Fjörðurinn mun flytja í Höllina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. febrúar 2017 06:00 Veisla dagsins hefst klukkan 17.15 er Valur og FH mætast. Klukkan 19.30 er síðan komið að leik Hauka og Aftureldingar. Það hefur aldrei gerst áður að Hafnarfjarðarliðin leiki til úrslita í bikarkeppninni og margir Hafnfirðingar bera þá von í brjósti að nú sé loksins komið að því. Fréttablaðið fékk Einar Jónsson, þjálfara Stjörnunnar, til þess að spá í spilin en hann á von á tveimur mjög jöfnum leikjum.Tvö heitustu liðin „Valur og FH eru svona tvö heitustu liðin í augnablikinu. Valsararnir hafa verið fjári öflugir og verið að spila mjög vel. Þeir voru líka að gera það gott í Evrópukeppninni. Það sama á við um FH sem er líklega besta liðið í dag,“ segir Einar um fyrri leik dagsins. „Þetta verður hörkuleikur og ég held að FH taki þetta á endanum. Ég held að Evrópukeppnin muni sitja aðeins í Völsurunum. Óskar Bjarni [þjálfari Vals] og Hlynur [markvörður Vals] fara samt einhvern veginn alltaf í Höllina og það er iðulega góð bikarstemning yfir þessu hjá Valsmönnum sem eiga titil að verja.“Þreytan skiptir máli Valsmenn spiluðu tvo Evrópuleiki í Svartfjallalandi um síðustu helgi og fóru í nokkuð erfitt ferðalag. Þegar til kastanna kemur óttast Einar að það muni koma liðinu um koll. „FH-liðið er mjög öflugt að refsa. Ef Valsliðið nær ekki að spila mjög skipulagðan og agaðan sóknarleik, eru kannski þreyttir og missa einbeitinguna þá mun FH refsa með þremur til fjórum mörkum. Það held ég að muni ríða baggamuninn þegar upp verður staðið. Þetta verður fjórði leikur liðsins á níu dögum plús ferðalag. Þetta verður því erfitt fyrir þá. Valsmenn eru samt flottir og gætu alveg klárað þetta þó svo ég spái FH sigri.“Afturelding hefur hikstað Liðin í undanúrslitunum eru fjögur efstu lið Olís-deildarinnar og í seinni leik dagsins mætast topplið Hauka og Afturelding sem er í öðru sæti deildarinnar. „Ég held að Haukarnir vinni þennan leik. Afturelding hefur verið að hiksta eftir áramót og hafa gefið svolítið eftir. Þeir gerðu það líka í lok síðasta árs. Þeir eru í smá vandræðum. Þeir eru að fá inn leikmenn og svo er óvissa með aðra. Þetta er held ég óþægilegt ástand hjá þeim,“ segir Stjörnuþjálfarinn en Haukar hafa líka verið í smá púsluspili þar sem þeir misstu Janus Daða Smárason til Danmerkur. „Það var auðvitað mikill missir fyrir þá en svo verða þeir samt hægt og rólega betri. Þeir hafa mikla reynslu í svona aðstæðum og þjálfara sem þekkir þetta allt líka. Það er því ansi mikið með þeim að þessu sinni og ég held að þeir klári þennan leik. Haukarnir munu þó þurfa að hafa mikið fyrir þessu.“Frábært að fá Hafnarfjarðarslag Reynist Einar sannspár þá verður loksins Hafnarfjarðarslagur í úrslitunum og má búast við mikilli stemningu og látum í Höllinni gangi það eftir. „Þetta eru að mínu mati tvö bestu liðin í dag. Það væri frábært að fá þennan leik. Að flytja Fjörðinn í Höllina. Það verður rosalegur úrslitaleikur og ég hef ekki trú á öðru en að þetta verði vel heppnuð handboltahelgi.“ Olís-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Sjá meira
Veisla dagsins hefst klukkan 17.15 er Valur og FH mætast. Klukkan 19.30 er síðan komið að leik Hauka og Aftureldingar. Það hefur aldrei gerst áður að Hafnarfjarðarliðin leiki til úrslita í bikarkeppninni og margir Hafnfirðingar bera þá von í brjósti að nú sé loksins komið að því. Fréttablaðið fékk Einar Jónsson, þjálfara Stjörnunnar, til þess að spá í spilin en hann á von á tveimur mjög jöfnum leikjum.Tvö heitustu liðin „Valur og FH eru svona tvö heitustu liðin í augnablikinu. Valsararnir hafa verið fjári öflugir og verið að spila mjög vel. Þeir voru líka að gera það gott í Evrópukeppninni. Það sama á við um FH sem er líklega besta liðið í dag,“ segir Einar um fyrri leik dagsins. „Þetta verður hörkuleikur og ég held að FH taki þetta á endanum. Ég held að Evrópukeppnin muni sitja aðeins í Völsurunum. Óskar Bjarni [þjálfari Vals] og Hlynur [markvörður Vals] fara samt einhvern veginn alltaf í Höllina og það er iðulega góð bikarstemning yfir þessu hjá Valsmönnum sem eiga titil að verja.“Þreytan skiptir máli Valsmenn spiluðu tvo Evrópuleiki í Svartfjallalandi um síðustu helgi og fóru í nokkuð erfitt ferðalag. Þegar til kastanna kemur óttast Einar að það muni koma liðinu um koll. „FH-liðið er mjög öflugt að refsa. Ef Valsliðið nær ekki að spila mjög skipulagðan og agaðan sóknarleik, eru kannski þreyttir og missa einbeitinguna þá mun FH refsa með þremur til fjórum mörkum. Það held ég að muni ríða baggamuninn þegar upp verður staðið. Þetta verður fjórði leikur liðsins á níu dögum plús ferðalag. Þetta verður því erfitt fyrir þá. Valsmenn eru samt flottir og gætu alveg klárað þetta þó svo ég spái FH sigri.“Afturelding hefur hikstað Liðin í undanúrslitunum eru fjögur efstu lið Olís-deildarinnar og í seinni leik dagsins mætast topplið Hauka og Afturelding sem er í öðru sæti deildarinnar. „Ég held að Haukarnir vinni þennan leik. Afturelding hefur verið að hiksta eftir áramót og hafa gefið svolítið eftir. Þeir gerðu það líka í lok síðasta árs. Þeir eru í smá vandræðum. Þeir eru að fá inn leikmenn og svo er óvissa með aðra. Þetta er held ég óþægilegt ástand hjá þeim,“ segir Stjörnuþjálfarinn en Haukar hafa líka verið í smá púsluspili þar sem þeir misstu Janus Daða Smárason til Danmerkur. „Það var auðvitað mikill missir fyrir þá en svo verða þeir samt hægt og rólega betri. Þeir hafa mikla reynslu í svona aðstæðum og þjálfara sem þekkir þetta allt líka. Það er því ansi mikið með þeim að þessu sinni og ég held að þeir klári þennan leik. Haukarnir munu þó þurfa að hafa mikið fyrir þessu.“Frábært að fá Hafnarfjarðarslag Reynist Einar sannspár þá verður loksins Hafnarfjarðarslagur í úrslitunum og má búast við mikilli stemningu og látum í Höllinni gangi það eftir. „Þetta eru að mínu mati tvö bestu liðin í dag. Það væri frábært að fá þennan leik. Að flytja Fjörðinn í Höllina. Það verður rosalegur úrslitaleikur og ég hef ekki trú á öðru en að þetta verði vel heppnuð handboltahelgi.“
Olís-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Sjá meira