Tilkynning NASA í beinni: Hvað er að frétta úr stjörnuþokunni? Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2017 16:30 Mestar vonir eru bundnar við að sé líf á annað borð að finna annars staðar í alheiminum, sé það á svokölluðum fjarplánetum. NASA Bandaríska geimferðastofnun NASA hefur boðað til blaðamannafundar í dag þar sem kynntar verða uppgötvanir í tengslum við svokallaðar fjarplánetur (e. exoplanet). Fundurinn mun hefjast klukkan sex að íslenskum tíma og verður sjónvarpað beint frá honum á vef NASA og á Vísi. Útsendinguna má sjá hér neðar í fréttinni. Mestar vonir eru bundnar við að sé líf á annað borð að finna annars staðar í alheiminum, sé það á svokölluðum fjarplánetum. Fjarplánetur eru reikistjörnur í öðru sólkerfi en okkar eigin eða utan sólkerfa en NASA hefur ekki gefið upp nákvæmar upplýsingar um hvað verði kynnt. Nú þegar er búið að finna 3.449 fjarplánetur í 2.577 sólkerfum. Vísindamenn telja mögulegt að hægt sé að finna allt að hundrað milljarða fjarpláneta í stjörnuþokunni okkar. Frétt um kynninguna mun birtast á vef Nature um leið og blaðamannafundurinn hefst. Leit þeirra hefur þó að mestu snúið að því að finna plánetur sem eru í þeirri fjarlægð frá sólu að vatn geti mögulega verið í fljótandi formi. Það er að segja að þær séu ekki það langt í burtu að hitastigið sé svo lágt að allt vatn frjósi og ekki það nálægt sólu að allt vatn gufi upp vegna hita. Fimm vísindamenn munu tjá sig á blaðamannafundinum. Það eru þau Thomas Zurbuchen, Michaël Gillon, Sean Carey, Nikole Lewis og Sara Seager. Að fundinum loknum munu þau taka þátt í AMA á Reddit þar sem almenningur mun geta spurt þau ýmissa spurninga um uppgötvunina. Það hefst klukkan átta í kvöld. Sara Seager er, samkvæmt Space.com, meðal fremstu sérfræðinga þegar kemur að fjarplánetum. Hún hefur meðal annars unnið að því hvernig bera megi kennsl á gastegundir í lofthjúpum pláneta, sem koma frá lífrænum efnum. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Bandaríska geimferðastofnun NASA hefur boðað til blaðamannafundar í dag þar sem kynntar verða uppgötvanir í tengslum við svokallaðar fjarplánetur (e. exoplanet). Fundurinn mun hefjast klukkan sex að íslenskum tíma og verður sjónvarpað beint frá honum á vef NASA og á Vísi. Útsendinguna má sjá hér neðar í fréttinni. Mestar vonir eru bundnar við að sé líf á annað borð að finna annars staðar í alheiminum, sé það á svokölluðum fjarplánetum. Fjarplánetur eru reikistjörnur í öðru sólkerfi en okkar eigin eða utan sólkerfa en NASA hefur ekki gefið upp nákvæmar upplýsingar um hvað verði kynnt. Nú þegar er búið að finna 3.449 fjarplánetur í 2.577 sólkerfum. Vísindamenn telja mögulegt að hægt sé að finna allt að hundrað milljarða fjarpláneta í stjörnuþokunni okkar. Frétt um kynninguna mun birtast á vef Nature um leið og blaðamannafundurinn hefst. Leit þeirra hefur þó að mestu snúið að því að finna plánetur sem eru í þeirri fjarlægð frá sólu að vatn geti mögulega verið í fljótandi formi. Það er að segja að þær séu ekki það langt í burtu að hitastigið sé svo lágt að allt vatn frjósi og ekki það nálægt sólu að allt vatn gufi upp vegna hita. Fimm vísindamenn munu tjá sig á blaðamannafundinum. Það eru þau Thomas Zurbuchen, Michaël Gillon, Sean Carey, Nikole Lewis og Sara Seager. Að fundinum loknum munu þau taka þátt í AMA á Reddit þar sem almenningur mun geta spurt þau ýmissa spurninga um uppgötvunina. Það hefst klukkan átta í kvöld. Sara Seager er, samkvæmt Space.com, meðal fremstu sérfræðinga þegar kemur að fjarplánetum. Hún hefur meðal annars unnið að því hvernig bera megi kennsl á gastegundir í lofthjúpum pláneta, sem koma frá lífrænum efnum.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira