„Bæði við og útgerðarmenn verða að hætta þessari djöfulsins þrjósku“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. febrúar 2017 11:13 Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Vísir/Ernir „Það er alltaf ögurstund,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, um frétt Morgunblaðsins þar sem talað erum að svo virðist sem að komið sé að ögurstund eftir nær tveggja mánaða verkfall sjómanna. „Það er ekkert meiri ögurstund núna en oft áður. Sumum finnst vera komið nóg og öðrum ekki, þannig er þetta bara,“ segir Valmundur í samtali við Vísi. Hann segir samninganefnd Sjómannasambandsins ætla að hittast í dag þar sem reynt verði að finna nýjar lausnir á kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna sem muni leiða til samninga. „Það er bara verið að reyna að fá menn til að hugsa öðruvísi. Bæði við og útgerðarmenn verða að hætta þessari djöfulsins þrjósku báðu megin, það er það sem við erum að reyna að gera,“ segir Valmundur. Auk fundar samninganefndar Sjómannasambands Íslands munu einnig fjórar aðrar samninganefndir á vegum sjómanna funda í dag og morgun til að reyna að finna lausn á deilunni. Valmundur segir þessi félög tala daglega saman og á von á því að samninganefndirnar muni hittast á næstu dögum til að bera saman bækur sínar. Hann segir þetta langt því frá vera merki um uppgjöf af hálfu sjómanna og jafnframt að þetta sé ekki merki um að sjómenn séu orðnir stressaðir vegna loðnuvertíðarinnar. „Ekki við allavega,“ svarar Valmundur en það stefnir í eina verstu loðnuvertíðina í langan tíma. Loðnukvótinn á þessari vertíð verður aðeins 57 þúsund tonn en hlutur íslensku skipana í honum verður aðeins 11.500 tonn. Í skýrslu þar sem lagt var mat á þjóðhagsleg áhrif verkfallsins kom fram að dragist verkfallið fram á loðnuvertíð geti þjóðarbúið orðið að milljarði króna. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Áhrif sjómannaverkfalls hríslast um allt samfélagið Útflutningur á ferskum botnfiskafurðum hefur dregist saman um 40 til 55 prósent í verkfalli sjómanna og fiskverkafólk hefur orðið af tekjum upp á rúmar átta hundruð milljónir króna. 10. febrúar 2017 20:00 Útflutningstekjur hafa dregist saman um 3,5 til 5 milljarða vegna verkfallsins Mat á þjóðhagslegum áhrifum verkfalls sjómanna kynnt í sjávarútvegsráðuneytinu. 10. febrúar 2017 15:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Sjá meira
„Það er alltaf ögurstund,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, um frétt Morgunblaðsins þar sem talað erum að svo virðist sem að komið sé að ögurstund eftir nær tveggja mánaða verkfall sjómanna. „Það er ekkert meiri ögurstund núna en oft áður. Sumum finnst vera komið nóg og öðrum ekki, þannig er þetta bara,“ segir Valmundur í samtali við Vísi. Hann segir samninganefnd Sjómannasambandsins ætla að hittast í dag þar sem reynt verði að finna nýjar lausnir á kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna sem muni leiða til samninga. „Það er bara verið að reyna að fá menn til að hugsa öðruvísi. Bæði við og útgerðarmenn verða að hætta þessari djöfulsins þrjósku báðu megin, það er það sem við erum að reyna að gera,“ segir Valmundur. Auk fundar samninganefndar Sjómannasambands Íslands munu einnig fjórar aðrar samninganefndir á vegum sjómanna funda í dag og morgun til að reyna að finna lausn á deilunni. Valmundur segir þessi félög tala daglega saman og á von á því að samninganefndirnar muni hittast á næstu dögum til að bera saman bækur sínar. Hann segir þetta langt því frá vera merki um uppgjöf af hálfu sjómanna og jafnframt að þetta sé ekki merki um að sjómenn séu orðnir stressaðir vegna loðnuvertíðarinnar. „Ekki við allavega,“ svarar Valmundur en það stefnir í eina verstu loðnuvertíðina í langan tíma. Loðnukvótinn á þessari vertíð verður aðeins 57 þúsund tonn en hlutur íslensku skipana í honum verður aðeins 11.500 tonn. Í skýrslu þar sem lagt var mat á þjóðhagsleg áhrif verkfallsins kom fram að dragist verkfallið fram á loðnuvertíð geti þjóðarbúið orðið að milljarði króna.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Áhrif sjómannaverkfalls hríslast um allt samfélagið Útflutningur á ferskum botnfiskafurðum hefur dregist saman um 40 til 55 prósent í verkfalli sjómanna og fiskverkafólk hefur orðið af tekjum upp á rúmar átta hundruð milljónir króna. 10. febrúar 2017 20:00 Útflutningstekjur hafa dregist saman um 3,5 til 5 milljarða vegna verkfallsins Mat á þjóðhagslegum áhrifum verkfalls sjómanna kynnt í sjávarútvegsráðuneytinu. 10. febrúar 2017 15:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Sjá meira
Áhrif sjómannaverkfalls hríslast um allt samfélagið Útflutningur á ferskum botnfiskafurðum hefur dregist saman um 40 til 55 prósent í verkfalli sjómanna og fiskverkafólk hefur orðið af tekjum upp á rúmar átta hundruð milljónir króna. 10. febrúar 2017 20:00
Útflutningstekjur hafa dregist saman um 3,5 til 5 milljarða vegna verkfallsins Mat á þjóðhagslegum áhrifum verkfalls sjómanna kynnt í sjávarútvegsráðuneytinu. 10. febrúar 2017 15:00