Við þurfum öll að pissa Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2017 10:26 Hafið þið ekki öll séð myndina af eldri konunni með skiltið sem stendur á: „I don’t believe I still have to protest this shit“? Mér líður stundum þannig þegar ég er að ræða transmálefni eða færa rök fyrir mínu máli. Ástæða þess að ég skrifa þessa grein er til þess að ræða mikilvægi þess að í boði séu kynlaus klósett og að nemendur í Háskóla Íslands sem eru trans geti fengið að notast við rétt nafn innan kerfisins, burtséð frá því hvert lagalegt nafn þeirra kunni að vera. Fyrir mér er það afskaplega sjálfsagt mál og í raun mikilvægt til að tryggja öryggi trans fólks innan háskólans. Trans fólk verður oft fyrir áreiti á almenningsklósettum, sem getur verið misalvarlegt. Það er samt algengast að fólk rekist á það sem ég kýs að kalla kynjalöggur. Kynjalöggur er svona fólk sem skiptir sér af því hvaða fólk er inn á klósettinu og heldur að það sé svaka harðkjarna að benda manneskju á að hún sé nú örugglega ekki á réttu klósetti því þeim finnst hún vera of karlmannleg eða kvenleg. Ég held að við séum öll fullfær um að velja það klósett sem hentar okkur. Kannski við ættum að hætta þessari þrálátu kynjaskiptingu og skipta þeim frekar upp í klósett þar sem fólk fær að pissa í friði og klósett þar sem fólk getur áreitt hvort annað? Sömuleiðis er það rosalega kvíðavaldandi og óþæginlegt að þurfa í sífellu að útskýra fyrir bláókunnugum samnemendum eða kennurum að þú sért trans vegna þess að lagalega nafnið þitt er ekki lengur það nafn sem þú notar. Hvað þá um þá martröð að vera sett í hópavinnu sem var alveg nógu slæm fyrir? „Hæ krakkar, já sko ég heiti enn lagalega Valur en heiti núna Ugla. Eruði ekki annars öll hress?“ En öllu glensi sleppt, þá tel ég rosalega mikilvægt að verði í boði kynlaus klósett í Háskóla Íslands og ætti það að vera standard í nýbyggingum háskólans, ásamt því að öll klósett séu gerð aðgengileg fyrir fatlað fólk. Hafiði annars tekið eftir því að klósett fyrir fatlað fólk eru aldrei kynjaskipt? Pælið aðeins í því. Sömuleiðis fagna ég því að það sé í boði að nemendur geti fengið að notast við rétt nafn í kerfi háskólans. Það er mikilvægt skref í að tryggja öryggi og persónuvernd nemenda. Að tryggja að klósett aðstaða sé aðgengileg fyrir alla nemendur og að þau geti notað rétt nafn er því prinsipp mál sem fellur að jafnréttisáætlun skólans og er engin ástæða fyrir því að slíkt eigi ekki að vera. Það er einfaldlega jafnréttismál. Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Litlu jafnréttisdaga jafnréttisnefndar SHÍ sem standa yfir dagana 27. febrúar. - 3. mars. Dagskrá má finnahér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Sjá meira
Hafið þið ekki öll séð myndina af eldri konunni með skiltið sem stendur á: „I don’t believe I still have to protest this shit“? Mér líður stundum þannig þegar ég er að ræða transmálefni eða færa rök fyrir mínu máli. Ástæða þess að ég skrifa þessa grein er til þess að ræða mikilvægi þess að í boði séu kynlaus klósett og að nemendur í Háskóla Íslands sem eru trans geti fengið að notast við rétt nafn innan kerfisins, burtséð frá því hvert lagalegt nafn þeirra kunni að vera. Fyrir mér er það afskaplega sjálfsagt mál og í raun mikilvægt til að tryggja öryggi trans fólks innan háskólans. Trans fólk verður oft fyrir áreiti á almenningsklósettum, sem getur verið misalvarlegt. Það er samt algengast að fólk rekist á það sem ég kýs að kalla kynjalöggur. Kynjalöggur er svona fólk sem skiptir sér af því hvaða fólk er inn á klósettinu og heldur að það sé svaka harðkjarna að benda manneskju á að hún sé nú örugglega ekki á réttu klósetti því þeim finnst hún vera of karlmannleg eða kvenleg. Ég held að við séum öll fullfær um að velja það klósett sem hentar okkur. Kannski við ættum að hætta þessari þrálátu kynjaskiptingu og skipta þeim frekar upp í klósett þar sem fólk fær að pissa í friði og klósett þar sem fólk getur áreitt hvort annað? Sömuleiðis er það rosalega kvíðavaldandi og óþæginlegt að þurfa í sífellu að útskýra fyrir bláókunnugum samnemendum eða kennurum að þú sért trans vegna þess að lagalega nafnið þitt er ekki lengur það nafn sem þú notar. Hvað þá um þá martröð að vera sett í hópavinnu sem var alveg nógu slæm fyrir? „Hæ krakkar, já sko ég heiti enn lagalega Valur en heiti núna Ugla. Eruði ekki annars öll hress?“ En öllu glensi sleppt, þá tel ég rosalega mikilvægt að verði í boði kynlaus klósett í Háskóla Íslands og ætti það að vera standard í nýbyggingum háskólans, ásamt því að öll klósett séu gerð aðgengileg fyrir fatlað fólk. Hafiði annars tekið eftir því að klósett fyrir fatlað fólk eru aldrei kynjaskipt? Pælið aðeins í því. Sömuleiðis fagna ég því að það sé í boði að nemendur geti fengið að notast við rétt nafn í kerfi háskólans. Það er mikilvægt skref í að tryggja öryggi og persónuvernd nemenda. Að tryggja að klósett aðstaða sé aðgengileg fyrir alla nemendur og að þau geti notað rétt nafn er því prinsipp mál sem fellur að jafnréttisáætlun skólans og er engin ástæða fyrir því að slíkt eigi ekki að vera. Það er einfaldlega jafnréttismál. Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Litlu jafnréttisdaga jafnréttisnefndar SHÍ sem standa yfir dagana 27. febrúar. - 3. mars. Dagskrá má finnahér.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun