Akureyringar koma vel undan HM-fríinu | Unnu Valsmenn sannfærandi í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2017 19:29 Kristján Orri Jóhannsson. Vísir/Andri Marinó Akureyringar hafa greinilega nýtt HM-fríið vel því þeir unnu sex marka sigur á Valsmönnum, 27-21, í sautjándu umferð Olís-deildar karla í handbolta í KA-húsinu á Akureyri í kvöld. Valsmenn voru fjórum sætum og sjö stigum ofar en norðanmenn í töflunni fyrir leikinn en Hlíðarendapiltar fóru stigalausir suður. Akureyri fór inn í HM-fríið með tvo tapleiki á bakinu en það var mikilvægt fyrir liðið að byrja vel eftir þetta langa frá. Norðanmenn eru í bæði fallbaráttu og að berjast um sæti í úrslitakeppninni. Kristján Orri Jóhannsson skoraði sjö mörk fyrir Akureyrarliðið og þeir Róbert Sigurðarson og Mindaugas Dumcius voru með fjögur mörk. Orri Freyr Gíslason skoraði fimm fyrir Valsliðið en öll komu þau í fyrri hálfleiknum. Arnar Þór Fylkisson var frábær í marki Akureyrar í seinni hálfleiknum. Bergvin Þór Gíslason lék sinn fyrsta leik á tímabilinu og munar mikið um hann fyrir norðanmenn. Bergvin Þór skoraði þrjú mörk og var líka að búa til mörk fyrir félaga sína. Valsmenn voru allt annað en sannfærandi í sínum leik og litu ekki út fyrir að vera lið sem ætlar að berjast um efstu sæti deildarinnar. Akureyringar voru skrefinu fram eftir fyrri hálfleiknum en Valsmenn náðu síðan fumkvæðinu eftir miðjan hálfleikinn. Norðanmenn skoruðu hinsvegar tvö síðustu mörk hálfleiksins og það síðara skoraði Róbert Sigurðarson beint úr aukakasti eftir að leiktímanum lauk og kom Akureyri í 13-12 fyrir hálfleik. Markið hans Róberts hafði frábær áhrif á norðanmenn sem mættu af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn. Akureyrarliðið skoraði tvö fyrstu mörk seinni hálfleiksins og var þar með komið þremur mörkum yfir, 15-12. Arnar Þór Fylkisson átti góða innkomu í mark Akureyringa í seinni hálfleiknum og Akureyri var komið sex mörkum yfir, 23-17, þegar fjórtán mínútur voru eftir. Valsmenn minnkuðu muninn niður í fjögur mörk en nær komust þeir ekki og Akureyringar lönduðu frábærum sigri með sannfærandi lokaspretti.Akureyri - Valur 27-21 (13-12)Mörk Akureyrar: Kristján Orri Jóhannsson 7, Róbert Sigurðarson 4, Mindaugas Dumcius 4, Igor Kopyshynskyi 3, Bergvin Þór Gíslason 3, Andri Snær Stefánsson 2, Friðrik Svavarsson 2, Sigþór Árni Heimisson 2.Mörk Vals: Orri Freyr Gíslason 5, Sveinn Aron Sveinsson 4, Ólafur Ægir Ólafsson 3, Josip Juric Gric 3, Heiðar Þór Aðalsteinsson 2, Anton Rúnarsson 2, Alexander Örn Júlíusson 1, Ýmir Örn Gíslason 1. Olís-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Fleiri fréttir Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
Akureyringar hafa greinilega nýtt HM-fríið vel því þeir unnu sex marka sigur á Valsmönnum, 27-21, í sautjándu umferð Olís-deildar karla í handbolta í KA-húsinu á Akureyri í kvöld. Valsmenn voru fjórum sætum og sjö stigum ofar en norðanmenn í töflunni fyrir leikinn en Hlíðarendapiltar fóru stigalausir suður. Akureyri fór inn í HM-fríið með tvo tapleiki á bakinu en það var mikilvægt fyrir liðið að byrja vel eftir þetta langa frá. Norðanmenn eru í bæði fallbaráttu og að berjast um sæti í úrslitakeppninni. Kristján Orri Jóhannsson skoraði sjö mörk fyrir Akureyrarliðið og þeir Róbert Sigurðarson og Mindaugas Dumcius voru með fjögur mörk. Orri Freyr Gíslason skoraði fimm fyrir Valsliðið en öll komu þau í fyrri hálfleiknum. Arnar Þór Fylkisson var frábær í marki Akureyrar í seinni hálfleiknum. Bergvin Þór Gíslason lék sinn fyrsta leik á tímabilinu og munar mikið um hann fyrir norðanmenn. Bergvin Þór skoraði þrjú mörk og var líka að búa til mörk fyrir félaga sína. Valsmenn voru allt annað en sannfærandi í sínum leik og litu ekki út fyrir að vera lið sem ætlar að berjast um efstu sæti deildarinnar. Akureyringar voru skrefinu fram eftir fyrri hálfleiknum en Valsmenn náðu síðan fumkvæðinu eftir miðjan hálfleikinn. Norðanmenn skoruðu hinsvegar tvö síðustu mörk hálfleiksins og það síðara skoraði Róbert Sigurðarson beint úr aukakasti eftir að leiktímanum lauk og kom Akureyri í 13-12 fyrir hálfleik. Markið hans Róberts hafði frábær áhrif á norðanmenn sem mættu af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn. Akureyrarliðið skoraði tvö fyrstu mörk seinni hálfleiksins og var þar með komið þremur mörkum yfir, 15-12. Arnar Þór Fylkisson átti góða innkomu í mark Akureyringa í seinni hálfleiknum og Akureyri var komið sex mörkum yfir, 23-17, þegar fjórtán mínútur voru eftir. Valsmenn minnkuðu muninn niður í fjögur mörk en nær komust þeir ekki og Akureyringar lönduðu frábærum sigri með sannfærandi lokaspretti.Akureyri - Valur 27-21 (13-12)Mörk Akureyrar: Kristján Orri Jóhannsson 7, Róbert Sigurðarson 4, Mindaugas Dumcius 4, Igor Kopyshynskyi 3, Bergvin Þór Gíslason 3, Andri Snær Stefánsson 2, Friðrik Svavarsson 2, Sigþór Árni Heimisson 2.Mörk Vals: Orri Freyr Gíslason 5, Sveinn Aron Sveinsson 4, Ólafur Ægir Ólafsson 3, Josip Juric Gric 3, Heiðar Þór Aðalsteinsson 2, Anton Rúnarsson 2, Alexander Örn Júlíusson 1, Ýmir Örn Gíslason 1.
Olís-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Fleiri fréttir Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira