Verður Holly Holm fyrsti fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC? Pétur Marinó Jónsson skrifar 11. febrúar 2017 22:30 Holm með spark í Mieshu Tate. Vísir/Getty UFC 208 fer fram í kvöld þar sem þær Holly Holm og Germaine de Randamie mætast í fyrsta fjaðurvigtarbardaga kvenna í UFC. Lítið hefur gengið hjá Holm eftir að hún vann Rondu Rousey en Holm ætlar ekki að láta þetta tækifæri renna sér úr greipum. Holly Holm rotaði Rondu Rousey í nóvember 2015 og varð þar með aðeins önnur konan til að verða bantamvigtarmeistari kvenna í UFC. Sigurinn á Rousey var ein besta tæknilega frammistaða síðari ára í UFC þar sem hún lét þáverandi meistara líta út eins og nýliða. Holm náði þó ekki að fylgja sigrinum eftir og tapaði beltinu í sinni fyrstu titilvörn og tapaði svo aftur gegn Valentinu Shevchenko nokkrum mánuðum síðar. Núna hefur hún tapað tveimur bardögum í röð og hefur verið líkt við Buster Douglas sem var sá fyrsti til að vinna Mike Tyson en gerði svo ekkert meira en það út ferilinn. Holm hefur engan áhuga á að vera Buster Douglas MMA heimsins og mun freista þess að næla sér í nýtt belti í nýstofnaðri fjaðurvigt kvenna í nótt. Þar mætir hún Germaine de Randamie en báðar eru þær að koma upp í fjaðurvigtina úr bantamvigt UFC. Bardaginn í kvöld gæti orðið mjög áhugaverður enda eru hér að mætast tvær konur sem voru gífurlega sigursælar á sínum sviðum áður en þær skiptu yfir í MMA. Holly Holm var 19-faldur heimsmeistari í boxi og de Randamie tífaldur heimsmeistari í Muay Thai. Hin hollenska Germaine de Randamie er með þrjá sigra og eitt tap í UFC og hefur litið vel út í síðustu bardögum. Það verður þó að taka með í reikninginn að hún hefur ekki beint verið að sigra þær allra sterkustu í UFC en engin af þeim stelpum sem de Randamie hefur unnið er með sigur í UFC. Hennar eina tap kom svo gegn núverandi meistara í bantamvigtinni, Amöndu Nunes. En það sama mátti segja um Holly Holm áður en hún mætti Rondu Rousey. Holm hafði ekkert litið neitt stórkostlega út í UFC gegn meðal andstæðingum áður en hún mætti Rousey. Það er oft sagt að „styles make fights“ og á það svo sannarlega vel við í tilviki Holly Holm. Hún er best þegar hún getur setið til baka og beitt gagnárásum líkt og hún gat gert gegn Rondu Rousey. Þegar hún þarf að stjórna bardaganum, eins og gegn Valentinu Shevchenko, er hún í meiri vandræðum. Gegn de Randamie ætti hún að hafa færi á að sitja aðeins til baka og beita gagnárásunum enda vill de Randamie pressa fram. De Randamie er þó engin Ronda Rousey og mun ekki vaða óvitsmunalega áfram með andlitið á hnefa Holm. Sigurvegarinn í kvöld verður fyrsti fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC en auk titilbardagans fáum við að sjá gömlu goðsögnina Anderson Silva mæta Derek Brunson. Þó Anderson Silva sé langt frá því að vera sami bardagamaður og hann var þegar hann réði lögum og lofum yfir millivigtinni, er ekki hægt að útiloka sigur eftir rothögg frá honum. UFC 208 fer fram í Brooklyn í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst kl 3 og verða fimm bardagar á dagskrá. MMA Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
UFC 208 fer fram í kvöld þar sem þær Holly Holm og Germaine de Randamie mætast í fyrsta fjaðurvigtarbardaga kvenna í UFC. Lítið hefur gengið hjá Holm eftir að hún vann Rondu Rousey en Holm ætlar ekki að láta þetta tækifæri renna sér úr greipum. Holly Holm rotaði Rondu Rousey í nóvember 2015 og varð þar með aðeins önnur konan til að verða bantamvigtarmeistari kvenna í UFC. Sigurinn á Rousey var ein besta tæknilega frammistaða síðari ára í UFC þar sem hún lét þáverandi meistara líta út eins og nýliða. Holm náði þó ekki að fylgja sigrinum eftir og tapaði beltinu í sinni fyrstu titilvörn og tapaði svo aftur gegn Valentinu Shevchenko nokkrum mánuðum síðar. Núna hefur hún tapað tveimur bardögum í röð og hefur verið líkt við Buster Douglas sem var sá fyrsti til að vinna Mike Tyson en gerði svo ekkert meira en það út ferilinn. Holm hefur engan áhuga á að vera Buster Douglas MMA heimsins og mun freista þess að næla sér í nýtt belti í nýstofnaðri fjaðurvigt kvenna í nótt. Þar mætir hún Germaine de Randamie en báðar eru þær að koma upp í fjaðurvigtina úr bantamvigt UFC. Bardaginn í kvöld gæti orðið mjög áhugaverður enda eru hér að mætast tvær konur sem voru gífurlega sigursælar á sínum sviðum áður en þær skiptu yfir í MMA. Holly Holm var 19-faldur heimsmeistari í boxi og de Randamie tífaldur heimsmeistari í Muay Thai. Hin hollenska Germaine de Randamie er með þrjá sigra og eitt tap í UFC og hefur litið vel út í síðustu bardögum. Það verður þó að taka með í reikninginn að hún hefur ekki beint verið að sigra þær allra sterkustu í UFC en engin af þeim stelpum sem de Randamie hefur unnið er með sigur í UFC. Hennar eina tap kom svo gegn núverandi meistara í bantamvigtinni, Amöndu Nunes. En það sama mátti segja um Holly Holm áður en hún mætti Rondu Rousey. Holm hafði ekkert litið neitt stórkostlega út í UFC gegn meðal andstæðingum áður en hún mætti Rousey. Það er oft sagt að „styles make fights“ og á það svo sannarlega vel við í tilviki Holly Holm. Hún er best þegar hún getur setið til baka og beitt gagnárásum líkt og hún gat gert gegn Rondu Rousey. Þegar hún þarf að stjórna bardaganum, eins og gegn Valentinu Shevchenko, er hún í meiri vandræðum. Gegn de Randamie ætti hún að hafa færi á að sitja aðeins til baka og beita gagnárásunum enda vill de Randamie pressa fram. De Randamie er þó engin Ronda Rousey og mun ekki vaða óvitsmunalega áfram með andlitið á hnefa Holm. Sigurvegarinn í kvöld verður fyrsti fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC en auk titilbardagans fáum við að sjá gömlu goðsögnina Anderson Silva mæta Derek Brunson. Þó Anderson Silva sé langt frá því að vera sami bardagamaður og hann var þegar hann réði lögum og lofum yfir millivigtinni, er ekki hægt að útiloka sigur eftir rothögg frá honum. UFC 208 fer fram í Brooklyn í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst kl 3 og verða fimm bardagar á dagskrá.
MMA Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira