Sagðir auka hernaðaruppbyggingu í Suður-Kínahafi Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2017 15:30 Flugmóðurskipið Liaoning á leið til hafnar eftir æfingar á Suður-Kínahafi. Vísir/AFP Kínverjar hafa næstum því lokið við byggingu rúmlega tuttugu vopnastöðva á uppbyggðum eyjum í Suður-Kínahafi. Vopnastöðvarnar verða notaðar til að hýsa langdræg loftvarnarskeyti sem hönnuð eru til að skjóta niður flugvélar. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til næstum alls hafsins. Loftvarnirnar vekja samkvæmt Reuters fréttaveitunni spurningar um hvernig Bandaríkin munu bregðast við. Bandaríkin hafa heitið því að standa í hárinu á Kína og tryggja frjálsar siglingar um svæðið.Vísir/GraphicNewsRíkisstjórn Donald Trump hefur sagt að uppbygging Kínverja í hafinu sé ólögleg. Yfirvöld í Kína hafa byggt upp minnst sjö eyjur og sker í Suður-Kínahafi og byggt á þeim flugvelli og jafnvel flotastöðvar. Brúnei, Malasía, Filippseyjar, Taívan og Víetnam gera einnig tilkall til hluta Suður-Kínahafs og hafsvæðið sem Kína hefur eignað sér nær inn á þeirra svæði. Að mestu snýr deilan um uppbyggingu eyja í Spratly-eyjaklasanum. Um þriðjungur allra skipaflutninga fer um hafið og þar má finna góð fiskimið og náttúruauðlindir. Kínverjar segjast frá fornu fari hafa farið með yfirráð á eyjum á þessu hafsvæði, en alþjóðagerðardómurinn í Haag segir ekkert til í því. Kínversk stjórnvöld hafa sagt að dómstóllinn hafi enga lögsögu í málinu og ætla að virða niðurstöðuna einskis. Niðurstaðan er bindandi en dómstóllinn hefur ekkert vald til að fylgja henni eftir. Hér má sjá útskýringarmyndband Vox um Suður-Kínahaf.Hægt er að líta á uppsetningu loftvarna sem hernaðaruppbyggingu en Bandaríkin hafa sett sig á móti slíkri uppbyggingu. Talsmaður hernaðaryfirvalda Bandaríkjanna sagði ríkið standa gegn hernaðaruppbyggingu í Suður-Kínahafi og hvatti alla aðila til að framfylgja alþjóðalögum. Fyrir áramót bárust fregnir af nýjum loftvörnum Kínverja í Suður-Kínahafi, en þær voru einnig sagðar vera til þess að skjóta niður eldflaugar. Nýju loftvarnirnar drífa þó lengra.China placing big guns on disputed reefs, according to satellite pics seen by the Asia Maritime Transparency Intiative pic.twitter.com/oF56v0sg5Q— AFP news agency (@AFP) December 15, 2016 Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, reitti Kínverja til reiði í síðasta mánuði. Þá stakk hann upp á því að réttast væri að koma í veg fyrir aðgang Kínverja að umræddum eyjum. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði Reuters að hann væri meðvitaður um þessar fregnir, en vildi ekki segja hvort til standi að koma loftvarnarskeytum fyrir í nýju byggingunum. Hann neitaði því einnig ekki. „Það að Kína standi í eðlilegri uppbyggingu innan eigin svæðis, þar með talið byggingu viðeigandi varnarvirkja, er réttur ríkisins samkvæmt alþjóðalögum,“ sagði Geng Shuang. Heimildarmaður Reuters úr leyniþjónustugeira Bandaríkjanna segir þó að Bandaríkjunum muni ekki stafa ógn af umræddum loftvarnarskeytum vegna þess hvar þær væru staddar og hve sýnilegar þær væru. Brúnei Donald Trump Filippseyjar Kína Malasía Suður-Kínahaf Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Kínverjar hafa næstum því lokið við byggingu rúmlega tuttugu vopnastöðva á uppbyggðum eyjum í Suður-Kínahafi. Vopnastöðvarnar verða notaðar til að hýsa langdræg loftvarnarskeyti sem hönnuð eru til að skjóta niður flugvélar. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til næstum alls hafsins. Loftvarnirnar vekja samkvæmt Reuters fréttaveitunni spurningar um hvernig Bandaríkin munu bregðast við. Bandaríkin hafa heitið því að standa í hárinu á Kína og tryggja frjálsar siglingar um svæðið.Vísir/GraphicNewsRíkisstjórn Donald Trump hefur sagt að uppbygging Kínverja í hafinu sé ólögleg. Yfirvöld í Kína hafa byggt upp minnst sjö eyjur og sker í Suður-Kínahafi og byggt á þeim flugvelli og jafnvel flotastöðvar. Brúnei, Malasía, Filippseyjar, Taívan og Víetnam gera einnig tilkall til hluta Suður-Kínahafs og hafsvæðið sem Kína hefur eignað sér nær inn á þeirra svæði. Að mestu snýr deilan um uppbyggingu eyja í Spratly-eyjaklasanum. Um þriðjungur allra skipaflutninga fer um hafið og þar má finna góð fiskimið og náttúruauðlindir. Kínverjar segjast frá fornu fari hafa farið með yfirráð á eyjum á þessu hafsvæði, en alþjóðagerðardómurinn í Haag segir ekkert til í því. Kínversk stjórnvöld hafa sagt að dómstóllinn hafi enga lögsögu í málinu og ætla að virða niðurstöðuna einskis. Niðurstaðan er bindandi en dómstóllinn hefur ekkert vald til að fylgja henni eftir. Hér má sjá útskýringarmyndband Vox um Suður-Kínahaf.Hægt er að líta á uppsetningu loftvarna sem hernaðaruppbyggingu en Bandaríkin hafa sett sig á móti slíkri uppbyggingu. Talsmaður hernaðaryfirvalda Bandaríkjanna sagði ríkið standa gegn hernaðaruppbyggingu í Suður-Kínahafi og hvatti alla aðila til að framfylgja alþjóðalögum. Fyrir áramót bárust fregnir af nýjum loftvörnum Kínverja í Suður-Kínahafi, en þær voru einnig sagðar vera til þess að skjóta niður eldflaugar. Nýju loftvarnirnar drífa þó lengra.China placing big guns on disputed reefs, according to satellite pics seen by the Asia Maritime Transparency Intiative pic.twitter.com/oF56v0sg5Q— AFP news agency (@AFP) December 15, 2016 Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, reitti Kínverja til reiði í síðasta mánuði. Þá stakk hann upp á því að réttast væri að koma í veg fyrir aðgang Kínverja að umræddum eyjum. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði Reuters að hann væri meðvitaður um þessar fregnir, en vildi ekki segja hvort til standi að koma loftvarnarskeytum fyrir í nýju byggingunum. Hann neitaði því einnig ekki. „Það að Kína standi í eðlilegri uppbyggingu innan eigin svæðis, þar með talið byggingu viðeigandi varnarvirkja, er réttur ríkisins samkvæmt alþjóðalögum,“ sagði Geng Shuang. Heimildarmaður Reuters úr leyniþjónustugeira Bandaríkjanna segir þó að Bandaríkjunum muni ekki stafa ógn af umræddum loftvarnarskeytum vegna þess hvar þær væru staddar og hve sýnilegar þær væru.
Brúnei Donald Trump Filippseyjar Kína Malasía Suður-Kínahaf Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira