Öll fjögur virkustu eldfjöllin í einhvers konar ham Birgir Olgeirsson skrifar 2. febrúar 2017 12:00 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur fylgist vel með fjórum virkustu eldfjöllum landsins. Vísir „Skjálftavirknin segir okkur við þurfum að vera meira á varðbergi en venjulega en ekki mikið meira en það í bili. Hún er að reyna að segja okkur eitthvað meira en við kannski skiljum það ekki alveg,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um hvaða þýðingu þessi aukna jarðskjálftavirkni í Kötlu hefur. Vísindaráð almannavarna greindi frá því í síðustu viku að þegar virkni vex í Kötlu eins og nú er, þá verður að telja að líkur á eldgosi séu meiri en venjulega og þurfi vöktunar- og viðbragðsaðilar að hafa það í huga. En það er ekki bara skjálftavirkni í Kötlu. Páll Einarsson segir að fjögur virkustu eldfjöllin á Íslandi séu öll í einhvers konar ham, þó ekki hafi orðið vart við gosóróa. Að minnsta kosti 30 eldstöðvakerfi eru á Íslandi en Páll segir að fylgst sé með þeim öllum. Hins vegar þarf að flokka þau niður og athuga hver þeirra eru að gera ekki neitt og hver þeirra eru í einhverjum ham. „Þá kemur í ljós að öll þessi virkustu eldfjöll, sem eru þessi fjögur virkustu, Hekla, Katla, Grímsvötn og Bárðarbunga, eru öll í einhverjum ham,“ segir Páll.Grímsvötn stefna greinilega í nýtt gos Jarðeðlisfræðingurinn segir Grímsvötn greinilega stefna í nýtt gos. „Þau eru búin að haga sér tiltölulega reglulega síðasta áratuginn með gos 1998 og 2004 og 2011. Það er vaxandi skjálftavirkni þar, hægt og rólega, og það stefnir í gos þar á næstu fáu árum,“ segir Páll. Þegar kemur að Bárðarbungu er hún í heldur hægari takti. „Þar voru umbrot í sambandi við Gjálpargosið 1996 og svo náttúrlega stóra Holuhraunsgosið 2014 og 2015 og það er greinilegt að hún er að byrja undirbúa næsta þátt en það er kannski enn þá lengra í að það verði að gosi. En það er sennilega vaxandi þrýstingur í fjallinu sem lýsir sér í stöðugri skjálftavirkni sem er búin að standa yfir síðan 2015.“Frá gosi í Grímsvötnum árið 2011.Vísir/Egill AðalsteinssonMeð órólegri árum varðandi Kötlu Katla sýni aðra hegðun. „Hún er búin að vera skjáfltavirk að minnsta kosti í þessi 60 ár sem hefur verið fylgst með henni. Sum árin er hún óróleg og sum árin er hún minna óróleg og þetta ár núna, frá því í haust, er búið að vera með órólegri árum en það er þó ekki orðið neitt met ár.“ Páll segir Heklu í einhverjum takti þó hún sýni ekki skjálftavirkni. „Það er hennar sérhegðun, þau eru öll með sín skapgerðareinkenni sem þarf að læra á.“ Fylgst sé bæði með skjálftum og jarðskorpuhreyfingum. „Það er að segja hvernig yfirborðið bjagast til og beyglast. Það endurspeglar hvað er að gerast í rótum fjallanna. Katla hefur sýnt hreyfingar en ósköp litlar hreyfingar og eiginlega ekki í samræmi við alla þessa skjálftavirkni sem er þar. Með GPS mælingum er hægt að fylgjast með því frá degi til dags hvað hreyfist í kringum allar þessar eldstöðvar. Jarðskorpumælingar sýni vaxandi þrýsting undir Heklu og Bárðarbungu og sömuleiðis Grímsvötnum. „Katla er svolítið tvístígandi, það gengur á víxl upp og niður.“Katla er ein af virkustu eldstöðvum ÍslandsVísir/VilhelmRétt að hafa varan á í kringum eldstöðvar Hann segir hins vegar erfitt að spá fyrir hvenær næsta gos verður. „Við getum verið sæmilega viss um að við munum sjá þegar fer að draga til tíðinda. Ekki þó með miklu öryggi, gos getur byrjað fyrirvaralítið sérstaklega í Heklu sem er fræg fyrir það,“ segir Páll en það yrði þó fyrirvari sem gæti náð klukkutíma. „Við getum lítið sagt hvað gerist í næstu viku en við getum sagt hvað gerist á næsta klukkutíma.“ Páll segir réttast að hafa varann á kringum þessar eldstöðvar og þá sérstaklega Kötlu. „Í sambandi við Kötlu er alltaf rétt að hafa varann á. Flóðin sem fylgja gosbyrjun þar geta komið nokkuð snögglega og farið yfir staði þar sem fólk er að jafnaði. Eins og við sporð Sólheimajökuls, þar getur komið flóð með tiltölulega stuttum fyrirvara, og eins og á Mýrdalssandi þar sem stóru Kötluhlaupin hafa komið fram. Það er alltaf ástæða til að vera með varann á sér.“Búast má við jökulhlaupumÁ vef almannavarna kemur fram að við Kötlugos megi búast við jökulhlaupum undan Kötlujökli og fram úr Krika út á Mýrdalssand, undan Sólheimajökli út á Sólheima- og Skógasand og undan Entujökli út í farveg Markarfljóts.Við Kötlugos má búast við jökulhlaupum undan Sólheimajökli út á Sólheima- og Skógasand.Vísir/VilhelmFrá landnámsöld hafa langflest hlaup fallið niður á Mýrdalssand en einungis örfá niður á Sólheima- og Skógasand. Stór jökulhlaup hafa einnig farið niður Markarfljót á um 500 – 800 ára fresti síðustu 7000 ár og síðast líklega fyrir um 1200 árum. Talið er að rennsli í stærstu hlaupunum niður Markarfljót hafi verið 100.000 – 300.000 m3/sek. Stærri hlaupin eru talin hafa flætt yfir mestallan hluta flatlendisins milli Eyjafjalla og Þjórsár og miðað við núverandi byggð myndu Landeyjar og Þykkvibær lenda undir slíku hlaupi.Geta orðið hlaupum að bráð Líklegasta afleiðing jökulhlaupa undan Mýrdals- og Eyjafjallajökli er rof á samgöngumannvirkjum (vegir og brýr), rafmagns- og símalínum og ljósleiðara. Þá getur vatnsveita til Vestmannaeyja rofnað ef hlaup verður um Markarfljót. Alvarlegustu afleiðingar jökulhlaupa geta orðið að fólk, búsmali, hús og tæki geta orðið hlaupum að bráð.Mökkurinn svo myrkur að ekki sé ratljóst innan hans Afleiðingar gjóskufalls frá eldgosum koma fram undan vindi á hverjum tíma frá eldstöðinni. Mökkurinn getur orðið svo myrkur að ekki sé ratljóst innan hans. Eiturefni og aska geta torveldað öndun og lungu skaddast. Gjóskufall á raflínur, tengivirki og loftnetsbúnað geta valdið skammhlaupi og skemmdum, sérstaklega í votviðri. Fólk sem ekki kemst í skjól undan öskufalli getur beðið bana af.Lífshætta getur skapast af eldingum en mikið stöðurafmagn myndast í lofti sem bundið er við gosmökk.Vísir/GettyLífshætta getur skapast af eldingum Afleiðing stöðurafmagns í lofti sem bundið er við gosmökkinn, eru truflanir og skemmdir á rafbúnaði, síma- og talstöðvabúnaði og mannvirkjum. Lífshætta getur skapast af eldingum og dæmi eru um að manntjón hefur orðið vegna eldinga úr gosmekki Kötlu í allt að 30 – 40 km fjarlægð frá eldstöðinni. Flóðbylgjur á sjó myndast þegar jökulhlaupið nær til sjávar og annálar herma að árið 1918 hafi áttæringur sem var í fjöruborði í Vestmannaeyjum kastast á land. Þá var talið að flóðbylgju hafi orðið vart allt vestur fyrir Reykjanes. Kötlueldstöðin er ein stærsta megineldstöð landsins. Hún er um 30 kílómetrar í þvermál og hæstu kollar rísa í yfir 1400 metra hæð yfir sjó. Í miðju eldstöðvarinnar er Kötluaskjan um 100 ferkílómetrar að stærð og all að 700 metra þykkur ís og skiptist askjan í þrjú vatnasvæði: Vatnasvæði Kötlujökuls, Sólheimajökuls og Entujökuls Langflest gos Kötlu á sögulegum tíma hafa verið á vatnasvæði Kötlujökuls.Hér má sjá fjögur virkustu eldfjöll landsins á korti.Loftmyndir ehf. Eldgos og jarðhræringar Katla Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af ferðamönnum vegna Kötlugoss Lögregluyfirvöld á Suðurlandi hafa áhyggjur af því að rýmingaráætlanir vegna Kötlugoss taki ekki til aukins fjölda ferðamanna hér á landi. 27. janúar 2017 21:30 Líkur á Kötlugosi meiri en venjulega Vísindaráð kom saman til fundar í dag vegna skjálftavirkni í Kötlu. 27. janúar 2017 14:50 Engar upplýsingar um fjölda ferðamanna á rýmingarsvæðinu í kringum Kötlu Yfirvöld hafa ekki upplýsingar um fjölda þeirra ferðamanna sem eru á rýmingarsvæðinu í kringum Kötlu komi til eldgoss. 31. janúar 2017 19:32 Fengum sýnishorn af stóru Kötlugosi árið 2011 „Það olli engum rosalegum vandræðum.“ 30. september 2016 14:20 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Sjá meira
„Skjálftavirknin segir okkur við þurfum að vera meira á varðbergi en venjulega en ekki mikið meira en það í bili. Hún er að reyna að segja okkur eitthvað meira en við kannski skiljum það ekki alveg,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um hvaða þýðingu þessi aukna jarðskjálftavirkni í Kötlu hefur. Vísindaráð almannavarna greindi frá því í síðustu viku að þegar virkni vex í Kötlu eins og nú er, þá verður að telja að líkur á eldgosi séu meiri en venjulega og þurfi vöktunar- og viðbragðsaðilar að hafa það í huga. En það er ekki bara skjálftavirkni í Kötlu. Páll Einarsson segir að fjögur virkustu eldfjöllin á Íslandi séu öll í einhvers konar ham, þó ekki hafi orðið vart við gosóróa. Að minnsta kosti 30 eldstöðvakerfi eru á Íslandi en Páll segir að fylgst sé með þeim öllum. Hins vegar þarf að flokka þau niður og athuga hver þeirra eru að gera ekki neitt og hver þeirra eru í einhverjum ham. „Þá kemur í ljós að öll þessi virkustu eldfjöll, sem eru þessi fjögur virkustu, Hekla, Katla, Grímsvötn og Bárðarbunga, eru öll í einhverjum ham,“ segir Páll.Grímsvötn stefna greinilega í nýtt gos Jarðeðlisfræðingurinn segir Grímsvötn greinilega stefna í nýtt gos. „Þau eru búin að haga sér tiltölulega reglulega síðasta áratuginn með gos 1998 og 2004 og 2011. Það er vaxandi skjálftavirkni þar, hægt og rólega, og það stefnir í gos þar á næstu fáu árum,“ segir Páll. Þegar kemur að Bárðarbungu er hún í heldur hægari takti. „Þar voru umbrot í sambandi við Gjálpargosið 1996 og svo náttúrlega stóra Holuhraunsgosið 2014 og 2015 og það er greinilegt að hún er að byrja undirbúa næsta þátt en það er kannski enn þá lengra í að það verði að gosi. En það er sennilega vaxandi þrýstingur í fjallinu sem lýsir sér í stöðugri skjálftavirkni sem er búin að standa yfir síðan 2015.“Frá gosi í Grímsvötnum árið 2011.Vísir/Egill AðalsteinssonMeð órólegri árum varðandi Kötlu Katla sýni aðra hegðun. „Hún er búin að vera skjáfltavirk að minnsta kosti í þessi 60 ár sem hefur verið fylgst með henni. Sum árin er hún óróleg og sum árin er hún minna óróleg og þetta ár núna, frá því í haust, er búið að vera með órólegri árum en það er þó ekki orðið neitt met ár.“ Páll segir Heklu í einhverjum takti þó hún sýni ekki skjálftavirkni. „Það er hennar sérhegðun, þau eru öll með sín skapgerðareinkenni sem þarf að læra á.“ Fylgst sé bæði með skjálftum og jarðskorpuhreyfingum. „Það er að segja hvernig yfirborðið bjagast til og beyglast. Það endurspeglar hvað er að gerast í rótum fjallanna. Katla hefur sýnt hreyfingar en ósköp litlar hreyfingar og eiginlega ekki í samræmi við alla þessa skjálftavirkni sem er þar. Með GPS mælingum er hægt að fylgjast með því frá degi til dags hvað hreyfist í kringum allar þessar eldstöðvar. Jarðskorpumælingar sýni vaxandi þrýsting undir Heklu og Bárðarbungu og sömuleiðis Grímsvötnum. „Katla er svolítið tvístígandi, það gengur á víxl upp og niður.“Katla er ein af virkustu eldstöðvum ÍslandsVísir/VilhelmRétt að hafa varan á í kringum eldstöðvar Hann segir hins vegar erfitt að spá fyrir hvenær næsta gos verður. „Við getum verið sæmilega viss um að við munum sjá þegar fer að draga til tíðinda. Ekki þó með miklu öryggi, gos getur byrjað fyrirvaralítið sérstaklega í Heklu sem er fræg fyrir það,“ segir Páll en það yrði þó fyrirvari sem gæti náð klukkutíma. „Við getum lítið sagt hvað gerist í næstu viku en við getum sagt hvað gerist á næsta klukkutíma.“ Páll segir réttast að hafa varann á kringum þessar eldstöðvar og þá sérstaklega Kötlu. „Í sambandi við Kötlu er alltaf rétt að hafa varann á. Flóðin sem fylgja gosbyrjun þar geta komið nokkuð snögglega og farið yfir staði þar sem fólk er að jafnaði. Eins og við sporð Sólheimajökuls, þar getur komið flóð með tiltölulega stuttum fyrirvara, og eins og á Mýrdalssandi þar sem stóru Kötluhlaupin hafa komið fram. Það er alltaf ástæða til að vera með varann á sér.“Búast má við jökulhlaupumÁ vef almannavarna kemur fram að við Kötlugos megi búast við jökulhlaupum undan Kötlujökli og fram úr Krika út á Mýrdalssand, undan Sólheimajökli út á Sólheima- og Skógasand og undan Entujökli út í farveg Markarfljóts.Við Kötlugos má búast við jökulhlaupum undan Sólheimajökli út á Sólheima- og Skógasand.Vísir/VilhelmFrá landnámsöld hafa langflest hlaup fallið niður á Mýrdalssand en einungis örfá niður á Sólheima- og Skógasand. Stór jökulhlaup hafa einnig farið niður Markarfljót á um 500 – 800 ára fresti síðustu 7000 ár og síðast líklega fyrir um 1200 árum. Talið er að rennsli í stærstu hlaupunum niður Markarfljót hafi verið 100.000 – 300.000 m3/sek. Stærri hlaupin eru talin hafa flætt yfir mestallan hluta flatlendisins milli Eyjafjalla og Þjórsár og miðað við núverandi byggð myndu Landeyjar og Þykkvibær lenda undir slíku hlaupi.Geta orðið hlaupum að bráð Líklegasta afleiðing jökulhlaupa undan Mýrdals- og Eyjafjallajökli er rof á samgöngumannvirkjum (vegir og brýr), rafmagns- og símalínum og ljósleiðara. Þá getur vatnsveita til Vestmannaeyja rofnað ef hlaup