Einkavæðingin og rúsínurnar í kökunni Ögmundur Jónasson skrifar 2. febrúar 2017 07:00 Fróðlegt er að fylgjast með bænakvaki úr Klíníkinni, einkarekna sjúkrahúsinu sem nú vill fá leyfi heilbrigðisráðherra til að seilast ofan í vasa okkar skattgreiðenda. Forsvarsmenn fyrirtækisins og eigendur segjast á einu máli um að ríkið eigi að borga að fullu fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi, þar með allan rekstrarkostnað þeirra fyrirtækis. Með þessum málflutningi á okkur væntanlega að skiljast að Klíníkin sé gríðarlega samfélagslega sinnuð.Ríkið framleiði ekki viðskiptavini En einmitt þarna stendur hnífurinn í kúnni. Ég myndi ekki telja mig vera í aðstöðu til að gagnrýna fyrirtæki sem eitt og óstutt vildi selja heilbrigðisþjónustu eins og hvern annan varning á markaði. Ég gæti haft á þessu skoðun en varla meira, það er að segja ef fyrirtækið væri raunverulegt markaðsfyrirtæki og héldi sig í einu og öllu við þau lögmál sem á markaðnum ríkja. Þá væri þetta mál kaupenda og seljenda þjónustu. Að vísu myndum við í þessu samhengi horfa til ábyrgðar ríkisins og hvort ríkið framleiddi viðskiptavini með því að veita ekki nauðsynlega þjónustu. Við svo búið myndum við gagnrýna ríkið en síður viðkomandi fyrirtæki. En flækjum ekki málið um of á þessu stigi. Raunverulegt markaðsfyrirtæki hlýtur að hafa aðra stöðu en fyrirtæki á borð við Klíníkina, sem ætlast til þess að vera að fullu á framfæri skattgreiðenda. Og þegar að er gáð eru flest fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu við þetta síðara heygarðshorn. Nær undantekningarlaust ætlast þau til þess að skattgreiðendur sjái þeim farborða. Það á líka við um lúxussjúkrahúsin sem alltaf annað veifið hafa verið áform um að setja á fót hér á landi. Þess vegna ber að hafa varann á í öllum leyfisveitingum þeim til handa. Þau hafa viljað margvíslegar ívilnanir og ætlast síðan til þess að almenna heilbrigðisþjónustan verði þeim bakhjarl og skjól ef í harðbakkann slær.Vilja fá það sem gefur í aðra hönd Sama á við um þau fyrirtæki sem nú sækja hart að komast á garðann. Þau vilja fjármögnun úr ríkissjóði, fá kökuna á borðið en fyrst og fremst til að tína úr henni rúsínurnar, það er að segja komast yfir það úr henni sem hafa má góðan arð af, hitt megi kerfið eiga. Vandinn er hins vegar sá að „kerfið“ veikist óhjákvæmilega við að taka frá því algengu verkefnin. Þessi verkefni, sem oftast eru uppistaða biðlistanna, ættu hins vegar að vera mikilvæg uppfylling milli sjaldgæfari eða erfiðari tilvika, sem krefjast þess að ákveðin geta og viðbúnaður sé til staðar. En þá kemur að hlut ríkisins. Forsenda þess að rekstur almannaþjónustunnar gangi upp þannig að um hana verði sátt, er að útrýma biðlistum með nægu fjárframlagi. Og þar hefur ríkið brugðist hrapallega, ekki bara nú heldur í langan tíma og með því móti gefið einkarekstrinum fyrir markið ef svo má að orði komast. Í framhaldinu verður mantran sú að stytta þurfi biðlistana með aðstoð einkareksturs. Verði sú leið farin má heilbrigðisráðherrann nýi vita tvennt. Í fyrsta lagi mun ríkið eftir sem áður sitja uppi með alla ábyrgð. Fari svo að illa gangi eftir aðgerðir á vettvangi arðseminnar, þá mun ekki standa á því að vísa vandanum til almannakerfisins. Í öðru lagi mun einkareksturinn með þessu móti smám saman taka yfir stefnumótandi vald í heilbrigðiskerfinu. Síðan má bæta hinu þriðja við. Þann þáttinn ætti nýr og eflaust vel meinandi heilbrigðisráðherra að hugleiða sérstaklega. Stjórnvöld munu fá þjóðina upp á móti sér ákveði þau að ganga erinda gróðaafla innan heilbrigðisþjónustunnar. Margoft hefur komið fram að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga vill ekki einkarekið heilbrigðiskerfi – og er þá enginn að tala um praxís einyrkjanna – heldur öfluga heilbrigðisþjónustu sem fjármögnuð er með skattfé og rekin á ábyrgð samfélagsins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fróðlegt er að fylgjast með bænakvaki úr Klíníkinni, einkarekna sjúkrahúsinu sem nú vill fá leyfi heilbrigðisráðherra til að seilast ofan í vasa okkar skattgreiðenda. Forsvarsmenn fyrirtækisins og eigendur segjast á einu máli um að ríkið eigi að borga að fullu fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi, þar með allan rekstrarkostnað þeirra fyrirtækis. Með þessum málflutningi á okkur væntanlega að skiljast að Klíníkin sé gríðarlega samfélagslega sinnuð.Ríkið framleiði ekki viðskiptavini En einmitt þarna stendur hnífurinn í kúnni. Ég myndi ekki telja mig vera í aðstöðu til að gagnrýna fyrirtæki sem eitt og óstutt vildi selja heilbrigðisþjónustu eins og hvern annan varning á markaði. Ég gæti haft á þessu skoðun en varla meira, það er að segja ef fyrirtækið væri raunverulegt markaðsfyrirtæki og héldi sig í einu og öllu við þau lögmál sem á markaðnum ríkja. Þá væri þetta mál kaupenda og seljenda þjónustu. Að vísu myndum við í þessu samhengi horfa til ábyrgðar ríkisins og hvort ríkið framleiddi viðskiptavini með því að veita ekki nauðsynlega þjónustu. Við svo búið myndum við gagnrýna ríkið en síður viðkomandi fyrirtæki. En flækjum ekki málið um of á þessu stigi. Raunverulegt markaðsfyrirtæki hlýtur að hafa aðra stöðu en fyrirtæki á borð við Klíníkina, sem ætlast til þess að vera að fullu á framfæri skattgreiðenda. Og þegar að er gáð eru flest fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu við þetta síðara heygarðshorn. Nær undantekningarlaust ætlast þau til þess að skattgreiðendur sjái þeim farborða. Það á líka við um lúxussjúkrahúsin sem alltaf annað veifið hafa verið áform um að setja á fót hér á landi. Þess vegna ber að hafa varann á í öllum leyfisveitingum þeim til handa. Þau hafa viljað margvíslegar ívilnanir og ætlast síðan til þess að almenna heilbrigðisþjónustan verði þeim bakhjarl og skjól ef í harðbakkann slær.Vilja fá það sem gefur í aðra hönd Sama á við um þau fyrirtæki sem nú sækja hart að komast á garðann. Þau vilja fjármögnun úr ríkissjóði, fá kökuna á borðið en fyrst og fremst til að tína úr henni rúsínurnar, það er að segja komast yfir það úr henni sem hafa má góðan arð af, hitt megi kerfið eiga. Vandinn er hins vegar sá að „kerfið“ veikist óhjákvæmilega við að taka frá því algengu verkefnin. Þessi verkefni, sem oftast eru uppistaða biðlistanna, ættu hins vegar að vera mikilvæg uppfylling milli sjaldgæfari eða erfiðari tilvika, sem krefjast þess að ákveðin geta og viðbúnaður sé til staðar. En þá kemur að hlut ríkisins. Forsenda þess að rekstur almannaþjónustunnar gangi upp þannig að um hana verði sátt, er að útrýma biðlistum með nægu fjárframlagi. Og þar hefur ríkið brugðist hrapallega, ekki bara nú heldur í langan tíma og með því móti gefið einkarekstrinum fyrir markið ef svo má að orði komast. Í framhaldinu verður mantran sú að stytta þurfi biðlistana með aðstoð einkareksturs. Verði sú leið farin má heilbrigðisráðherrann nýi vita tvennt. Í fyrsta lagi mun ríkið eftir sem áður sitja uppi með alla ábyrgð. Fari svo að illa gangi eftir aðgerðir á vettvangi arðseminnar, þá mun ekki standa á því að vísa vandanum til almannakerfisins. Í öðru lagi mun einkareksturinn með þessu móti smám saman taka yfir stefnumótandi vald í heilbrigðiskerfinu. Síðan má bæta hinu þriðja við. Þann þáttinn ætti nýr og eflaust vel meinandi heilbrigðisráðherra að hugleiða sérstaklega. Stjórnvöld munu fá þjóðina upp á móti sér ákveði þau að ganga erinda gróðaafla innan heilbrigðisþjónustunnar. Margoft hefur komið fram að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga vill ekki einkarekið heilbrigðiskerfi – og er þá enginn að tala um praxís einyrkjanna – heldur öfluga heilbrigðisþjónustu sem fjármögnuð er með skattfé og rekin á ábyrgð samfélagsins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun