Elsa Guðrún vann gull í undankeppninni: Stærsta afrekið á ferlinum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. febrúar 2017 13:40 Elsa Guðrún Jónsdóttir. Mynd/Skíðasamband Íslands. Elsa Guðrún Jónsdóttir fer frábærlega af stað á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu sem hófst í Lahti í Finnlandi í dag. Elsa Guðrún gerði sér lítið fyrir og vann undankeppnina í 5 km skíðagöngu kvenna en hún gekk á 15:23,9 mínútum. Hún var rúmlega 20 sekúndum á undan næsta keppanda. „Ég var alls ekki viðbúin þessu,“ sagði hún í samtali við Vísi í dag. „Aðalmarkmiðið var að vera á meðal tíu efstu til að komast inn í aðalkeppnina. Þetta er hrikalega skemmtileg upplifun,“ sagði hún og viðurkenndi fúslega að þetta hafi verið hennar stærsta afrek á ferlinum. „Ég hef farið á HM unglinga en þetta er mitt fyrsta stórmót í fullorðinsflokki. Ég fékk líka 126 punkta fyrir árangurinn í dag sem er besti árangur minn á ferlinum. Ég er svakalega ánægð.“ Af þeim keppendum sem tóku þátt var Elsa Guðrún með áttundu bestu punktastöðuna fyrir keppnina í dag. „Ég bjóst ekki við neinu áður en ég kom hingað út. Ég hafði ekki náð að æfa mikið vegna snjóleysis heima. Ég keppti svo í Svíþjóð um síðustu helgi þar sem mér leið ekki nógu vel þó svo að árangurinn hafi verið góður.“ „Ég hef náð að hvíla vel síðustu daga og var mun léttari í dag. Enda gefur manni það aukakraft þegar maður fær að heyra að maður er fyrstur,“ segir Elsa Guðrún sem er nú komin með þátttökurétt í öllum göngum í lrngri vegalengdum á HM í Lahti. Hún ætlar fyrst og fremst að njóta þess að vera komin áfram. „Ég ætla svo bara að gera mitt besta. Ég er að fara að keppa við bestu konur í heimi og ég ætla að njóta þess.“ Aðrar íþróttir Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Sjá meira
Elsa Guðrún Jónsdóttir fer frábærlega af stað á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu sem hófst í Lahti í Finnlandi í dag. Elsa Guðrún gerði sér lítið fyrir og vann undankeppnina í 5 km skíðagöngu kvenna en hún gekk á 15:23,9 mínútum. Hún var rúmlega 20 sekúndum á undan næsta keppanda. „Ég var alls ekki viðbúin þessu,“ sagði hún í samtali við Vísi í dag. „Aðalmarkmiðið var að vera á meðal tíu efstu til að komast inn í aðalkeppnina. Þetta er hrikalega skemmtileg upplifun,“ sagði hún og viðurkenndi fúslega að þetta hafi verið hennar stærsta afrek á ferlinum. „Ég hef farið á HM unglinga en þetta er mitt fyrsta stórmót í fullorðinsflokki. Ég fékk líka 126 punkta fyrir árangurinn í dag sem er besti árangur minn á ferlinum. Ég er svakalega ánægð.“ Af þeim keppendum sem tóku þátt var Elsa Guðrún með áttundu bestu punktastöðuna fyrir keppnina í dag. „Ég bjóst ekki við neinu áður en ég kom hingað út. Ég hafði ekki náð að æfa mikið vegna snjóleysis heima. Ég keppti svo í Svíþjóð um síðustu helgi þar sem mér leið ekki nógu vel þó svo að árangurinn hafi verið góður.“ „Ég hef náð að hvíla vel síðustu daga og var mun léttari í dag. Enda gefur manni það aukakraft þegar maður fær að heyra að maður er fyrstur,“ segir Elsa Guðrún sem er nú komin með þátttökurétt í öllum göngum í lrngri vegalengdum á HM í Lahti. Hún ætlar fyrst og fremst að njóta þess að vera komin áfram. „Ég ætla svo bara að gera mitt besta. Ég er að fara að keppa við bestu konur í heimi og ég ætla að njóta þess.“
Aðrar íþróttir Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Sjá meira