Lagði til að gerð yrði heildstæð greining á skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2017 00:08 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Vísir/anton brink Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, lagði fram tillögu á fundi sínum með útgerðarmönnum og sjómönnum í kvöld þess efnis að farið verði í heildstæða greiningu á skattalegri meðferð dagpeninga og fæðispeninga almennt á vinnumarkaði. Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. Eins og greint hefur frá í fjölmiðlum hafa sjómenn kallað eftir því að þeir fái greidda dagpeninga skattfrjálst og telja að ekki sé samræmi í skattalöggjöfinni varðandi þennan þátt en flugáhafnir og opinberir starfsmenn fá til að mynda slíkar greiðslur skattfrjálsar. Greiningin mun því meðal annars miða að því að ganga úr skugga um hvort að misræmi eða ósanngirni sé falin í skattalegri meðferð þessara greiðslna nú. Þá mun einnig felast í henni athugun á því hvort að í aðgerð á borð við þessa felist ríkisstyrkur eða niðurgreiðsla á launum. Einnig þarf að kanna hvort að þetta myndi skapa fordæmi fyrir aðrar stéttir í landinu en markmiðið er að útkoman verði sanngjörn og almenns eðlis enda hefur ráðherra ítrekað sagt að ekki standi til að fara í sértækar aðgerðir til að leysa kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna. Í viðtali í miðnæturfréttum RÚV sagði Þorgerður Katrín að deiluaðilar ætli að skoða tillögu hennar frá því í kvöld. Sjómenn hafa verið í verkfalli í tvo mánuði og hafa samninganefndirnar fundað stíft hjá ríkissáttasemjara í dag. Deiluaðilar eru í fjölmiðlabanni og því fæst lítið sem ekkert uppgefið um gang viðræðnanna en eftir því sem Vísir kemst næst fóru samninganefndirnar aftur í Karphúsið eftir fundinn með ráðherra. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Afar viðkvæm staða í deilu sjómanna og útgerðarmanna: Fjölmiðlum vísað frá karphúsinu Fóru á fund ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. febrúar 2017 14:51 Sjómenn og útgerðarmenn funduðu með sjávarútvegsráðherra Útgerðarmenn og sjómenn fóru til fundar í sjávarútvegsráðuneytinu á ellefta tímanum í kvöld. 15. febrúar 2017 23:00 Sjávarútvegsráðherra: Ekki þannig að menn stilli ríkinu upp við vegg á lokametrunum og segi „Komið með milljarðana“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, kveðst fyrst og fremst fara til fundar við sjómenn og útgerðarmenn í Karphúsinu í kvöld til þess að hlusta á deiluaðila. Rætt var við Þorgerði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún var nýlent á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa verið á Ísafirði. 15. febrúar 2017 18:54 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, lagði fram tillögu á fundi sínum með útgerðarmönnum og sjómönnum í kvöld þess efnis að farið verði í heildstæða greiningu á skattalegri meðferð dagpeninga og fæðispeninga almennt á vinnumarkaði. Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. Eins og greint hefur frá í fjölmiðlum hafa sjómenn kallað eftir því að þeir fái greidda dagpeninga skattfrjálst og telja að ekki sé samræmi í skattalöggjöfinni varðandi þennan þátt en flugáhafnir og opinberir starfsmenn fá til að mynda slíkar greiðslur skattfrjálsar. Greiningin mun því meðal annars miða að því að ganga úr skugga um hvort að misræmi eða ósanngirni sé falin í skattalegri meðferð þessara greiðslna nú. Þá mun einnig felast í henni athugun á því hvort að í aðgerð á borð við þessa felist ríkisstyrkur eða niðurgreiðsla á launum. Einnig þarf að kanna hvort að þetta myndi skapa fordæmi fyrir aðrar stéttir í landinu en markmiðið er að útkoman verði sanngjörn og almenns eðlis enda hefur ráðherra ítrekað sagt að ekki standi til að fara í sértækar aðgerðir til að leysa kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna. Í viðtali í miðnæturfréttum RÚV sagði Þorgerður Katrín að deiluaðilar ætli að skoða tillögu hennar frá því í kvöld. Sjómenn hafa verið í verkfalli í tvo mánuði og hafa samninganefndirnar fundað stíft hjá ríkissáttasemjara í dag. Deiluaðilar eru í fjölmiðlabanni og því fæst lítið sem ekkert uppgefið um gang viðræðnanna en eftir því sem Vísir kemst næst fóru samninganefndirnar aftur í Karphúsið eftir fundinn með ráðherra.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Afar viðkvæm staða í deilu sjómanna og útgerðarmanna: Fjölmiðlum vísað frá karphúsinu Fóru á fund ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. febrúar 2017 14:51 Sjómenn og útgerðarmenn funduðu með sjávarútvegsráðherra Útgerðarmenn og sjómenn fóru til fundar í sjávarútvegsráðuneytinu á ellefta tímanum í kvöld. 15. febrúar 2017 23:00 Sjávarútvegsráðherra: Ekki þannig að menn stilli ríkinu upp við vegg á lokametrunum og segi „Komið með milljarðana“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, kveðst fyrst og fremst fara til fundar við sjómenn og útgerðarmenn í Karphúsinu í kvöld til þess að hlusta á deiluaðila. Rætt var við Þorgerði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún var nýlent á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa verið á Ísafirði. 15. febrúar 2017 18:54 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Afar viðkvæm staða í deilu sjómanna og útgerðarmanna: Fjölmiðlum vísað frá karphúsinu Fóru á fund ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. 15. febrúar 2017 14:51
Sjómenn og útgerðarmenn funduðu með sjávarútvegsráðherra Útgerðarmenn og sjómenn fóru til fundar í sjávarútvegsráðuneytinu á ellefta tímanum í kvöld. 15. febrúar 2017 23:00
Sjávarútvegsráðherra: Ekki þannig að menn stilli ríkinu upp við vegg á lokametrunum og segi „Komið með milljarðana“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, kveðst fyrst og fremst fara til fundar við sjómenn og útgerðarmenn í Karphúsinu í kvöld til þess að hlusta á deiluaðila. Rætt var við Þorgerði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún var nýlent á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa verið á Ísafirði. 15. febrúar 2017 18:54