Tóti setti í túrbógírinn: „Hann var óaðfinnanlegur“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. febrúar 2017 11:30 Þórir Guðmundur Þorbjarnason, leikmaður KR í Domino´s-deild karla og einn allra besti ungi leikmaður landsins, fór á kostum fyrir Íslandsmeistarana þegar þeir pökkuðu ÍR saman, 95-73, í 18. umferð deildarinnar á sunnudagskvöldið. Þórir, sem oftast er kallaður Tóti Túrbó, skoraði 20 stig á rétt rúmum 25 mínútum en hann hitti úr sjö af átta skotum sínum í teignum og stal að auki fjórum boltum af gestunum úr Breiðholtinu. „Hann var bara óaðfinnanlegur, alveg frábær. Hann spilaði líka frábæra vörn og var að stela þar boltum,“ sagði Hermann Hauksson um Þóri í Dominos´-Körfuboltakvöldi á mánudagskvöldið. „Þetta er alvöru leikmaður þessi drengur. Hann er alltaf að sýna það aftur og aftur,“ bætti Kristinn Friðriksson við um þennan 18 ára gamla bakvörð. Tölfræðin sýnir að þessi ungi og bráðefnilegi leikmaður gerir bara góða hluti þegar hann fær að spila alvöru mínútur fyrir Íslandsmeistarana. í þeim leikjum sem hann spilar 25 mínútur eða meira skorar hann 17 stig að meðaltali í leik, tekur 4,7 fráköst, gefur 3,1 stoðsendingu, stelur 3,4 boltum og er með 17,6 framlagsstig að meðaltali í leik. Þá er sigurhlutfall KR aðeins betra með Þóri inn á í 25 mínútur eða meira. Þórir fékk stórt hlutverk í KR-liðinu á móti ÍR, bæði byrjunarliðssæti og fleiri mínútur, vegna meiðsla Brynjars Þórs Björnssonar. „Maður er oft uppi í stúku alveg brjálaður yfir því hvað Þórir er lítið notaður en þetta er bara svo erfitt verkefni,“ sagði Hermann. „Finnur treystir eldri mönnunum frekar en þeim ungu en í þessum leik breytir hann þessu aðeins og sýndi smá þróun á leik sínum með hraða og innáskiptingum. Það fór fyrst að bera á því í seinni hálfleik því ÍR-ingarnir voru mjög flottir í fyrri hálfleik,“ sagði Hermann Hauksson. Alla umræðuna úr Domino´s-Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir "Er alveg hættur að skilja þetta lið“ Eftir að hafa komist alla leið í lokaúrslit í fyrra berjast Haukar núna fyrir lífi sínu í Domino's deild karla. 21. febrúar 2017 23:00 Framlenging í Körfuboltakvöldi: "Það þýðir ekki að gefa eitthvað út um jólin og bakka svo núna“ Hermann Hauksson skaut fast á Kristinn Friðriksson í Domino´s-Körfuboltakvöldi í gær. 21. febrúar 2017 16:45 Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Þórir Guðmundur Þorbjarnason, leikmaður KR í Domino´s-deild karla og einn allra besti ungi leikmaður landsins, fór á kostum fyrir Íslandsmeistarana þegar þeir pökkuðu ÍR saman, 95-73, í 18. umferð deildarinnar á sunnudagskvöldið. Þórir, sem oftast er kallaður Tóti Túrbó, skoraði 20 stig á rétt rúmum 25 mínútum en hann hitti úr sjö af átta skotum sínum í teignum og stal að auki fjórum boltum af gestunum úr Breiðholtinu. „Hann var bara óaðfinnanlegur, alveg frábær. Hann spilaði líka frábæra vörn og var að stela þar boltum,“ sagði Hermann Hauksson um Þóri í Dominos´-Körfuboltakvöldi á mánudagskvöldið. „Þetta er alvöru leikmaður þessi drengur. Hann er alltaf að sýna það aftur og aftur,“ bætti Kristinn Friðriksson við um þennan 18 ára gamla bakvörð. Tölfræðin sýnir að þessi ungi og bráðefnilegi leikmaður gerir bara góða hluti þegar hann fær að spila alvöru mínútur fyrir Íslandsmeistarana. í þeim leikjum sem hann spilar 25 mínútur eða meira skorar hann 17 stig að meðaltali í leik, tekur 4,7 fráköst, gefur 3,1 stoðsendingu, stelur 3,4 boltum og er með 17,6 framlagsstig að meðaltali í leik. Þá er sigurhlutfall KR aðeins betra með Þóri inn á í 25 mínútur eða meira. Þórir fékk stórt hlutverk í KR-liðinu á móti ÍR, bæði byrjunarliðssæti og fleiri mínútur, vegna meiðsla Brynjars Þórs Björnssonar. „Maður er oft uppi í stúku alveg brjálaður yfir því hvað Þórir er lítið notaður en þetta er bara svo erfitt verkefni,“ sagði Hermann. „Finnur treystir eldri mönnunum frekar en þeim ungu en í þessum leik breytir hann þessu aðeins og sýndi smá þróun á leik sínum með hraða og innáskiptingum. Það fór fyrst að bera á því í seinni hálfleik því ÍR-ingarnir voru mjög flottir í fyrri hálfleik,“ sagði Hermann Hauksson. Alla umræðuna úr Domino´s-Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir "Er alveg hættur að skilja þetta lið“ Eftir að hafa komist alla leið í lokaúrslit í fyrra berjast Haukar núna fyrir lífi sínu í Domino's deild karla. 21. febrúar 2017 23:00 Framlenging í Körfuboltakvöldi: "Það þýðir ekki að gefa eitthvað út um jólin og bakka svo núna“ Hermann Hauksson skaut fast á Kristinn Friðriksson í Domino´s-Körfuboltakvöldi í gær. 21. febrúar 2017 16:45 Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
"Er alveg hættur að skilja þetta lið“ Eftir að hafa komist alla leið í lokaúrslit í fyrra berjast Haukar núna fyrir lífi sínu í Domino's deild karla. 21. febrúar 2017 23:00
Framlenging í Körfuboltakvöldi: "Það þýðir ekki að gefa eitthvað út um jólin og bakka svo núna“ Hermann Hauksson skaut fast á Kristinn Friðriksson í Domino´s-Körfuboltakvöldi í gær. 21. febrúar 2017 16:45