Quincy Hankins Cole: Ghetto Hooligans gera leikina miklu auðveldari fyrir okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2017 19:30 Quincy Hankins Cole hefur farið á kostum með ÍR-ingum að undanförnu. Þessi litríki karakter segir að stuðningssveit liðsins eigi mikið í góðu gengi á nýju ári. Kjartan Atli Kjartansson hitti kappann og fjallaði um hann og stuðningsveitina í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. Quincy Hankins-Cole kom til ÍR í lok nóvember og hefur verið lykilmaður í viðsnúningi á gengi liðsins að undanförnu. Á sama tíma og Quincy og allt lið ÍR hefur leikið vel, hefur vösk stuðningssveit liðsins farið á kostum. Sveitin kallar sig Ghetto Hooligans og virðist hafa ákaflega gaman að því að styðja sitt lið. Quincy segir strákana í liðinu fá mikinn kraft frá stuðningsmönnum. „Þeir byrja þetta áður en við byrjum. þegar við erum að klæða okkur í klefanum þá heyrum við í þeim syngja og öskra. Það er eins og við séum með sjötta manninn inná vellinum. Það er mjög erfitt fyrir lið að koma hingað og vinna okkur,“ sagði Quincy Hankins Cole í samtali við Kjartan Atla Kjartansson. Í síðasta leik vann ÍR mikilvægan sigur á Þór Akureyri í baráttunni um laust sæti í úrslitakeppninni. ÍR þurfti að vinna með meira en 16 stiga mun, til þess að ná hagstæðari innbyrðis stigamun verði liðin jöfn að lokinn deildarkeppni. Það tókst, með frábærum leik ÍR liðsins og þá sérstaklega Quincy Hankins Cole. Athygli vakti að fyrir leik kastaði hann upp dufti, svipað og LeBron James gerir, en hvaðan kom sú hugmynd? „Strákarnir í Ghetto Hooligans báðu um þetta. Ég lét undir og ákvað að prófa þetta. Þetta kom virkilega vel út. Þetta var skemmtilegt kvöld og einstakt andrúmsloft. Mér leið ekki alveg eins kjánalega og ég hélt,“ sagði Quincy Hankins Cole Toðslur Quincy í leiknum gegn Þór voru augnakonfekt, en hvað var það við þennan leik sem var svona sérstakt? „Þessi leikur skipti miklu máli fyrir okkur. Við komum saman og fórum yfir málinn eftir síðasta leik. Við sögðum að þetta væri okkar úrslitakeppni. Hér eftir myndum við líta á alla leiki eins og þeir væru leikir í úrslitakeppni. Það sem allir sáu var lið sem er að reyna að tryggja sér sæti í úrslitakeppnina,“ sagði Quincy Hankins Cole. Framundan eru tveir stórir leikir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, báðir á útivelli. Þeir eru gegn Þór Þorlákshöfn og Njarðvík. Quincy er viss um að Ghetto Hooligans munu láta vel í sér heyra í þessum mikilvægu leikjum. „Þeim mun háværari sem þeir verða og þeim mun meira sem þeir koma sér inn í leikinn verður leikurinn svo miklu auðveldari fyrir okkur,“ sagði Quincy Hankins Cole. Það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Quincy Hankins Cole hefur farið á kostum með ÍR-ingum að undanförnu. Þessi litríki karakter segir að stuðningssveit liðsins eigi mikið í góðu gengi á nýju ári. Kjartan Atli Kjartansson hitti kappann og fjallaði um hann og stuðningsveitina í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. Quincy Hankins-Cole kom til ÍR í lok nóvember og hefur verið lykilmaður í viðsnúningi á gengi liðsins að undanförnu. Á sama tíma og Quincy og allt lið ÍR hefur leikið vel, hefur vösk stuðningssveit liðsins farið á kostum. Sveitin kallar sig Ghetto Hooligans og virðist hafa ákaflega gaman að því að styðja sitt lið. Quincy segir strákana í liðinu fá mikinn kraft frá stuðningsmönnum. „Þeir byrja þetta áður en við byrjum. þegar við erum að klæða okkur í klefanum þá heyrum við í þeim syngja og öskra. Það er eins og við séum með sjötta manninn inná vellinum. Það er mjög erfitt fyrir lið að koma hingað og vinna okkur,“ sagði Quincy Hankins Cole í samtali við Kjartan Atla Kjartansson. Í síðasta leik vann ÍR mikilvægan sigur á Þór Akureyri í baráttunni um laust sæti í úrslitakeppninni. ÍR þurfti að vinna með meira en 16 stiga mun, til þess að ná hagstæðari innbyrðis stigamun verði liðin jöfn að lokinn deildarkeppni. Það tókst, með frábærum leik ÍR liðsins og þá sérstaklega Quincy Hankins Cole. Athygli vakti að fyrir leik kastaði hann upp dufti, svipað og LeBron James gerir, en hvaðan kom sú hugmynd? „Strákarnir í Ghetto Hooligans báðu um þetta. Ég lét undir og ákvað að prófa þetta. Þetta kom virkilega vel út. Þetta var skemmtilegt kvöld og einstakt andrúmsloft. Mér leið ekki alveg eins kjánalega og ég hélt,“ sagði Quincy Hankins Cole Toðslur Quincy í leiknum gegn Þór voru augnakonfekt, en hvað var það við þennan leik sem var svona sérstakt? „Þessi leikur skipti miklu máli fyrir okkur. Við komum saman og fórum yfir málinn eftir síðasta leik. Við sögðum að þetta væri okkar úrslitakeppni. Hér eftir myndum við líta á alla leiki eins og þeir væru leikir í úrslitakeppni. Það sem allir sáu var lið sem er að reyna að tryggja sér sæti í úrslitakeppnina,“ sagði Quincy Hankins Cole. Framundan eru tveir stórir leikir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, báðir á útivelli. Þeir eru gegn Þór Þorlákshöfn og Njarðvík. Quincy er viss um að Ghetto Hooligans munu láta vel í sér heyra í þessum mikilvægu leikjum. „Þeim mun háværari sem þeir verða og þeim mun meira sem þeir koma sér inn í leikinn verður leikurinn svo miklu auðveldari fyrir okkur,“ sagði Quincy Hankins Cole. Það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira