Heiðra fólkið á bakvið Hjartastein með myndbandi Stefán Árni Pálsson skrifar 16. febrúar 2017 16:15 Þessir tveir fara á kostum í Hjartasteini. Í tilefni þess að Hjartasteinn fékk16 tilnefningar til EDDU verðlaunanna hafa aðstandendur kvikmyndarinnar sett saman myndband með öllum tilnefningunum til að heiðra hvern og einn listamann sem er tilnefndur. Hjartasteinn hefur heldur betur slegið í gegn og hefur hún nú þegar unnið 22 alþjóðleg verðlaun, 9 þeirra á þessu ári en myndin hefur unnið til verðlauna erlendis núna fjórar vikur í röð. „Við erum auðvitað himinlifandi með þann heiður að hljóta flestar EDDU tilnefningarnar þetta árið og samgleðjumst innilega okkar samstarfsfólki sem lagði allt sitt hjarta í gerð myndarinnar,“ segir Anton Máni Svansson, framleiðandi Hjartasteins. „Þau sem tilnefnd eru eiga það öll svo sannarlega skilið og langaði okkur því að heiðra þau aðeins með því að skella í svona samantektar myndband með ýmsum stuttum sýnishornum úr myndinni, mörg sem við höfum ekki birt áður.“ Hann segir að fjöldi annarra aðila séu á bakvið allar þessar tilnefningar sem fá bara ekki nöfn sín á blað en eiga engu að síðar líka stóran hlut í þessum viðurkenningum. „Þau lögðu alveg jafn mikið hjarta í verkið. Viljum við því einnig óska þeim innilega til hamingju, þessi heiður er tileinkaður öllum sem að myndinni komu.“ Bíó og sjónvarp Eddan Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Í tilefni þess að Hjartasteinn fékk16 tilnefningar til EDDU verðlaunanna hafa aðstandendur kvikmyndarinnar sett saman myndband með öllum tilnefningunum til að heiðra hvern og einn listamann sem er tilnefndur. Hjartasteinn hefur heldur betur slegið í gegn og hefur hún nú þegar unnið 22 alþjóðleg verðlaun, 9 þeirra á þessu ári en myndin hefur unnið til verðlauna erlendis núna fjórar vikur í röð. „Við erum auðvitað himinlifandi með þann heiður að hljóta flestar EDDU tilnefningarnar þetta árið og samgleðjumst innilega okkar samstarfsfólki sem lagði allt sitt hjarta í gerð myndarinnar,“ segir Anton Máni Svansson, framleiðandi Hjartasteins. „Þau sem tilnefnd eru eiga það öll svo sannarlega skilið og langaði okkur því að heiðra þau aðeins með því að skella í svona samantektar myndband með ýmsum stuttum sýnishornum úr myndinni, mörg sem við höfum ekki birt áður.“ Hann segir að fjöldi annarra aðila séu á bakvið allar þessar tilnefningar sem fá bara ekki nöfn sín á blað en eiga engu að síðar líka stóran hlut í þessum viðurkenningum. „Þau lögðu alveg jafn mikið hjarta í verkið. Viljum við því einnig óska þeim innilega til hamingju, þessi heiður er tileinkaður öllum sem að myndinni komu.“
Bíó og sjónvarp Eddan Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira