Fjögurra ára dómur eftir ár í gæsluvarðhaldi: Nauðgun og gróft ofbeldi í viðurvist ungs sonar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. febrúar 2017 10:24 Maðurinn var sakaður um að hafa nauðgað konunni, svipt hana frelsi, ráðist á hana og tekið myndir af kynfærum hennar. vísir/getty Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað sambýliskonu sinni og beitt hana grófu ofbeldi í febrúar í fyrra. Maðurinn sætti gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna í tæpt ár og kemur það til frádráttar. Maðurinn var sakaður um að hafa svipt konuna frelsi í fjórar klukkustundir á heimili þeirra og beitt hana ofbeldi á meðan. Þá á hann að hafa neytt hana til munnmaka og endaþarmsmaka. Konan hlaut töluverða áverka en meðal annars brotnaði jaxl í efri gómi hennar. Tveggja ára sonur hennar varð vitni að hluta atburðarins. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn í júní í fyrra í tveggja og hálfs árs fangelsi vegna málsins. Sá dómur var hins vegar ómerktur í Hæstarétti að kröfu héraðssaksóknara þar sem ekki hafði verið sakfellt fyrir nauðgun í tilfellis endaþarmsmaka. Í reifun á dómi Hæstaréttar kom fram að þegar litið væri til þess ofbeldis sem maðurinn hefði beitt konuna „á heimili þeirra og aðstæðna allra fælist þversögn í þeirri niðurstöðu héraðsdóms að sakfella fyrir fyrri hluta háttsemislýsingar nauðgunarbrotsins en sýkna af sakargiftum vegna hennar að öðru leyti. Fór málið því aftur fyrir hérað, og var nýr dómur kveðinn upp í dag. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna.Veittist að konunni og tók af henni myndir Í dómi héraðsdóms frá því í fyrra segir að maðurinn hafi slegið konuna ítrekað í síðuna og höfuðið, rifið í hár hennar, tekið hana hálstaki og sparkað ítrekað í síðu hennar og fætur þar sem hún lá á gólfinu. Þá hafi maðurinn skipað konunni að setjast í stól og svo sparkað stólnum undan henni þannig að hún féll í gólfið. Jafnframt hafi hann tekið myndir af kynfærum hennar og skoðað þau með vasaljósi. Maðurinn neitaði við skýrslutöku lögreglu að hafa tekið myndirnar en breytti svo framburði sínum fyrir dómi. Spurður um breyttan framburð kvaðst hann sér hafa fundist „ógeðslegt“ að taka svona myndir og að hann hefði ekki verið tilbúinn til að viðurkenna það. Sagðist hann sjá eftir því sem gerðist. Neitaði hann hins vegar sök að öðru leyti. Konan sagðist hafa samþykkt myndina „þannig séð“.Sagðist fyrir dómi hafa samþykkt kynlífið Þá var konan jafnframt sögð hafa breytt framburði sínum fyrir dómi, sem hún hins vegar hafnaði, og sagði kynlífið hafa verið með frjálsum vilja. Í skýrslutökunni sagði hún:„Og síðan biður hann um sem sagt munnmök og ég svona vill helst ekki gera það og ég segi það við hann að hann væri náttúrulega nýbúinn að brjóta í mér jaxl og taka mig hálstaki og svona, ég væri að drepst í hálsinum og munninum og hvort við gætum ekki bara gert þetta venjulega. Og hann vill endilega gera þetta svona og svona ýtir mér svona að þessu og hérna þannig séð bara, já ég geri þetta en hann, það er nú hann sem er búinn að hreyfa sig. Og ég eitthvað svona, já alveg að fara að gráta bara á meðan þetta er að gerast og, en ég vill ekki sýna honum það af því hann sagði í hvert skipti sem ég fór að gráta þarna þegar hann var að lemja mig að hann myndi ganga frá mér ef ég myndi gráta af því þú veist ef að strákurinn minn, þú veist hann vildi ekki að strákurinn minn myndi sjá mig gráta og eitthvað. Og já, þannig að þetta gengur svona í smá stund og ég er svona að stoppa á milli og biðja hann um að klára þetta venjulega og síðan loksins vill hann það og biður hann um sem sagt að fá að fara hérna í rassinn eða endaþarminn og ég samþykki það bara.“ Maðurinn hefur frá árinu 2008 hlotið fjóra refsidóma fyrir umferðarlaga- og fíkniefnalagabrot, nytjastuld og þjófnað, en enga fangelsisrefsingu.Dóm Hæstaréttar og Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra má sjá hér. Tengdar fréttir Í gæsluvarðhaldi í tæpt ár grunaður um nauðgun og gróft ofbeldi gegn sambýliskonu sinni Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að maður sem ákærður er fyrir að nauðga sambýliskonu sinni og beita hana grófu ofbeldi í byrjun febrúar á þessu ári skuli sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó ekki lengur en til 5. janúar næstkomandi. 16. desember 2016 22:31 Tveggja og hálfs árs heimilisofbeldisdómur ómerktur í Hæstarétti Taldi niðurstöðu héraðsdóms þversagnakennda. 8. desember 2016 16:13 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað sambýliskonu sinni og beitt hana grófu ofbeldi í febrúar í fyrra. Maðurinn sætti gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna í tæpt ár og kemur það til frádráttar. Maðurinn var sakaður um að hafa svipt konuna frelsi í fjórar klukkustundir á heimili þeirra og beitt hana ofbeldi á meðan. Þá á hann að hafa neytt hana til munnmaka og endaþarmsmaka. Konan hlaut töluverða áverka en meðal annars brotnaði jaxl í efri gómi hennar. Tveggja ára sonur hennar varð vitni að hluta atburðarins. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn í júní í fyrra í tveggja og hálfs árs fangelsi vegna málsins. Sá dómur var hins vegar ómerktur í Hæstarétti að kröfu héraðssaksóknara þar sem ekki hafði verið sakfellt fyrir nauðgun í tilfellis endaþarmsmaka. Í reifun á dómi Hæstaréttar kom fram að þegar litið væri til þess ofbeldis sem maðurinn hefði beitt konuna „á heimili þeirra og aðstæðna allra fælist þversögn í þeirri niðurstöðu héraðsdóms að sakfella fyrir fyrri hluta háttsemislýsingar nauðgunarbrotsins en sýkna af sakargiftum vegna hennar að öðru leyti. Fór málið því aftur fyrir hérað, og var nýr dómur kveðinn upp í dag. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna.Veittist að konunni og tók af henni myndir Í dómi héraðsdóms frá því í fyrra segir að maðurinn hafi slegið konuna ítrekað í síðuna og höfuðið, rifið í hár hennar, tekið hana hálstaki og sparkað ítrekað í síðu hennar og fætur þar sem hún lá á gólfinu. Þá hafi maðurinn skipað konunni að setjast í stól og svo sparkað stólnum undan henni þannig að hún féll í gólfið. Jafnframt hafi hann tekið myndir af kynfærum hennar og skoðað þau með vasaljósi. Maðurinn neitaði við skýrslutöku lögreglu að hafa tekið myndirnar en breytti svo framburði sínum fyrir dómi. Spurður um breyttan framburð kvaðst hann sér hafa fundist „ógeðslegt“ að taka svona myndir og að hann hefði ekki verið tilbúinn til að viðurkenna það. Sagðist hann sjá eftir því sem gerðist. Neitaði hann hins vegar sök að öðru leyti. Konan sagðist hafa samþykkt myndina „þannig séð“.Sagðist fyrir dómi hafa samþykkt kynlífið Þá var konan jafnframt sögð hafa breytt framburði sínum fyrir dómi, sem hún hins vegar hafnaði, og sagði kynlífið hafa verið með frjálsum vilja. Í skýrslutökunni sagði hún:„Og síðan biður hann um sem sagt munnmök og ég svona vill helst ekki gera það og ég segi það við hann að hann væri náttúrulega nýbúinn að brjóta í mér jaxl og taka mig hálstaki og svona, ég væri að drepst í hálsinum og munninum og hvort við gætum ekki bara gert þetta venjulega. Og hann vill endilega gera þetta svona og svona ýtir mér svona að þessu og hérna þannig séð bara, já ég geri þetta en hann, það er nú hann sem er búinn að hreyfa sig. Og ég eitthvað svona, já alveg að fara að gráta bara á meðan þetta er að gerast og, en ég vill ekki sýna honum það af því hann sagði í hvert skipti sem ég fór að gráta þarna þegar hann var að lemja mig að hann myndi ganga frá mér ef ég myndi gráta af því þú veist ef að strákurinn minn, þú veist hann vildi ekki að strákurinn minn myndi sjá mig gráta og eitthvað. Og já, þannig að þetta gengur svona í smá stund og ég er svona að stoppa á milli og biðja hann um að klára þetta venjulega og síðan loksins vill hann það og biður hann um sem sagt að fá að fara hérna í rassinn eða endaþarminn og ég samþykki það bara.“ Maðurinn hefur frá árinu 2008 hlotið fjóra refsidóma fyrir umferðarlaga- og fíkniefnalagabrot, nytjastuld og þjófnað, en enga fangelsisrefsingu.Dóm Hæstaréttar og Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra má sjá hér.
Tengdar fréttir Í gæsluvarðhaldi í tæpt ár grunaður um nauðgun og gróft ofbeldi gegn sambýliskonu sinni Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að maður sem ákærður er fyrir að nauðga sambýliskonu sinni og beita hana grófu ofbeldi í byrjun febrúar á þessu ári skuli sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó ekki lengur en til 5. janúar næstkomandi. 16. desember 2016 22:31 Tveggja og hálfs árs heimilisofbeldisdómur ómerktur í Hæstarétti Taldi niðurstöðu héraðsdóms þversagnakennda. 8. desember 2016 16:13 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Í gæsluvarðhaldi í tæpt ár grunaður um nauðgun og gróft ofbeldi gegn sambýliskonu sinni Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að maður sem ákærður er fyrir að nauðga sambýliskonu sinni og beita hana grófu ofbeldi í byrjun febrúar á þessu ári skuli sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó ekki lengur en til 5. janúar næstkomandi. 16. desember 2016 22:31
Tveggja og hálfs árs heimilisofbeldisdómur ómerktur í Hæstarétti Taldi niðurstöðu héraðsdóms þversagnakennda. 8. desember 2016 16:13