Bandaríkjamenn beita Írana þvingunum Þórgnýr einar Albertsson skrifar 4. febrúar 2017 07:00 Stjórn Trumps beitir Írana viðskiptaþvingunum. Nordicphotos/AFP Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ákvað í gær að beita Írana viðskiptaþvingunum vegna nýrra eldflaugatilrauna þeirra. Ákvörðunin beinist gegn þrettán einstaklingum og tólf fyrirtækjum sem annaðhvort eru írönsk eða tengjast írönskum stjórnvöldum. Verða eignir viðkomandi í Bandaríkjunum frystar og Bandaríkjamönnum verður meinað að stunda viðskipti við viðkomandi aðila. „Þessar aðgerðir endurspegla skuldbindingu Bandaríkjanna gagnvart því að framfylgja þvingunaraðgerðum gegn Írönum vegna eldflaugaverkefnis þeirra og tilrauna þeirra til þess að koma á óreiðu á svæðinu,“ segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna. Þá er aðgerðin talin tengjast tilskipun Trumps um að meina ríkisborgurum sjö þjóða í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum inngöngu í Bandaríkin. Eitt þeirra ríkja er Íran. Vegna tilskipunarinnar bönnuðu írönsk stjórnvöld bandarískum glímuköppum sem áttu að keppa á móti í höfuðborginni Teheran að koma til landsins. Sjálfur tjáði Trump sig um eldflaugatilraunir Írana á Twitter í gær. „Íranar leika sér að eldinum. Þeir átta sig ekki á því hversu linur Obama forseti var í þeirra garð. Það verð ég ekki,“ skrifaði Trump og vísaði þar til forvera síns í starfi. Írönsk stjórnvöld svara Trump hins vegar fullum hálsi. Ali-Akbar Velayati, utanríkismálaráðgjafi æðstaklerksins Khamenei, sagði að Bandaríkin myndu tapa þessari deilu. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem barnalegur Bandaríkjamaður hótar Írönum,“ sagði hann í gær. Árið 2015 komust Íranar að samkomulagi við Bandaríkin, Bretland, Rússland, Frakkland, Kína, Þýskaland og Evrópusambandið um að hætta þróun kjarnorkuvopna gegn því að viðskiptaþvingunum yrði aflétt. Ráðamenn í Bandaríkjunum halda því fram að nýjar tilraunir brjóti á þessu samkomulagi. Því neita Íranar. Tilraunirnar eru sagðar liður í að styrkja varnir ríkisins. Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki komist að niðurstöðu um hvort tilraunirnar brjóti á samkomulaginu. Áður en tilkynnt var um nýjar þvinganir sagði utanríkisráðherra Írans, Mohammad Javad Zarif, að hótanir myndu ekki bíta á írönsk stjórnvöld. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íranar staðfesta eldflaugaskot Segjast ekki hafa brotið gegn kjarnorkusamkomulaginu. 1. febrúar 2017 11:57 Senda Íran viðvörun vegna eldflaugatilrauna Bandarísk yfirvöld útiloka ekki að þau grípi til aðgerða til að bregðast við eldflaugatilraunum Írana. 2. febrúar 2017 22:04 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ákvað í gær að beita Írana viðskiptaþvingunum vegna nýrra eldflaugatilrauna þeirra. Ákvörðunin beinist gegn þrettán einstaklingum og tólf fyrirtækjum sem annaðhvort eru írönsk eða tengjast írönskum stjórnvöldum. Verða eignir viðkomandi í Bandaríkjunum frystar og Bandaríkjamönnum verður meinað að stunda viðskipti við viðkomandi aðila. „Þessar aðgerðir endurspegla skuldbindingu Bandaríkjanna gagnvart því að framfylgja þvingunaraðgerðum gegn Írönum vegna eldflaugaverkefnis þeirra og tilrauna þeirra til þess að koma á óreiðu á svæðinu,“ segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna. Þá er aðgerðin talin tengjast tilskipun Trumps um að meina ríkisborgurum sjö þjóða í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum inngöngu í Bandaríkin. Eitt þeirra ríkja er Íran. Vegna tilskipunarinnar bönnuðu írönsk stjórnvöld bandarískum glímuköppum sem áttu að keppa á móti í höfuðborginni Teheran að koma til landsins. Sjálfur tjáði Trump sig um eldflaugatilraunir Írana á Twitter í gær. „Íranar leika sér að eldinum. Þeir átta sig ekki á því hversu linur Obama forseti var í þeirra garð. Það verð ég ekki,“ skrifaði Trump og vísaði þar til forvera síns í starfi. Írönsk stjórnvöld svara Trump hins vegar fullum hálsi. Ali-Akbar Velayati, utanríkismálaráðgjafi æðstaklerksins Khamenei, sagði að Bandaríkin myndu tapa þessari deilu. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem barnalegur Bandaríkjamaður hótar Írönum,“ sagði hann í gær. Árið 2015 komust Íranar að samkomulagi við Bandaríkin, Bretland, Rússland, Frakkland, Kína, Þýskaland og Evrópusambandið um að hætta þróun kjarnorkuvopna gegn því að viðskiptaþvingunum yrði aflétt. Ráðamenn í Bandaríkjunum halda því fram að nýjar tilraunir brjóti á þessu samkomulagi. Því neita Íranar. Tilraunirnar eru sagðar liður í að styrkja varnir ríkisins. Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki komist að niðurstöðu um hvort tilraunirnar brjóti á samkomulaginu. Áður en tilkynnt var um nýjar þvinganir sagði utanríkisráðherra Írans, Mohammad Javad Zarif, að hótanir myndu ekki bíta á írönsk stjórnvöld. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íranar staðfesta eldflaugaskot Segjast ekki hafa brotið gegn kjarnorkusamkomulaginu. 1. febrúar 2017 11:57 Senda Íran viðvörun vegna eldflaugatilrauna Bandarísk yfirvöld útiloka ekki að þau grípi til aðgerða til að bregðast við eldflaugatilraunum Írana. 2. febrúar 2017 22:04 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Íranar staðfesta eldflaugaskot Segjast ekki hafa brotið gegn kjarnorkusamkomulaginu. 1. febrúar 2017 11:57
Senda Íran viðvörun vegna eldflaugatilrauna Bandarísk yfirvöld útiloka ekki að þau grípi til aðgerða til að bregðast við eldflaugatilraunum Írana. 2. febrúar 2017 22:04