Hærra verð í nærliggjandi bæjarfélögum Haraldur Guðmundsson skrifar 18. febrúar 2017 07:00 Fasteignaverð í miðbænum er um 500 þúsund per fm2. vísir/anton brink Húsnæðisverð utan höfuðborgasvæðisins hefur hækkað um 20 prósent síðastliðna tólf mánuði. Í nýrri skýrslu Arion banka um íbúðamarkaðinn kemur fram að sú þróun er að mestu leyti drifin áfram af mikilli hækkun í nágrannasveitarfélögum enda fleiri farnir að horfa til bæja á borð við Selfoss, Akranes og Reykjanesbæ. Í skýrslunni er bent á að ásett meðalfermetraverð á 3-4 herbergja íbúðum í fjölbýli hækkaði um 26 prósent á Akranesi og 22 prósent í Keflavík frá ágúst 2016 til janúar 2017. „Fermetraverðið í nágrannasveitarfélögunum er um og yfir 200 þúsund krónur í fjölbýli. Það er liggur við tvöfalt hærra í Reykjavík. Hækkun fasteignaverðs á þessum svæðum má rekja til þess sama og á við um landið í heild sinni, eða góður gangur í efnahagsmálum og að heimilin standa almennt vel fjárhagslega. Það er ágætt aðgengi að fjármagni í sögulegu ljósi en það sem hefur helst áhrif á þessi svæði er að það hefur svo lítið verið byggt á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár,“ segir Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka.Konráð S. Guðjónsson„Það er augljóst að fjölgun íbúða er ekki í takt við fjölgun íbúa og eftirspurnina. Það virðist því vera að í fyrra hafi það átt sér stað með nokkuð kröftugum hætti að eftirspurnin á höfuðborgarsvæðinu hafi að einhverju leyti smitast út í nágrannasveitarfélögin,“ segir Konráð. Íbúðum í byggingu er almennt að fækka í stærri þéttbýliskjörnum utan höfuðborgarinnar. Í skýrslu Arion segir að sú þróun eigi mögulega skýringar í minni umsvifum í íbúðabyggingu en einnig að hækkandi verð hafi leitt til þess að íbúðir hafi verið kláraðar fyrr. Þær íbúðir sem fari á sölu á þessu ári í Reykjanesbæ muni verða átta prósentum dýrari í lok ársins en ef þær hefðu farið á markað í byrjun þess. „Ef þú ætlar að búa á Selfossi og vinna í Reykjavík gerir þú það ekki nema þú fáir hagstæðara verð og það þarf að vega upp á móti tíma, bensínkostnaði og fleiru. Það hjálpar núna að bensínverð er frekar lágt á heimsmarkaði í hlutfalli við laun. Ef olíuverð hækkar á heimsmarkaði getur það haft áhrif á eftirspurn eftir húsnæði í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Það er kannski ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar það hugsar um hækkun bensínverðs.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Húsnæðisverð utan höfuðborgasvæðisins hefur hækkað um 20 prósent síðastliðna tólf mánuði. Í nýrri skýrslu Arion banka um íbúðamarkaðinn kemur fram að sú þróun er að mestu leyti drifin áfram af mikilli hækkun í nágrannasveitarfélögum enda fleiri farnir að horfa til bæja á borð við Selfoss, Akranes og Reykjanesbæ. Í skýrslunni er bent á að ásett meðalfermetraverð á 3-4 herbergja íbúðum í fjölbýli hækkaði um 26 prósent á Akranesi og 22 prósent í Keflavík frá ágúst 2016 til janúar 2017. „Fermetraverðið í nágrannasveitarfélögunum er um og yfir 200 þúsund krónur í fjölbýli. Það er liggur við tvöfalt hærra í Reykjavík. Hækkun fasteignaverðs á þessum svæðum má rekja til þess sama og á við um landið í heild sinni, eða góður gangur í efnahagsmálum og að heimilin standa almennt vel fjárhagslega. Það er ágætt aðgengi að fjármagni í sögulegu ljósi en það sem hefur helst áhrif á þessi svæði er að það hefur svo lítið verið byggt á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár,“ segir Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka.Konráð S. Guðjónsson„Það er augljóst að fjölgun íbúða er ekki í takt við fjölgun íbúa og eftirspurnina. Það virðist því vera að í fyrra hafi það átt sér stað með nokkuð kröftugum hætti að eftirspurnin á höfuðborgarsvæðinu hafi að einhverju leyti smitast út í nágrannasveitarfélögin,“ segir Konráð. Íbúðum í byggingu er almennt að fækka í stærri þéttbýliskjörnum utan höfuðborgarinnar. Í skýrslu Arion segir að sú þróun eigi mögulega skýringar í minni umsvifum í íbúðabyggingu en einnig að hækkandi verð hafi leitt til þess að íbúðir hafi verið kláraðar fyrr. Þær íbúðir sem fari á sölu á þessu ári í Reykjanesbæ muni verða átta prósentum dýrari í lok ársins en ef þær hefðu farið á markað í byrjun þess. „Ef þú ætlar að búa á Selfossi og vinna í Reykjavík gerir þú það ekki nema þú fáir hagstæðara verð og það þarf að vega upp á móti tíma, bensínkostnaði og fleiru. Það hjálpar núna að bensínverð er frekar lágt á heimsmarkaði í hlutfalli við laun. Ef olíuverð hækkar á heimsmarkaði getur það haft áhrif á eftirspurn eftir húsnæði í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Það er kannski ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar það hugsar um hækkun bensínverðs.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira