Sara: Mig langaði aldrei að verða svona "mössuð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2017 08:45 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Mynd/Instagram-síða Söru - sarasigmunds Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, crossfit-kona, var í viðtali við Suðurnesjamagasín á Hringbraut í gærkvöldi og þar ræddi hún margt meðal annars hvernig það er fyrir stelpu að vera komin með svona mikla vöðva. Ragnheiður Sara hefur staðið sig frábærlega í alþjóðlegum keppnum undanfarin ár og er fyrir löngu orðin stórstjarna í crossfit-heiminum. Hún hefur endaði í þriðja sæti á heimsleikunum undanfarin tvö ár. Eyþór Sæmundsson fékk Ragnheiði Söru í veglegt viðtal fyrir Suðurnesjamagasínþáttinn og talið barst af því hvernig það er fyrir 24 ára konu að vera komin með svona mikla vöðva. „Mig langaði aldrei að verða svona mössuð en því miður ef ég geri allar þessar æfingar í crossfit þá koma vöðvarnir ósjálfrátt. Það er eiginlega mesta sjokkið að vera í crossfit og að vera stelpa. Ég bjóst aldrei við því að geta orðið svona ótrúlega mössuð,“ sagði Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í viðtalinu á Hringbraut. Hún segir að það geti verið erfitt að fata út í fatabúð með vinkonum sínum og þurfa að kaupa stærri föt. „Ég get alveg viðurkennt það að mér fannst mjög erfitt að vera með vinkonum mínum sem eru ekki að lyfta og þurfa allt í einu að taka „large“ jakka. Ég er stelpa og maður pælir rosalega mikið í þessu þá þarf maður að sætta sig við þetta,“ sagði Ragnheiður Sara. Hún hefur heldur ekki sloppið við athugasemdir við það hvernig hún lítur út. „Maður fær alltaf skot en fólk er alltaf að meina það vel. Stundum er sagt við mig: Ég hef aldrei séð kvenmann svona massaðan. Þá hefur viðkomandi ekki séð vaxtarækt. Fólk kemur með stundum svolítið særandi komment en er ekki að meina það,“ sagði Ragnheiður Sara „Ímyndin mín á kvenmönnum hefur alveg breyst helling eftir að ég byrjaði í crossfit. Mér fannst ótrúlega flott að vera ekki með neina vöðva og vera ógeðslega grönn eða eins og týpísk hlaupakona ef það er hægt að segja það. Núna finnst mér ótrúlega flott ef stelpur eru með vöðva og þegar ég veit að stelpur eru hraustar. Mér finnst það vera meira heillandi en útlitið sjálft. Mér sér alltaf hver er crossfittari og hver er ekki crossfittari á stelpum því þær eru aðeins massaðari, “ sagði Ragnheiður Sara. Sara er búin að sætta sig við eigin líkama í dag. „Ég er þakklát fyrir það hvernig líkaminn minn er því annars væri ég ekki komin svona langt, “ sagði Ragnheiður Sara.Hér er viðtalið í heild sinni við Söru Sigmunds sem var í þætti Víkurfrétta á Hringbraut í gærkvöldi. One Pre-workout a day makes problems go away. = @berserkur . @niketraining #niketraining #justdoit #nike @mission6nutrition #OnAMission #Mission6 #prepreislife A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Feb 2, 2017 at 2:07pm PST Aðrar íþróttir CrossFit Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Barcelona - Olympiacos | Upphitun fyrir El Clásico NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Sjá meira
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, crossfit-kona, var í viðtali við Suðurnesjamagasín á Hringbraut í gærkvöldi og þar ræddi hún margt meðal annars hvernig það er fyrir stelpu að vera komin með svona mikla vöðva. Ragnheiður Sara hefur staðið sig frábærlega í alþjóðlegum keppnum undanfarin ár og er fyrir löngu orðin stórstjarna í crossfit-heiminum. Hún hefur endaði í þriðja sæti á heimsleikunum undanfarin tvö ár. Eyþór Sæmundsson fékk Ragnheiði Söru í veglegt viðtal fyrir Suðurnesjamagasínþáttinn og talið barst af því hvernig það er fyrir 24 ára konu að vera komin með svona mikla vöðva. „Mig langaði aldrei að verða svona mössuð en því miður ef ég geri allar þessar æfingar í crossfit þá koma vöðvarnir ósjálfrátt. Það er eiginlega mesta sjokkið að vera í crossfit og að vera stelpa. Ég bjóst aldrei við því að geta orðið svona ótrúlega mössuð,“ sagði Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í viðtalinu á Hringbraut. Hún segir að það geti verið erfitt að fata út í fatabúð með vinkonum sínum og þurfa að kaupa stærri föt. „Ég get alveg viðurkennt það að mér fannst mjög erfitt að vera með vinkonum mínum sem eru ekki að lyfta og þurfa allt í einu að taka „large“ jakka. Ég er stelpa og maður pælir rosalega mikið í þessu þá þarf maður að sætta sig við þetta,“ sagði Ragnheiður Sara. Hún hefur heldur ekki sloppið við athugasemdir við það hvernig hún lítur út. „Maður fær alltaf skot en fólk er alltaf að meina það vel. Stundum er sagt við mig: Ég hef aldrei séð kvenmann svona massaðan. Þá hefur viðkomandi ekki séð vaxtarækt. Fólk kemur með stundum svolítið særandi komment en er ekki að meina það,“ sagði Ragnheiður Sara „Ímyndin mín á kvenmönnum hefur alveg breyst helling eftir að ég byrjaði í crossfit. Mér fannst ótrúlega flott að vera ekki með neina vöðva og vera ógeðslega grönn eða eins og týpísk hlaupakona ef það er hægt að segja það. Núna finnst mér ótrúlega flott ef stelpur eru með vöðva og þegar ég veit að stelpur eru hraustar. Mér finnst það vera meira heillandi en útlitið sjálft. Mér sér alltaf hver er crossfittari og hver er ekki crossfittari á stelpum því þær eru aðeins massaðari, “ sagði Ragnheiður Sara. Sara er búin að sætta sig við eigin líkama í dag. „Ég er þakklát fyrir það hvernig líkaminn minn er því annars væri ég ekki komin svona langt, “ sagði Ragnheiður Sara.Hér er viðtalið í heild sinni við Söru Sigmunds sem var í þætti Víkurfrétta á Hringbraut í gærkvöldi. One Pre-workout a day makes problems go away. = @berserkur . @niketraining #niketraining #justdoit #nike @mission6nutrition #OnAMission #Mission6 #prepreislife A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Feb 2, 2017 at 2:07pm PST
Aðrar íþróttir CrossFit Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Barcelona - Olympiacos | Upphitun fyrir El Clásico NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Sjá meira