Sara: Mig langaði aldrei að verða svona "mössuð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2017 08:45 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Mynd/Instagram-síða Söru - sarasigmunds Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, crossfit-kona, var í viðtali við Suðurnesjamagasín á Hringbraut í gærkvöldi og þar ræddi hún margt meðal annars hvernig það er fyrir stelpu að vera komin með svona mikla vöðva. Ragnheiður Sara hefur staðið sig frábærlega í alþjóðlegum keppnum undanfarin ár og er fyrir löngu orðin stórstjarna í crossfit-heiminum. Hún hefur endaði í þriðja sæti á heimsleikunum undanfarin tvö ár. Eyþór Sæmundsson fékk Ragnheiði Söru í veglegt viðtal fyrir Suðurnesjamagasínþáttinn og talið barst af því hvernig það er fyrir 24 ára konu að vera komin með svona mikla vöðva. „Mig langaði aldrei að verða svona mössuð en því miður ef ég geri allar þessar æfingar í crossfit þá koma vöðvarnir ósjálfrátt. Það er eiginlega mesta sjokkið að vera í crossfit og að vera stelpa. Ég bjóst aldrei við því að geta orðið svona ótrúlega mössuð,“ sagði Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í viðtalinu á Hringbraut. Hún segir að það geti verið erfitt að fata út í fatabúð með vinkonum sínum og þurfa að kaupa stærri föt. „Ég get alveg viðurkennt það að mér fannst mjög erfitt að vera með vinkonum mínum sem eru ekki að lyfta og þurfa allt í einu að taka „large“ jakka. Ég er stelpa og maður pælir rosalega mikið í þessu þá þarf maður að sætta sig við þetta,“ sagði Ragnheiður Sara. Hún hefur heldur ekki sloppið við athugasemdir við það hvernig hún lítur út. „Maður fær alltaf skot en fólk er alltaf að meina það vel. Stundum er sagt við mig: Ég hef aldrei séð kvenmann svona massaðan. Þá hefur viðkomandi ekki séð vaxtarækt. Fólk kemur með stundum svolítið særandi komment en er ekki að meina það,“ sagði Ragnheiður Sara „Ímyndin mín á kvenmönnum hefur alveg breyst helling eftir að ég byrjaði í crossfit. Mér fannst ótrúlega flott að vera ekki með neina vöðva og vera ógeðslega grönn eða eins og týpísk hlaupakona ef það er hægt að segja það. Núna finnst mér ótrúlega flott ef stelpur eru með vöðva og þegar ég veit að stelpur eru hraustar. Mér finnst það vera meira heillandi en útlitið sjálft. Mér sér alltaf hver er crossfittari og hver er ekki crossfittari á stelpum því þær eru aðeins massaðari, “ sagði Ragnheiður Sara. Sara er búin að sætta sig við eigin líkama í dag. „Ég er þakklát fyrir það hvernig líkaminn minn er því annars væri ég ekki komin svona langt, “ sagði Ragnheiður Sara.Hér er viðtalið í heild sinni við Söru Sigmunds sem var í þætti Víkurfrétta á Hringbraut í gærkvöldi. One Pre-workout a day makes problems go away. = @berserkur . @niketraining #niketraining #justdoit #nike @mission6nutrition #OnAMission #Mission6 #prepreislife A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Feb 2, 2017 at 2:07pm PST Aðrar íþróttir CrossFit Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Sjá meira
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, crossfit-kona, var í viðtali við Suðurnesjamagasín á Hringbraut í gærkvöldi og þar ræddi hún margt meðal annars hvernig það er fyrir stelpu að vera komin með svona mikla vöðva. Ragnheiður Sara hefur staðið sig frábærlega í alþjóðlegum keppnum undanfarin ár og er fyrir löngu orðin stórstjarna í crossfit-heiminum. Hún hefur endaði í þriðja sæti á heimsleikunum undanfarin tvö ár. Eyþór Sæmundsson fékk Ragnheiði Söru í veglegt viðtal fyrir Suðurnesjamagasínþáttinn og talið barst af því hvernig það er fyrir 24 ára konu að vera komin með svona mikla vöðva. „Mig langaði aldrei að verða svona mössuð en því miður ef ég geri allar þessar æfingar í crossfit þá koma vöðvarnir ósjálfrátt. Það er eiginlega mesta sjokkið að vera í crossfit og að vera stelpa. Ég bjóst aldrei við því að geta orðið svona ótrúlega mössuð,“ sagði Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í viðtalinu á Hringbraut. Hún segir að það geti verið erfitt að fata út í fatabúð með vinkonum sínum og þurfa að kaupa stærri föt. „Ég get alveg viðurkennt það að mér fannst mjög erfitt að vera með vinkonum mínum sem eru ekki að lyfta og þurfa allt í einu að taka „large“ jakka. Ég er stelpa og maður pælir rosalega mikið í þessu þá þarf maður að sætta sig við þetta,“ sagði Ragnheiður Sara. Hún hefur heldur ekki sloppið við athugasemdir við það hvernig hún lítur út. „Maður fær alltaf skot en fólk er alltaf að meina það vel. Stundum er sagt við mig: Ég hef aldrei séð kvenmann svona massaðan. Þá hefur viðkomandi ekki séð vaxtarækt. Fólk kemur með stundum svolítið særandi komment en er ekki að meina það,“ sagði Ragnheiður Sara „Ímyndin mín á kvenmönnum hefur alveg breyst helling eftir að ég byrjaði í crossfit. Mér fannst ótrúlega flott að vera ekki með neina vöðva og vera ógeðslega grönn eða eins og týpísk hlaupakona ef það er hægt að segja það. Núna finnst mér ótrúlega flott ef stelpur eru með vöðva og þegar ég veit að stelpur eru hraustar. Mér finnst það vera meira heillandi en útlitið sjálft. Mér sér alltaf hver er crossfittari og hver er ekki crossfittari á stelpum því þær eru aðeins massaðari, “ sagði Ragnheiður Sara. Sara er búin að sætta sig við eigin líkama í dag. „Ég er þakklát fyrir það hvernig líkaminn minn er því annars væri ég ekki komin svona langt, “ sagði Ragnheiður Sara.Hér er viðtalið í heild sinni við Söru Sigmunds sem var í þætti Víkurfrétta á Hringbraut í gærkvöldi. One Pre-workout a day makes problems go away. = @berserkur . @niketraining #niketraining #justdoit #nike @mission6nutrition #OnAMission #Mission6 #prepreislife A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Feb 2, 2017 at 2:07pm PST
Aðrar íþróttir CrossFit Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Sjá meira