verður um Markarfljót. Alvarlegustu afleiðingar jökulhlaupa geta orðið að fólk, búsmali, hús og tæki geta orðið hlaupum að bráð.Mökkurinn svo myrkur að ekki sé ratljóst innan hans Afleiðingar gjóskufalls frá eldgosum koma fram undan vindi á hverjum tíma frá eldstöðinni. Mökkurinn getur orðið svo myrkur að ekki sé ratljóst innan hans. Eiturefni og aska geta torveldað öndun og lungu skaddast. Gjóskufall á raflínur, tengivirki og loftnetsbúnað geta valdið skammhlaupi og skemmdum, sérstaklega í votviðri. Fólk sem ekki kemst í skjól undan öskufalli getur beðið bana af.Lífshætta getur skapast af eldingum en mikið stöðurafmagn myndast í lofti sem bundið er við gosmökk.Vísir/GettyLífshætta getur skapast af eldingum Afleiðing stöðurafmagns í lofti sem bundið er við gosmökkinn, eru truflanir og skemmdir á rafbúnaði, síma- og talstöðvabúnaði og mannvirkjum. Lífshætta getur skapast af eldingum og dæmi eru um að manntjón hefur orðið vegna eldinga úr gosmekki Kötlu í allt að 30 – 40 km fjarlægð frá eldstöðinni. Flóðbylgjur á sjó myndast þegar jökulhlaupið nær til sjávar og annálar herma að árið 1918 hafi áttæringur sem var í fjöruborði í Vestmannaeyjum kastast á land. Þá var talið að flóðbylgju hafi orðið vart allt vestur fyrir Reykjanes. Kötlueldstöðin er ein stærsta megineldstöð landsins. Hún er um 30 kílómetrar í þvermál og hæstu kollar rísa í yfir 1400 metra hæð yfir sjó. Í miðju eldstöðvarinnar er Kötluaskjan um 100 ferkílómetrar að stærð og all að 700 metra þykkur ís og skiptist askjan í þrjú vatnasvæði: Vatnasvæði Kötlujökuls, Sólheimajökuls og Entujökuls Langflest gos Kötlu á sögulegum tíma hafa verið á vatnasvæði Kötlujökuls.Hér má sjá fjögur virkustu eldfjöll landsins á korti.Loftmyndir ehf.
Eldgos og jarðhræringar Katla Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af ferðamönnum vegna Kötlugoss Lögregluyfirvöld á Suðurlandi hafa áhyggjur af því að rýmingaráætlanir vegna Kötlugoss taki ekki til aukins fjölda ferðamanna hér á landi. 27. janúar 2017 21:30 Líkur á Kötlugosi meiri en venjulega Vísindaráð kom saman til fundar í dag vegna skjálftavirkni í Kötlu. 27. janúar 2017 14:50 Engar upplýsingar um fjölda ferðamanna á rýmingarsvæðinu í kringum Kötlu Yfirvöld hafa ekki upplýsingar um fjölda þeirra ferðamanna sem eru á rýmingarsvæðinu í kringum Kötlu komi til eldgoss. 31. janúar 2017 19:32 Fengum sýnishorn af stóru Kötlugosi árið 2011 „Það olli engum rosalegum vandræðum.“ 30. september 2016 14:20 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Sjá meira
Hafa áhyggjur af ferðamönnum vegna Kötlugoss Lögregluyfirvöld á Suðurlandi hafa áhyggjur af því að rýmingaráætlanir vegna Kötlugoss taki ekki til aukins fjölda ferðamanna hér á landi. 27. janúar 2017 21:30
Líkur á Kötlugosi meiri en venjulega Vísindaráð kom saman til fundar í dag vegna skjálftavirkni í Kötlu. 27. janúar 2017 14:50
Engar upplýsingar um fjölda ferðamanna á rýmingarsvæðinu í kringum Kötlu Yfirvöld hafa ekki upplýsingar um fjölda þeirra ferðamanna sem eru á rýmingarsvæðinu í kringum Kötlu komi til eldgoss. 31. janúar 2017 19:32
Fengum sýnishorn af stóru Kötlugosi árið 2011 „Það olli engum rosalegum vandræðum.“ 30. september 2016 14:20