Sakar Philipp Plein um hönnunarstuld Ritstjórn skrifar 15. febrúar 2017 10:00 Alexander Wang er ekki svona hoppandi kátur þessa dagana. Glamour/Getty Fatahönnuðurinn Alexander Wang vandar kollega sínum Philipp Plein ekki kveðjurnar á Instagram í myndabandi sem fór í loftið á samfélagsmiðlinum í gær. Þar sakar Wang Plein um að herma eftir sýningu sem hann gerði fyrir H&M árið 2014 í New York, en um er að ræða nýjustu sýningu Plein í Mílanó í síðasta mánuði. Wang setur inn myndband af sýningunum tveimur hlið við hlið og það er óhætt að fullyrða að sýningar tvær eru ansi líkar, bæði í uppsetningu og svo fatalínurnar sjálfar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Philipp Plein er sakaður um hönnunarstuld, en hönnuðurinn Hyein Seo vakti athygli á því í fyrra að Plein hefði hermt eftir loðkraga sem hún var með í sinni fatalínu árið á undan. Hönnunarstuldur eða ekki? Erfið spurning en Philipp Plein hefur ekki ennþá svarað ásökunum Wang. Mest lesið Bláir og fjólubláir varalitir í samstarfi Balmain og L'Oréal Glamour Vinsælasta mynstrið í New York Glamour Bleikir samfestingar og kúrekastígvél Glamour María Grazia er fyrsta konan til að stýra tískurisanum Dior Glamour Blind youtube stjarna masterar blautan eyeliner Glamour Lady Gaga senuþjófur hjá Tommy Hilfiger Glamour CVS ætla að hætta að nota Photoshop Glamour Ástin sigrar allt Glamour ,,Hef ég verið beðin um að sýna á mér brjóstin? Já." Glamour Gamli góði rykfrakkinn Glamour
Fatahönnuðurinn Alexander Wang vandar kollega sínum Philipp Plein ekki kveðjurnar á Instagram í myndabandi sem fór í loftið á samfélagsmiðlinum í gær. Þar sakar Wang Plein um að herma eftir sýningu sem hann gerði fyrir H&M árið 2014 í New York, en um er að ræða nýjustu sýningu Plein í Mílanó í síðasta mánuði. Wang setur inn myndband af sýningunum tveimur hlið við hlið og það er óhætt að fullyrða að sýningar tvær eru ansi líkar, bæði í uppsetningu og svo fatalínurnar sjálfar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Philipp Plein er sakaður um hönnunarstuld, en hönnuðurinn Hyein Seo vakti athygli á því í fyrra að Plein hefði hermt eftir loðkraga sem hún var með í sinni fatalínu árið á undan. Hönnunarstuldur eða ekki? Erfið spurning en Philipp Plein hefur ekki ennþá svarað ásökunum Wang.
Mest lesið Bláir og fjólubláir varalitir í samstarfi Balmain og L'Oréal Glamour Vinsælasta mynstrið í New York Glamour Bleikir samfestingar og kúrekastígvél Glamour María Grazia er fyrsta konan til að stýra tískurisanum Dior Glamour Blind youtube stjarna masterar blautan eyeliner Glamour Lady Gaga senuþjófur hjá Tommy Hilfiger Glamour CVS ætla að hætta að nota Photoshop Glamour Ástin sigrar allt Glamour ,,Hef ég verið beðin um að sýna á mér brjóstin? Já." Glamour Gamli góði rykfrakkinn Glamour