Berger: Vettel vanmat áhrif Michael Schumacher á Ferrari Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. febrúar 2017 20:30 Sebastian Vettel með skeifu. Vísir/Getty Gerhard Berger, fyrrum ökumaður og liðsstjóri í Formúlu 1 telur að Sebastian Vettel hafi vanmetið vandamál Ferrari og áhrifin sem Michael Schumacher hafði á liðið. Fjórfaldi heimsmeistarinn kom til Ferrari fyrir tímabilið 2015. Hann hafði þá unnið fjóra heimsmeistaratitla á sex tímabilum með Red Bull liðinu. Honum var ætlað mikilvægt hlutverk í endurreisn Ferrari liðsins, liðið hafði ekki unnið titil í sjö ár. Vettel byrjaði vel, vann þrjár keppnir á fyrsta tímabilinu en þurfti svo að sætta sig við að vinna ekki keppni í fyrra. Þar fyrir utan missti Ferrari Red Bull fram úr sér í heimsmeistarakeppni bílasmiða. Margt er sambærilegt með komu Vettel til Ferrari og var með komu Michael Schumacher til liðsins árið 1996. Schumacher hafði þá unnið tvo heimsmeistaratitla með Benetton liðinu. Schumacher gaf sig allan í að snúa gæfu ítalska stórveldisins við og tókst það heldur betur. Hann vann fimm heimsmeistaratitla í röð með Ferrari, en það tók tíma. Titlarnir komu ekki fyrr en á árunum 2000-2004. Ef Vettel ætlar að snúa Ferrari við á sama hraða þarf hann að skila sínum fyrsta titli fyrir liðið árið 2019. Berger ók fyrir Ferrari á sínum tíma en hann telur að Vettel hafi vanmetið vandan sem blasir við Ferrari. Eins telur Berger að Vettel hafi vanmetið hver hrein áhrif Schumacher voru á liðið. „Hann vanmat hvað Michael gerði á sínum tíma. Michael fór til Ferrari með mikið af lykilfólki frá Benetton,“ sagði Berger í samtali við Auto Motor und Sport.„Þegar Sebastian kom til Ferrari var það í sama ástandi og það er í í dag. Hann hefði einungis átt að koma til Ferrari með rassvasann fullan af lykilfólki frá Red Bull,“ bætti Berger við. „Á einhvern hátt er Ferrari komið í sömu stöðu núna og það var árið 1995, þegar ég ók fyrir liðið,“ sagði Berger að lokum. Formúla Tengdar fréttir Þetta eru frumsýningardagar nýju Formúlu eitt bílanna Nýtt tímabil Formúlu 1 hefst með æfingum á Barselóna brautinni 27. febrúar. Liðin kappkosta nú við að klára 2017 bílana sína. Nokkur lið hafa þegar tilkynnt um frumsýningardag, Vísir fer yfir málið. 30. janúar 2017 18:30 Bílskúrinn: Hvernig eru Formúlu 1 bílarnir að breytast í ár? Tæknireglur Formúlu 1 breytast talsvert fyrir tímabilið og því er tilefni til að rannsaka hverjar breytingarnar eru og hvaða áhrif þær munu hafa. 31. janúar 2017 20:30 Ferrari dregur lögmæti fjöðrunar Mercedes og Red Bull í efa Ferrari hefur skrifað bréf til FIA (Alþjóða akstursíþróttasambandið) þar sem liðið dregur í efa lögmæti þeirrar fjöðrunar sem Mercedes og Red Bull hafa þróað. 4. janúar 2017 22:30 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Gerhard Berger, fyrrum ökumaður og liðsstjóri í Formúlu 1 telur að Sebastian Vettel hafi vanmetið vandamál Ferrari og áhrifin sem Michael Schumacher hafði á liðið. Fjórfaldi heimsmeistarinn kom til Ferrari fyrir tímabilið 2015. Hann hafði þá unnið fjóra heimsmeistaratitla á sex tímabilum með Red Bull liðinu. Honum var ætlað mikilvægt hlutverk í endurreisn Ferrari liðsins, liðið hafði ekki unnið titil í sjö ár. Vettel byrjaði vel, vann þrjár keppnir á fyrsta tímabilinu en þurfti svo að sætta sig við að vinna ekki keppni í fyrra. Þar fyrir utan missti Ferrari Red Bull fram úr sér í heimsmeistarakeppni bílasmiða. Margt er sambærilegt með komu Vettel til Ferrari og var með komu Michael Schumacher til liðsins árið 1996. Schumacher hafði þá unnið tvo heimsmeistaratitla með Benetton liðinu. Schumacher gaf sig allan í að snúa gæfu ítalska stórveldisins við og tókst það heldur betur. Hann vann fimm heimsmeistaratitla í röð með Ferrari, en það tók tíma. Titlarnir komu ekki fyrr en á árunum 2000-2004. Ef Vettel ætlar að snúa Ferrari við á sama hraða þarf hann að skila sínum fyrsta titli fyrir liðið árið 2019. Berger ók fyrir Ferrari á sínum tíma en hann telur að Vettel hafi vanmetið vandan sem blasir við Ferrari. Eins telur Berger að Vettel hafi vanmetið hver hrein áhrif Schumacher voru á liðið. „Hann vanmat hvað Michael gerði á sínum tíma. Michael fór til Ferrari með mikið af lykilfólki frá Benetton,“ sagði Berger í samtali við Auto Motor und Sport.„Þegar Sebastian kom til Ferrari var það í sama ástandi og það er í í dag. Hann hefði einungis átt að koma til Ferrari með rassvasann fullan af lykilfólki frá Red Bull,“ bætti Berger við. „Á einhvern hátt er Ferrari komið í sömu stöðu núna og það var árið 1995, þegar ég ók fyrir liðið,“ sagði Berger að lokum.
Formúla Tengdar fréttir Þetta eru frumsýningardagar nýju Formúlu eitt bílanna Nýtt tímabil Formúlu 1 hefst með æfingum á Barselóna brautinni 27. febrúar. Liðin kappkosta nú við að klára 2017 bílana sína. Nokkur lið hafa þegar tilkynnt um frumsýningardag, Vísir fer yfir málið. 30. janúar 2017 18:30 Bílskúrinn: Hvernig eru Formúlu 1 bílarnir að breytast í ár? Tæknireglur Formúlu 1 breytast talsvert fyrir tímabilið og því er tilefni til að rannsaka hverjar breytingarnar eru og hvaða áhrif þær munu hafa. 31. janúar 2017 20:30 Ferrari dregur lögmæti fjöðrunar Mercedes og Red Bull í efa Ferrari hefur skrifað bréf til FIA (Alþjóða akstursíþróttasambandið) þar sem liðið dregur í efa lögmæti þeirrar fjöðrunar sem Mercedes og Red Bull hafa þróað. 4. janúar 2017 22:30 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Þetta eru frumsýningardagar nýju Formúlu eitt bílanna Nýtt tímabil Formúlu 1 hefst með æfingum á Barselóna brautinni 27. febrúar. Liðin kappkosta nú við að klára 2017 bílana sína. Nokkur lið hafa þegar tilkynnt um frumsýningardag, Vísir fer yfir málið. 30. janúar 2017 18:30
Bílskúrinn: Hvernig eru Formúlu 1 bílarnir að breytast í ár? Tæknireglur Formúlu 1 breytast talsvert fyrir tímabilið og því er tilefni til að rannsaka hverjar breytingarnar eru og hvaða áhrif þær munu hafa. 31. janúar 2017 20:30
Ferrari dregur lögmæti fjöðrunar Mercedes og Red Bull í efa Ferrari hefur skrifað bréf til FIA (Alþjóða akstursíþróttasambandið) þar sem liðið dregur í efa lögmæti þeirrar fjöðrunar sem Mercedes og Red Bull hafa þróað. 4. janúar 2017 22:30