Formúlu 1 lið Renault hefur ráðið Pete Machin, loftflæðissérfræðing frá Red Bull liðinu. Machini mun koma til liðs við Renault í júlí, sem yfirmaður loftflæðisdeildar liðsins.
Machin hefur verið næstum 15 ár hjá Red Bull liðinu, sem áður var Jaguar liðið. Hann var stór hluti af einokun Red Bull á heimsmeistaratitlum á árunum 2010-2013. Hann kann því sitthvað í faginu en Red Bull bíllinn hefur löngum verið talinn sá best hannaði þegar kemur að loftflæði.
„Loftflæði skiptir gríðarlegu máli í tengslum við frammistöðu bílsins. Svo það er gríðarlega stórt skref fyrir okkur að ná í Pete,“ sagði Cyril Abiteboul, liðsstjóri Renault.
„Loftflæðið er mikilvægara en áður með þeim reglugerðarbreytingum sem tóku gildi um áramótin. Machin mun því hjálpa liðinu mikið á seinni hluta tímabilsins.“
Renault hefur einnig ráðið Ciaron Pilbeam frá McLaren sem yfirkeppnisverkfræðing, eins náði liðið í Nico Hulkenberg sem ökumann fyrir komandi tímabil frá Force India.
Renault ætlar sér greinilega að komast framar í goggunarröðinni.
Renault ræður loftflæðissérfræðing frá Red Bull

Tengdar fréttir

Árekstur Vettel batt enda á regndekkjaprófanir
Ferrari átti að prófa ný regndekk Pirelli í tvo daga á braut sinni á Ítalíu. Sebastian Vettel endaði á varnarvegg í gærmorgun og batt þar með enda á prófanirnar. Ferrari átti ekki varahluti til að gera við 2015 bíl sinn.

Rosberg: Hamilton fékk að vaða yfir mig
Nico Rosberg, heimsmeistari í Formúlu 1 segir að fyrrum liðsfélagi sinn og þrefaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton hafi vaðið yfir hann tímabilin áður en Rosberg varð meistari í fyrra.

Hulkenberg: Bílarnir verða hrottalega hraðir í ár
Nico Hulkenberg, sem gekk til liðs við Renault liðið í Formúlu 1 fyrir tímabilið býst við hrottalega hröðum Formúlu 1 bílum í ár.

Bílskúrinn: Hvernig eru Formúlu 1 bílarnir að breytast í ár?
Tæknireglur Formúlu 1 breytast talsvert fyrir tímabilið og því er tilefni til að rannsaka hverjar breytingarnar eru og hvaða áhrif þær munu hafa.