Upplifði helvíti í Napoli: Bendlaður við mafíu og barnaníð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. febrúar 2017 09:02 Quagliarella fagnar nýverið marki í leik með Sampdoria. Vísir/Getty Ítalski sóknarmaðurinn Fabio Quagliarella segir að hann hafi þurft að upplifa hreint helvíti þegar hann var á mála hjá Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni á sínum tíma vegna máls sem plagaði hann og fjölskyldu hans utan vallar. Quagliarella var hjá Napoli í aðeins eitt tímabil, frá 2009 til 2010. Það kom mörgum á óvart þegar hann fór enda þótti hann standa sig vel með liðinu og skoraði alls ellefu mörk í 34 leikjum. En nú hefur hann skýrt frá raunverulegum ástæðum þess að hann fór frá félaginu. Líf Quagliarella og fjölskyldu hans í Napoli var mjög erfitt utan vallar vegna eltihrellis sem tókst að gera líf þeirra að lifandi helvíti. Umræddur maður sendi félaginu nafnlaus bréf þar sem Quagliarella var bendlaður við mafíuna. Þá var hann sakaður um kókaínneyslu og barnaníð, meðal annars.Fagnar marki í leik með Napoli árið 2010.Vísir/GettySeldur vegna nafnlausra bréfa „Aurelio De Laurentiis [forseti Napoli] seldi mig því hann fékk nafnlaus bréf þar sem ég var sakaður um að hafa notað kókaín og umgengist meðlimi Camorra-mafíunnar,“ sagði Quagliarella þegar hann lýsti upplifun sinni í samtali við ítalska fjölmiðla í síðasta mánuði. „Ég neyddist til að yfirgefa minn heimabæ. Ég var ranglega sakaður um að vera „Camorrist“ og barnaníðingur sem tækji þátt í kynsvalli,“ sagði hann en Quagliarella ólst upp í nágrenni Napoli. Quagliarella ræddi málið enn frekar í samtali við Sky Sport Italia í gær og greinilegt var að hann átti erfitt með sig þegar hann rifjaði þetta upp. Ástæðan fyrir því að hann gerir það nú er að umræddur eltihrellir var fangelsaður nýverið.Í leik með Napoli.Vísir/GettyÞakkar dómstólum fyrir „Í þessari viku lauk máli sem gerði líf mitt utan vallar að martröð,“ sagði Quagliarella í viðtalinu. „Mér er afar létt og þetta er raunverulega ástæða þess að ég þurfti að fara frá Napoli á sínum tíma. Ég var mjög ánægður þar en dvölin mín breyttist í algera martröð.“ „Ég óska engum að upplifa svona lagað. Ég gat ekki farið af heimili mínu og ekki fjölskyldan mín hendur. Ég þakka dómstólum fyrir að hið sanna er nú komi í ljós.“ „Það sem gerði þetta enn erfiðara er að ég gat aldrei tjáð mig um þetta á meðan rannsóknin stóð yfir. Það var mjög erfitt að fá ekki að tjá sig um þetta.“ Quagliarella er 34 ára og á að baki 25 leiki með ítalska landsliðinu. Hann hefur skorað í þeim sjö mörk. Hann gekk í raðir Sampdoria í fyrra og hefur síðan þá skorað sjö mörk í 29 leikjum. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Leik lokið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjör: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Sjá meira
Ítalski sóknarmaðurinn Fabio Quagliarella segir að hann hafi þurft að upplifa hreint helvíti þegar hann var á mála hjá Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni á sínum tíma vegna máls sem plagaði hann og fjölskyldu hans utan vallar. Quagliarella var hjá Napoli í aðeins eitt tímabil, frá 2009 til 2010. Það kom mörgum á óvart þegar hann fór enda þótti hann standa sig vel með liðinu og skoraði alls ellefu mörk í 34 leikjum. En nú hefur hann skýrt frá raunverulegum ástæðum þess að hann fór frá félaginu. Líf Quagliarella og fjölskyldu hans í Napoli var mjög erfitt utan vallar vegna eltihrellis sem tókst að gera líf þeirra að lifandi helvíti. Umræddur maður sendi félaginu nafnlaus bréf þar sem Quagliarella var bendlaður við mafíuna. Þá var hann sakaður um kókaínneyslu og barnaníð, meðal annars.Fagnar marki í leik með Napoli árið 2010.Vísir/GettySeldur vegna nafnlausra bréfa „Aurelio De Laurentiis [forseti Napoli] seldi mig því hann fékk nafnlaus bréf þar sem ég var sakaður um að hafa notað kókaín og umgengist meðlimi Camorra-mafíunnar,“ sagði Quagliarella þegar hann lýsti upplifun sinni í samtali við ítalska fjölmiðla í síðasta mánuði. „Ég neyddist til að yfirgefa minn heimabæ. Ég var ranglega sakaður um að vera „Camorrist“ og barnaníðingur sem tækji þátt í kynsvalli,“ sagði hann en Quagliarella ólst upp í nágrenni Napoli. Quagliarella ræddi málið enn frekar í samtali við Sky Sport Italia í gær og greinilegt var að hann átti erfitt með sig þegar hann rifjaði þetta upp. Ástæðan fyrir því að hann gerir það nú er að umræddur eltihrellir var fangelsaður nýverið.Í leik með Napoli.Vísir/GettyÞakkar dómstólum fyrir „Í þessari viku lauk máli sem gerði líf mitt utan vallar að martröð,“ sagði Quagliarella í viðtalinu. „Mér er afar létt og þetta er raunverulega ástæða þess að ég þurfti að fara frá Napoli á sínum tíma. Ég var mjög ánægður þar en dvölin mín breyttist í algera martröð.“ „Ég óska engum að upplifa svona lagað. Ég gat ekki farið af heimili mínu og ekki fjölskyldan mín hendur. Ég þakka dómstólum fyrir að hið sanna er nú komi í ljós.“ „Það sem gerði þetta enn erfiðara er að ég gat aldrei tjáð mig um þetta á meðan rannsóknin stóð yfir. Það var mjög erfitt að fá ekki að tjá sig um þetta.“ Quagliarella er 34 ára og á að baki 25 leiki með ítalska landsliðinu. Hann hefur skorað í þeim sjö mörk. Hann gekk í raðir Sampdoria í fyrra og hefur síðan þá skorað sjö mörk í 29 leikjum.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Leik lokið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjör: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn