opnað glugga. „Ég vil nú ekki gera mér of miklar vonir. Mig langaði að komast á þetta bardagakvöld og frábært fyrir alla hérna heima að geta hoppað yfir. Það er ekki alveg úr myndinni en ég myndi ekki panta miða alveg strax.“ Nú er það spurning við hvern Gunnar berst. Það hefur verið rætt um að taka upp þráðinn á ný með Kóreubúanum. „Ef að hann er klár þá væri það helvíti sniðugt. Það hefur alveg verið rætt að ég fengi hann. Ef það gengur ekki vil ég einhvern sem er þarna í kringum mig á styrkleikalistanum,“ segir Gunnar en hann væri til að mynda mjög spenntur fyrir því að keppa við hinn skrautlega Donald „Cowboy“ Cerrone. „Það væri frábær bardagi. Hann er stórt nafn í Ameríku og ég myndi taka við honum opnum örmum.“ MMA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sjá meira
Það er farið að styttast í að Gunnar Nelson stígi aftur í búrið í UFC og hugsanlega verður næsti bardagi hans staðfestur í næstu viku. Gunnar barðist síðast við Rússann Albert Tumenov í maí á síðasta ári. Hann átti svo að berjast við Kóreubúann Dong Hyung Kim í Belfast í nóvember en okkar maður gat ekki barist vegna ökklameiðsla. Ökklinn er nú orðinn góður og Gunnar bíður eftir jákvæðum fréttum frá UFC. „Við höfum verið að fá svör frá UFC en staðsetning og andstæðingur liggur ekki fyrir. Vonandi fáum við betri svör í næstu viku. Ég hef verið að reyna að komast inn á bardagakvöldið í London 18. mars. Það var orðið fullt þar en svo höfðu þeir samband og sögðu að mögulega væri hægt að vinna eitthvað með þetta,“ segir Gunnar en allir voru búnir að afskrifa London á dögunum en UFC hefur opnað glugga. „Ég vil nú ekki gera mér of miklar vonir. Mig langaði að komast á þetta bardagakvöld og frábært fyrir alla hérna heima að geta hoppað yfir. Það er ekki alveg úr myndinni en ég myndi ekki panta miða alveg strax.“ Nú er það spurning við hvern Gunnar berst. Það hefur verið rætt um að taka upp þráðinn á ný með Kóreubúanum. „Ef að hann er klár þá væri það helvíti sniðugt. Það hefur alveg verið rætt að ég fengi hann. Ef það gengur ekki vil ég einhvern sem er þarna í kringum mig á styrkleikalistanum,“ segir Gunnar en hann væri til að mynda mjög spenntur fyrir því að keppa við hinn skrautlega Donald „Cowboy“ Cerrone. „Það væri frábær bardagi. Hann er stórt nafn í Ameríku og ég myndi taka við honum opnum örmum.“
MMA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sjá meira