Sjávarútvegsráðherra á leið í Karphúsið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2017 16:14 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Eyþór Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra mun funda með deilendum í verkfalli sjómanna í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgatúni í kvöld. Frá þessu greinir RÚV. Flest bendir til að farið sé að sjá til lands í deilunni aðila og vonast bjartsýnustu menn til þess að gengið verði frá samningum í kvöld. Fundur samninganefndar sjómanna við útgerðina hófst klukkan 14 í dag en aðilar hafa skipst á tilboðum undanfarna daga. Sjómenn lögðu fram tilboð á mánudaginn sem útgerðin svaraði með gagntilboði. Því tilboði var hafnað af sjómönnum í gær sem sögðu fyrra tilboð sitt standa. Samkvæmt heimildum RÚV berjast sjómenn áfram fyrir því að fá skattafslátt af fæðispeningum.Fjármálaráðuneytið hefur sent frá sér fréttatilkynningu er varða fæðispeninga sjómanna og sömuleiðis dagpeninga. Samkvæmt útreikningum ráðuneytisins er heildarkostnaður útgerðarinnar vegna greiðslu fæðispeninga sjómanna á fiskiskipum um 2,3 milljarðar króna á ári miðað við gildandi kjarasamninga. Í því mati, sem ráðuneytið áréttar að sé lauslegt, er miðað við að fjöldi lögskráningardaga sjómanna sé 1,5-1,6 milljónir daga á ári og að fæðispeningar séu að jafnaði 1.500 krónur á dag. Áætlað tekjutap ríkisins af þeirri fjárhæð, yrði hún undanþegin skatti eins og sjómenn vilja, er um 730 milljónir króna á ári. Til viðbótar myndu sveitarfélögin tapa um 330 milljónum króna í útsvarstekjum samkvæmt útreikningum ráðuneytisins. Í tilkynningu ráðuneytisins segir jafnframt: 1. Sjómenn fá greidda fæðispeninga skv. kjarasamningum og eru þeir breytilegir eftir stærð skipa. Þeir greiða tekjuskatt og útsvar af reiknuðum fæðispeningum, sem eru skilgreindir sem sérstök hlunnindi. Fæðispeningar eru frádráttarbær rekstrarkostnaður hjá útgerðinni og af þeim er greitt tryggingagjald og iðgjald í lífeyrissjóð. 2. Dagpeningagreiðslur eru miðaðar við að verja þurfi dagpeningum að fullu til uppihalds, þ.m.t. kostnaðar vegna fæðis. Það er síðan skattyfirvalda að meta hvort á móti þessum dagpeningum standi nægilega há útgjöld með hliðsjón af árlegu skattmati. 3. Almennt háttar svo um aðra launþega að þeir borga fyrir fæði sem vinnuveitandi tryggir þeim, t.a.m. í mötuneytum, með tekjum sem þegar hafa verið skattlagðar. Verkfall sjómanna Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra mun funda með deilendum í verkfalli sjómanna í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgatúni í kvöld. Frá þessu greinir RÚV. Flest bendir til að farið sé að sjá til lands í deilunni aðila og vonast bjartsýnustu menn til þess að gengið verði frá samningum í kvöld. Fundur samninganefndar sjómanna við útgerðina hófst klukkan 14 í dag en aðilar hafa skipst á tilboðum undanfarna daga. Sjómenn lögðu fram tilboð á mánudaginn sem útgerðin svaraði með gagntilboði. Því tilboði var hafnað af sjómönnum í gær sem sögðu fyrra tilboð sitt standa. Samkvæmt heimildum RÚV berjast sjómenn áfram fyrir því að fá skattafslátt af fæðispeningum.Fjármálaráðuneytið hefur sent frá sér fréttatilkynningu er varða fæðispeninga sjómanna og sömuleiðis dagpeninga. Samkvæmt útreikningum ráðuneytisins er heildarkostnaður útgerðarinnar vegna greiðslu fæðispeninga sjómanna á fiskiskipum um 2,3 milljarðar króna á ári miðað við gildandi kjarasamninga. Í því mati, sem ráðuneytið áréttar að sé lauslegt, er miðað við að fjöldi lögskráningardaga sjómanna sé 1,5-1,6 milljónir daga á ári og að fæðispeningar séu að jafnaði 1.500 krónur á dag. Áætlað tekjutap ríkisins af þeirri fjárhæð, yrði hún undanþegin skatti eins og sjómenn vilja, er um 730 milljónir króna á ári. Til viðbótar myndu sveitarfélögin tapa um 330 milljónum króna í útsvarstekjum samkvæmt útreikningum ráðuneytisins. Í tilkynningu ráðuneytisins segir jafnframt: 1. Sjómenn fá greidda fæðispeninga skv. kjarasamningum og eru þeir breytilegir eftir stærð skipa. Þeir greiða tekjuskatt og útsvar af reiknuðum fæðispeningum, sem eru skilgreindir sem sérstök hlunnindi. Fæðispeningar eru frádráttarbær rekstrarkostnaður hjá útgerðinni og af þeim er greitt tryggingagjald og iðgjald í lífeyrissjóð. 2. Dagpeningagreiðslur eru miðaðar við að verja þurfi dagpeningum að fullu til uppihalds, þ.m.t. kostnaðar vegna fæðis. Það er síðan skattyfirvalda að meta hvort á móti þessum dagpeningum standi nægilega há útgjöld með hliðsjón af árlegu skattmati. 3. Almennt háttar svo um aðra launþega að þeir borga fyrir fæði sem vinnuveitandi tryggir þeim, t.a.m. í mötuneytum, með tekjum sem þegar hafa verið skattlagðar.
Verkfall sjómanna Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira