Endurkoma kóreska uppvakningsins Pétur Marinó Jónsson skrifar 4. febrúar 2017 22:45 Chan Sung Jung með "Twister“. Vísir/Getty Í nótt fer fram áhugavert bardagakvöld í Houston, Texas. Í aðalbardaga kvöldsins snýr kóreski uppvakningurinn aftur eftir langt hlé.Chan Sung Jung er ekki þekktasta nafnið í bransanum en hann er aðeins þekktari undir viðurnefni sínu, „The Korean Zombie“. Þetta er eitt skemmtilegast og frumlegasta viðurnefnið í dag en nafnið er þó ekki alveg út í bláinn. Jung er auðvitað kóreskur en hann berst að vissu leyti eins og uppvakningur. Það þarf mikið til að stoppa hann og virðist hann geta vaðið í gegnum eld og brennistein án þess að blikna. Í kvöld snýr hann aftur eftir langt hlé en síðast barðist hann í ágúst 2013. Óhætt er að segja að tímarnir séu gjörólíkir í dag en þegar Jung barðist síðast voru þau Conor McGregor og Ronda Rousey bara búin með einn bardaga í UFC. Í hans síðasta bardaga mætti hann Jose Aldo og tapaði eftir tæknilegt rothögg. Jung var óheppinn í bardaganum þar sem öxlin hans datt úr lið í 4. lotu og var Aldo ekki lengi að klára einhentan Jung. Það tók hann tæpt ár að jafna sig á axlarmeiðslunum en hefur ekki enn barist síðan þar sem hann þurfti að sinna tveggja ára herskyldu sinni í Suður-Kóreu. Hann kláraði herskylduna í lok síðasta árs og er nú kominn aftur á fullt. Hann fær verðugt verkefni í nótt þegar hann mætir Dennis Bermudez. Jung átti góðu gengi að fagna áður en hann fór í herinn en mætti aldrei andstæðingi eins og Bermudez. Sá bandaríski er öflugur glímumaður, höggþungur og afar líkamlega sterkur. Þetta gæti orðið erfitt fyrir hinn vinsæla Jung en hvorugur er þekktur fyrir að vera í leiðinlegum bardögum. Bardagi Jung gegn Dustin Poirier var einn besti bardagi ársins 2012 og sigur hans eftir uppgjafartak gegn Leonard Garcia var valið uppgjafartak ársins 2011. Jung er enn þann dag í dag sá eini sem náð hefur svo kölluðum „Twister“ í sögu UFC. Uppgjafartakið snýst um að snúa upp á hrygg andstæðingsins og er alls ekki þægilegt (sjá hér). Það er því ekki að ástæðulausu sem bardagaaðdáendur eru spenntir fyrir endurkomu kóreska uppvakningsins. Þeir Bermudez og Jung berjast í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Houston kvöld. Bardagarnir verða sýndir á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 3. MMA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Sjá meira
Í nótt fer fram áhugavert bardagakvöld í Houston, Texas. Í aðalbardaga kvöldsins snýr kóreski uppvakningurinn aftur eftir langt hlé.Chan Sung Jung er ekki þekktasta nafnið í bransanum en hann er aðeins þekktari undir viðurnefni sínu, „The Korean Zombie“. Þetta er eitt skemmtilegast og frumlegasta viðurnefnið í dag en nafnið er þó ekki alveg út í bláinn. Jung er auðvitað kóreskur en hann berst að vissu leyti eins og uppvakningur. Það þarf mikið til að stoppa hann og virðist hann geta vaðið í gegnum eld og brennistein án þess að blikna. Í kvöld snýr hann aftur eftir langt hlé en síðast barðist hann í ágúst 2013. Óhætt er að segja að tímarnir séu gjörólíkir í dag en þegar Jung barðist síðast voru þau Conor McGregor og Ronda Rousey bara búin með einn bardaga í UFC. Í hans síðasta bardaga mætti hann Jose Aldo og tapaði eftir tæknilegt rothögg. Jung var óheppinn í bardaganum þar sem öxlin hans datt úr lið í 4. lotu og var Aldo ekki lengi að klára einhentan Jung. Það tók hann tæpt ár að jafna sig á axlarmeiðslunum en hefur ekki enn barist síðan þar sem hann þurfti að sinna tveggja ára herskyldu sinni í Suður-Kóreu. Hann kláraði herskylduna í lok síðasta árs og er nú kominn aftur á fullt. Hann fær verðugt verkefni í nótt þegar hann mætir Dennis Bermudez. Jung átti góðu gengi að fagna áður en hann fór í herinn en mætti aldrei andstæðingi eins og Bermudez. Sá bandaríski er öflugur glímumaður, höggþungur og afar líkamlega sterkur. Þetta gæti orðið erfitt fyrir hinn vinsæla Jung en hvorugur er þekktur fyrir að vera í leiðinlegum bardögum. Bardagi Jung gegn Dustin Poirier var einn besti bardagi ársins 2012 og sigur hans eftir uppgjafartak gegn Leonard Garcia var valið uppgjafartak ársins 2011. Jung er enn þann dag í dag sá eini sem náð hefur svo kölluðum „Twister“ í sögu UFC. Uppgjafartakið snýst um að snúa upp á hrygg andstæðingsins og er alls ekki þægilegt (sjá hér). Það er því ekki að ástæðulausu sem bardagaaðdáendur eru spenntir fyrir endurkomu kóreska uppvakningsins. Þeir Bermudez og Jung berjast í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Houston kvöld. Bardagarnir verða sýndir á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 3.
MMA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Sjá meira