„Líkt og fram hefur komið í umræðu hafa sjómenn talið að leiðréttingar sé þörf á ójafnræði í skattalegri meðferð á dagpeningum. Sjómenn telja mikilvægt að úr þessu verði bætt,“ segir í tilkynningu frá Sjómannasambandi Íslands.
Samningaviðræðum samninganefnda sjómanna og útvegsmanna lauk í seint í gærkvöld án niðurstöðu. Sjómannasambandið segir að viðræður hafi gengið vel síðastliðna daga og að sameiginlegur skilningur sé með aðilum um allar helstu kröfur.
Deiluaðilar funduðu með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra í gær, og tekið er fram í tilkynningunni að hún hafi lagt til að fram fari heildstæð greining og skoðun á fæðis- og dagpeningum almennt á vinnumarkaði. „Greining þessi er vafalaust jákvæð. Enn stendur þó útaf að fá viðurkenningu stjórnvalda á skattalegri meðferð á dagpeningagreiðslum til sjómanna,“ segir sambandið.
Sjómenn segja að um réttlætismál sé að ræða

Tengdar fréttir

Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir
Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna.

Lagði til að gerð yrði heildstæð greining á skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga
Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga.