Brynjar segir greinar sínar um Guðmundar- og Geirfinnsmál frábærar og eldast vel Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2017 13:51 Þórhildur Sunna vildi að sauma að Brynjari á þingi nú áðan vegna afstöðu hans í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. „Þær [greinar um Guðmundar- og Geirfinnsmál) eldast mjög vel og mér finnst þær alveg frábærar,“ sagði Brynjar Nielsson á þingi nú fyrir skömmu. Tilefni var fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur þingmanns Pírata sem vildi fá að vita hvort umdeildar greinar Brynjars um Guðmundar- og Geirfinnsmál hafi elst vel?Hafa þessar greinar elst vel? Eftir að ákveðið var nú í vikunni að taka þessi mál upp á nýjan leik hafa þessar greinar Brynjars verið rifjaðar upp víða á samfélagsmiðlum og hafa ýmsir lýst yfir vandlætingu sinni á þeim. En Brynjar er fyrrverandi formaður Lögmannafélagsins. Þórhildur Sunna vitnaði í grein eftir Brynjar frá árinu 2011 þar sem segir meðal annars: „Í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hafa engin ný gögn komið fram sem breytt geta sönnunarmatinu í málunum. Það hefur því enga þýðingu að endurupptaka málin og innanríkisráðherra getur ekki ákveðið það að óbreyttum lögum. Það hefur enn minni þýðingu að skipa rannsóknarnefnd til að meta hvort ákærðu hafi verið ranglega sakfelldir.“Hafði Davíð á réttu að standa eða Brynjar? Þórhildur Sunna vitnaði einnig í orð Davíðs Oddssonar, sem sagði árið 1998 á þingi, þá forsætisráðherra, að víða hefi verið pottur brotinn í þessum málum og vonbrigði að Hæstiréttur skyldi ekki hafa haft lagaskilyrði til þess að taka málið upp á nýjan leik þá um sumarið. Davíð sagði ekki „aðeins eitt dómsmorð hefði verið framið í Geirfinnsmálinu heldur mörg og gat þess ennfremur að þótt það hefði verið sársaukafullt fyrir íslenska dómstóla hefði það verið góð og nauðsynleg "hundahreinsun" eins og hann orðaði það, að fara í gegnum Geirfinnsmálið. „Ég tel eftir niðurstöðu Hæstaréttar að það sé skynsamlegt og eðlilegt að Alþingi velti þessu máli fyrir sér og hvort ekki sé rétt til öryggis að hafa varnagla af því tagi sem gerir kleift að taka upp mál sem kunna að hafa farið úrskeiðis á rannsóknar-, meðferðar- og dómstigum þess," sagði hann.“ Þórhildur Sunna vildi vita hvort Brynjar teldi þessi ummæli Davíðs hafa elst illa en hans vel, eða öfugt?Dæmt samkvæmt þágildandi lögum Brynjar sagðist ekki hægt að ætlast til þess að hann svaraði þessum spurningum á tveimur mínútum. Stóra greinin hans um þetta efni héti Guðmundar og Geirfinnsmálið í hnotskurn. Brynjar segir hana hafa fjallað um sönnunarfærsluna. „Umræðan í samfélaginu var mjög rugluð. Ekkert lá fyrir nema framburður sakborninga sjálfra, umræða um að þessar játningar hafi verið fengnar fram með rangvarandi harðræði. Þetta var rangt.“ Brynjar sagðist hafa skrifað aðra grein sem fjallaði um lagaskilyrði sem væru um lögfræðileg málefni; „þær eldast mjög vel og mér finnst þær bara alveg frábærar.“ Brynjar telur vert fyrir þá sem lært hafa mannréttindalögfræði í Hollandi að lesa þessar greinar hans. Hann hafi aldrei haldið því fram að dómar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu væru yfir vafa hafin eða að sök hafi verið sönnuð óumdeilanlega. En dómarar dæmdu samkvæmt þágildandi lögum og samkvæmt þeim gögnum sem lágu fyrir. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sannleiksnefnd skoði lögreglurannsóknina Börn Sævars Ciesielski fagna endurupptöku. Prófessor telur mikilvægt að skipa sannleiksnefnd um rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmála. Nefndin starfi á svipaðan hátt og sannleiksnefnd sem sett var á fót í Suður-Afríku á sínum tíma. 27. febrúar 2017 07:00 „Ég vaknaði kannski upp með andfælum og öskrum“ Sævar Ciesielski lýsti sér sem stórsködduðum eftir einangrunarvistina. 24. febrúar 2017 16:06 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Erla segir niðurstöðu endurupptökunefndar vera ansi mikið högg Erla Bolladóttir segist hafa verið undir miklum þrýstingi frá lögreglumönnum þegar hún bar fjóra mönnum röngum sökum í Guðmundar- og Geirfinssmálinu í ársbyrjun 1976. Niðurstaða endurupptökunefndar um að synja máli hennar um endurupptöku hafi verið ansi mikið högg. 27. febrúar 2017 21:22 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
„Þær [greinar um Guðmundar- og Geirfinnsmál) eldast mjög vel og mér finnst þær alveg frábærar,“ sagði Brynjar Nielsson á þingi nú fyrir skömmu. Tilefni var fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur þingmanns Pírata sem vildi fá að vita hvort umdeildar greinar Brynjars um Guðmundar- og Geirfinnsmál hafi elst vel?Hafa þessar greinar elst vel? Eftir að ákveðið var nú í vikunni að taka þessi mál upp á nýjan leik hafa þessar greinar Brynjars verið rifjaðar upp víða á samfélagsmiðlum og hafa ýmsir lýst yfir vandlætingu sinni á þeim. En Brynjar er fyrrverandi formaður Lögmannafélagsins. Þórhildur Sunna vitnaði í grein eftir Brynjar frá árinu 2011 þar sem segir meðal annars: „Í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hafa engin ný gögn komið fram sem breytt geta sönnunarmatinu í málunum. Það hefur því enga þýðingu að endurupptaka málin og innanríkisráðherra getur ekki ákveðið það að óbreyttum lögum. Það hefur enn minni þýðingu að skipa rannsóknarnefnd til að meta hvort ákærðu hafi verið ranglega sakfelldir.“Hafði Davíð á réttu að standa eða Brynjar? Þórhildur Sunna vitnaði einnig í orð Davíðs Oddssonar, sem sagði árið 1998 á þingi, þá forsætisráðherra, að víða hefi verið pottur brotinn í þessum málum og vonbrigði að Hæstiréttur skyldi ekki hafa haft lagaskilyrði til þess að taka málið upp á nýjan leik þá um sumarið. Davíð sagði ekki „aðeins eitt dómsmorð hefði verið framið í Geirfinnsmálinu heldur mörg og gat þess ennfremur að þótt það hefði verið sársaukafullt fyrir íslenska dómstóla hefði það verið góð og nauðsynleg "hundahreinsun" eins og hann orðaði það, að fara í gegnum Geirfinnsmálið. „Ég tel eftir niðurstöðu Hæstaréttar að það sé skynsamlegt og eðlilegt að Alþingi velti þessu máli fyrir sér og hvort ekki sé rétt til öryggis að hafa varnagla af því tagi sem gerir kleift að taka upp mál sem kunna að hafa farið úrskeiðis á rannsóknar-, meðferðar- og dómstigum þess," sagði hann.“ Þórhildur Sunna vildi vita hvort Brynjar teldi þessi ummæli Davíðs hafa elst illa en hans vel, eða öfugt?Dæmt samkvæmt þágildandi lögum Brynjar sagðist ekki hægt að ætlast til þess að hann svaraði þessum spurningum á tveimur mínútum. Stóra greinin hans um þetta efni héti Guðmundar og Geirfinnsmálið í hnotskurn. Brynjar segir hana hafa fjallað um sönnunarfærsluna. „Umræðan í samfélaginu var mjög rugluð. Ekkert lá fyrir nema framburður sakborninga sjálfra, umræða um að þessar játningar hafi verið fengnar fram með rangvarandi harðræði. Þetta var rangt.“ Brynjar sagðist hafa skrifað aðra grein sem fjallaði um lagaskilyrði sem væru um lögfræðileg málefni; „þær eldast mjög vel og mér finnst þær bara alveg frábærar.“ Brynjar telur vert fyrir þá sem lært hafa mannréttindalögfræði í Hollandi að lesa þessar greinar hans. Hann hafi aldrei haldið því fram að dómar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu væru yfir vafa hafin eða að sök hafi verið sönnuð óumdeilanlega. En dómarar dæmdu samkvæmt þágildandi lögum og samkvæmt þeim gögnum sem lágu fyrir.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sannleiksnefnd skoði lögreglurannsóknina Börn Sævars Ciesielski fagna endurupptöku. Prófessor telur mikilvægt að skipa sannleiksnefnd um rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmála. Nefndin starfi á svipaðan hátt og sannleiksnefnd sem sett var á fót í Suður-Afríku á sínum tíma. 27. febrúar 2017 07:00 „Ég vaknaði kannski upp með andfælum og öskrum“ Sævar Ciesielski lýsti sér sem stórsködduðum eftir einangrunarvistina. 24. febrúar 2017 16:06 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Erla segir niðurstöðu endurupptökunefndar vera ansi mikið högg Erla Bolladóttir segist hafa verið undir miklum þrýstingi frá lögreglumönnum þegar hún bar fjóra mönnum röngum sökum í Guðmundar- og Geirfinssmálinu í ársbyrjun 1976. Niðurstaða endurupptökunefndar um að synja máli hennar um endurupptöku hafi verið ansi mikið högg. 27. febrúar 2017 21:22 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Sannleiksnefnd skoði lögreglurannsóknina Börn Sævars Ciesielski fagna endurupptöku. Prófessor telur mikilvægt að skipa sannleiksnefnd um rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmála. Nefndin starfi á svipaðan hátt og sannleiksnefnd sem sett var á fót í Suður-Afríku á sínum tíma. 27. febrúar 2017 07:00
„Ég vaknaði kannski upp með andfælum og öskrum“ Sævar Ciesielski lýsti sér sem stórsködduðum eftir einangrunarvistina. 24. febrúar 2017 16:06
Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03
Erla segir niðurstöðu endurupptökunefndar vera ansi mikið högg Erla Bolladóttir segist hafa verið undir miklum þrýstingi frá lögreglumönnum þegar hún bar fjóra mönnum röngum sökum í Guðmundar- og Geirfinssmálinu í ársbyrjun 1976. Niðurstaða endurupptökunefndar um að synja máli hennar um endurupptöku hafi verið ansi mikið högg. 27. febrúar 2017 21:22