Rafrettur flokkaðar eins og tóbak: „Þetta er einfaldlega stórslys“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 13. febrúar 2017 21:03 Rafrettur verða flokkaðar eins og tóbak samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Læknir segir breytingarnar einfaldlega vera stórslys. Samkvæmt frumvarpsdrögunum eru settar reglur varðandi heimildir til sölu, markaðssetningar og neyslu á rafrettum, eða rafsígarettum eins og fyrirbærið er kallað í drögunum. Óheimilit verður að nota rafrettur í þjónusturýmum stofnana og fyrirtækja, á veitinga- og skemmtistöðum, í skólum og víðar. Þá verður bannað að selja fólki yngra en átján ára rafrettur og sömuleiðis verður óheimilit að auglýsa þær. Með öðrum orðum verða rafrettur flokkaðar eins og sígarettur. „Ég fagna því að fólk geti hætt að reykja með rafrettum, en við þurfum að vernda aðra aðila. Núna sjáum við að ungmenni eru farin að nota rafrettur í auknum mæli, án þess að hafa nokkurn tíma reykt,“ segir Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis. Viðar segir að kallað hafi verið eftir ramma utan um rafrettur, ekki síst úr skólasamfélaginu. Auk þess tryggi breytingarnar að tækin sjálf séu örugg og sömuleiðis vökvinn sem notaður er. Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir segir að með frumvarpinu sé verið að takmarka aðgengi fólks að tæki sem hjálpað hafi milljónum reykingamanna um allan heim að hætta að reykja. „Við erum að missa af mjög hentugu skipulagi til að koma á skynsömum reglum, það er það sem við erum að missa af. Við erum að missa af tækifæri til þess að ráðleggja fólki að nota eitthvað það sem er mesta og besta tól sem ég hef séð síðan. Við erum að missa af því tækifæri,“ segir Guðmundur Karl Snæbjörnsson, læknir. Hann líkt og margir aðrir fagnar því að hér sé kominn vísir að skipulagi um notkun rafretta. „Ramma þurfum við, auvitað, en ekki þetta. Þetta er einfaldlega stórslys,“ segir Guðmundur. Heildarendurskoðun á tóbaksvarnarlögum stendur nú yfir. Þetta nýja frumvarp, sem lagt verður fram á núverandi þingi, er liður í því. Um er að ræða fyrstu drög og getur það tekið breytingum með tilliti til umsagna sem kunna að berast. Rafrettur Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Rafrettur verða flokkaðar eins og tóbak samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Læknir segir breytingarnar einfaldlega vera stórslys. Samkvæmt frumvarpsdrögunum eru settar reglur varðandi heimildir til sölu, markaðssetningar og neyslu á rafrettum, eða rafsígarettum eins og fyrirbærið er kallað í drögunum. Óheimilit verður að nota rafrettur í þjónusturýmum stofnana og fyrirtækja, á veitinga- og skemmtistöðum, í skólum og víðar. Þá verður bannað að selja fólki yngra en átján ára rafrettur og sömuleiðis verður óheimilit að auglýsa þær. Með öðrum orðum verða rafrettur flokkaðar eins og sígarettur. „Ég fagna því að fólk geti hætt að reykja með rafrettum, en við þurfum að vernda aðra aðila. Núna sjáum við að ungmenni eru farin að nota rafrettur í auknum mæli, án þess að hafa nokkurn tíma reykt,“ segir Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis. Viðar segir að kallað hafi verið eftir ramma utan um rafrettur, ekki síst úr skólasamfélaginu. Auk þess tryggi breytingarnar að tækin sjálf séu örugg og sömuleiðis vökvinn sem notaður er. Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir segir að með frumvarpinu sé verið að takmarka aðgengi fólks að tæki sem hjálpað hafi milljónum reykingamanna um allan heim að hætta að reykja. „Við erum að missa af mjög hentugu skipulagi til að koma á skynsömum reglum, það er það sem við erum að missa af. Við erum að missa af tækifæri til þess að ráðleggja fólki að nota eitthvað það sem er mesta og besta tól sem ég hef séð síðan. Við erum að missa af því tækifæri,“ segir Guðmundur Karl Snæbjörnsson, læknir. Hann líkt og margir aðrir fagnar því að hér sé kominn vísir að skipulagi um notkun rafretta. „Ramma þurfum við, auvitað, en ekki þetta. Þetta er einfaldlega stórslys,“ segir Guðmundur. Heildarendurskoðun á tóbaksvarnarlögum stendur nú yfir. Þetta nýja frumvarp, sem lagt verður fram á núverandi þingi, er liður í því. Um er að ræða fyrstu drög og getur það tekið breytingum með tilliti til umsagna sem kunna að berast.
Rafrettur Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira