Innlent

Sjó­menn og út­gerðar­menn funduðu með sjávar­út­vegs­ráð­herra

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Forsvarsmenn SFS fara af fundinum í ráðuneytinu í kvöld.
Forsvarsmenn SFS fara af fundinum í ráðuneytinu í kvöld. vísir/jóe
Útgerðarmenn og sjómenn fóru til fundar í sjávarútvegsráðuneytinu á ellefta tímanum í kvöld. Funduðu þeir saman með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegsráðherra, vegna kjaradeilunnar en ekki fást upplýsingar um það hvað fram fór á fundinum sem varði ekki lengi.

Samninganefndir sjómanna og útgerðarmanna hafa fundað stíft hjá ríkissáttasemjara í dag en sjómenn hafa verið í verkfalli í tvo mánuði. Deiluaðilar hafa verið í fjölmiðlabanni síðan í seinustu viku og í dag var Karphúsinu lokað fyrir fjölmiðlum sem ekki fengu að fara þar inn.

Það hefur því lítið fengist uppgefið varðandi viðræðurnar en fyrir liggur að sjómenn vilja fá fæðispeninga og skattaafslátt af þeim. Það styðja útgerðarmenn en aðkomu ríkisins þarf til að hægt sé að semja um það.


Tengdar fréttir

Sjávarútvegsráðherra: Ekki þannig að menn stilli ríkinu upp við vegg á lokametrunum og segi „Komið með milljarðana“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, kveðst fyrst og fremst fara til fundar við sjómenn og útgerðarmenn í Karphúsinu í kvöld til þess að hlusta á deiluaðila. Rætt var við Þorgerði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún var nýlent á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa verið á Ísafirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×