Hungursneyð vofir yfir í fjórum ríkjum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. febrúar 2017 16:26 Tugir milljóna eru í hættu í fjórum löndm, þar sem hjálparstofnanir segja ástandið vera alvarlegt. Vísir/EPA Hungursneyð vofir nú yfir í fjórum mismunandi löndum og ógnar þar með lífum milljóna, en aldrei hefur jafn mikið reynt á aðstoð frá hjálpar-og neyðarsamtökum. Guardian greinir frá. Tugir milljóna manna þurfa á mataraðstoð að halda í Jemen, Suður-Súdan, Nígeríu og Sómalíu, en hungrið er ekki eina hættan sem býr að fólkinu, þar sem mörg svæða innan þessara ríkja eru stríðshrjáð og ógnar ástandið lífum fólks. Samkvæmt upplýsingum frá hjálparstofnunum á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur fjöldi þeirra sem styrkir slíkar stofnanir rúmlega sexfaldast á undanförnum tuttugu árum, en þrátt fyrir það ná hjálparstofnanir einungis að sinna um helmingi þeirra verkefna sem þykja aðkallandi. Samkvæmt Gareth Owen, sem vinnur fyrir hjálparsamtökin Save the Children fer ástandið stöðugt versnandi og líkir hann ástandinu við það sem var í Sómalíu árin 2010-2012 þar sem 260.000 manns létust vegna hungursneyðar. „Einmitt á þessari stundu, upplifa rúmlega tólf milljón manns í Eþíópíu, Kenía og Sómalíu lítið sem ekkert fæðuöryggi, en þessi ríki líta jafnilla út og Sómalía árið 2011. Ef þú bætir Suður-Súdan við og tekur inn í reikninginn þau átök sem hafa verið þar, auk Nígeríu og Jemen, þar sem milljónir bætast við, þá lítur þetta út fyrir að neyðarástandið sé verra en við höfum nokkurn tímann séð það.“ Sara Pantuliano, einn af yfirmönnum hjálparsamtakanna Overseas Development Institute, segir að sér finnst að hjálparsamtök verði að bregðast við breyttum tímum og líta til þess að endurbæta hvernig neyðar- og mataraðstoð er komið til borgara í hrjáðum löndum. „Það er hneyksli að það sé árið 2017 og að við séum enn að líta til þess að þurfa að bregðast við hungursneyðum, í stað þess að bregðast við áður en að slíkt ástand kemur upp.“ Að sögn Pantuliano bregðast hjálparstofnanir of seint við þegar upp kemur ástand á borð við það sem nú er í löndunum fjórum. Vandamálið sé einnig það, að mörg þessara landa komist seint eða alls ekki í heimsfréttirnar, þar sem mikil hætta stafar að blaðamönnum sem starfa í viðkomandi löndum. Jemen Nígería Sómalía Suður-Súdan Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Hungursneyð vofir nú yfir í fjórum mismunandi löndum og ógnar þar með lífum milljóna, en aldrei hefur jafn mikið reynt á aðstoð frá hjálpar-og neyðarsamtökum. Guardian greinir frá. Tugir milljóna manna þurfa á mataraðstoð að halda í Jemen, Suður-Súdan, Nígeríu og Sómalíu, en hungrið er ekki eina hættan sem býr að fólkinu, þar sem mörg svæða innan þessara ríkja eru stríðshrjáð og ógnar ástandið lífum fólks. Samkvæmt upplýsingum frá hjálparstofnunum á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur fjöldi þeirra sem styrkir slíkar stofnanir rúmlega sexfaldast á undanförnum tuttugu árum, en þrátt fyrir það ná hjálparstofnanir einungis að sinna um helmingi þeirra verkefna sem þykja aðkallandi. Samkvæmt Gareth Owen, sem vinnur fyrir hjálparsamtökin Save the Children fer ástandið stöðugt versnandi og líkir hann ástandinu við það sem var í Sómalíu árin 2010-2012 þar sem 260.000 manns létust vegna hungursneyðar. „Einmitt á þessari stundu, upplifa rúmlega tólf milljón manns í Eþíópíu, Kenía og Sómalíu lítið sem ekkert fæðuöryggi, en þessi ríki líta jafnilla út og Sómalía árið 2011. Ef þú bætir Suður-Súdan við og tekur inn í reikninginn þau átök sem hafa verið þar, auk Nígeríu og Jemen, þar sem milljónir bætast við, þá lítur þetta út fyrir að neyðarástandið sé verra en við höfum nokkurn tímann séð það.“ Sara Pantuliano, einn af yfirmönnum hjálparsamtakanna Overseas Development Institute, segir að sér finnst að hjálparsamtök verði að bregðast við breyttum tímum og líta til þess að endurbæta hvernig neyðar- og mataraðstoð er komið til borgara í hrjáðum löndum. „Það er hneyksli að það sé árið 2017 og að við séum enn að líta til þess að þurfa að bregðast við hungursneyðum, í stað þess að bregðast við áður en að slíkt ástand kemur upp.“ Að sögn Pantuliano bregðast hjálparstofnanir of seint við þegar upp kemur ástand á borð við það sem nú er í löndunum fjórum. Vandamálið sé einnig það, að mörg þessara landa komist seint eða alls ekki í heimsfréttirnar, þar sem mikil hætta stafar að blaðamönnum sem starfa í viðkomandi löndum.
Jemen Nígería Sómalía Suður-Súdan Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira