Segir ráðherra hafa hótað deiluaðilum: „Maður var í raun og veru með byssu við höfuð sér“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2017 10:00 Vilhjálmur Birgisson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, hafi hótað deiluaðilum í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna með lagasetningu áður en samningar tókust. Þetta kom fram í viðtali við Vilhjálm í Bítinu á Bylgjunni í morgun en í gær sagði hann í samtali við fréttastofu að framkoma ráðherra hefði ekki verið henni til sóma. Vilhjálmur ítrekaði þessi orð sín í morgun og sagði að það hefði verið sagt við sjómenn að það yrðu sett lög á verkfallið ef samningar tækjust ekki. „Framkoma sjávarútvegsráðherra er henni ekki til sóma. Ég gerði grein fyrir þessari atburðarás inni á minni Facebook-síðu með afgerandi hætti. Það var ekkert verið að tala um hvort eða hefði. Hún sagði bara að lögin væru klár við fulltrúa í samninganefndinni. Tók jafnframt fram að þetta væri ekki hótun og hún lagði fram svona sáttatilboð til okkar þar sem við áttum að skilja 40 prósent af okkar sjómönnum eftir óbætta frá garði varðandi fæðishlunnindi og gaf okkur síðan frest til miðnættis um það að svara og ef við myndum ekki svara þá þyrfti hún að hringja í forseta Alþingis, þá væntanlega til að undirbúa lagasetningu á sjómenn,“ sagði Vilhjálmur.Og þetta er hótunin sem þú ert að tala um? „Hún verður ekkert skýrari. Svona vinnubrögð og svona stjórrnsýsla í mínum huga finnst mér þessu ágæta fólki ekki til sóma. Okkur var bara stillt upp við vegg algjörlega. Ég vil nú bara orða þetta þannig eins og ég sagði á mínum kynningarfundi að maður bara í raun og veru með byssu við höfuð sér og það var bara sagt: „Annað hvort takið þið þessu sáttatilboði stjórnvalda eða það verður sett á ykkur lög.“ Það var enginn millivegur í því,“ sagði Vilhjálmur. Hann sagði það þó hafa verið slæmt við sáttatilboðið að í því var forystumönnunum stillt upp við vegg og skilja 40 prósent íslenskra sjómanna eftir án þess að fá neitt. „Þetta hefur legið þungt á hjarta mínu frá því að þetta gerðist og mér finnst þessi stjórnsýsla fyrir neðan allar hellur.“Sjávarútvegsráðherra þvertók fyrir það í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun að hafa hótað deiluaðilum með lagasetningu. „Það er eðlilegt og hefði verið ábyrgðarleysi að minni hálfu á þessum tímapunkti að vera ekki tilbúin með lögin en það er hins vegar þannig að menn ákváðu einfaldlega í húsi ríkissáttasemjara að leysa þetta sjálfir sem er mun betra. Það var aldrei þannig að ég segði að það væri verið að fara í lagasetningu á morgun en það blasti við að það þurfti einfaldlega að vera tilbúin með plan a, plan b og plan c. Annað hefði verið ábyrgðarlaust,“ sagði Þorgerður Katrín á Rás 2 í morgun. Tíu vikna verkfalli sjómanna lauk í gær eftir að nýgerður kjarasamningur þeirra var naumlega samþykktur í atkvæðagreiðslu. Skip eru því farin út til veiða á miðunum á ný. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn samþykktu kjarasamninginn Sjómenn samþykktu nýgerðan kjarasamning með tæplega 53 prósent atkvæða. 19. febrúar 2017 20:48 „Held að menn hafi valið skárri kostinn með því að segja já“ Sjómenn áttu von á lagasetningu, segir formaður Sjómannasambands Íslands. 19. febrúar 2017 21:34 Vilhjálmur: Aðkoma sjávarútvegsráðherra henni ekki til sóma Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það ákveðinn létti að sjómenn hafi samþykkt kjarasamninga, en á sama tíma visst áhyggjuefni. 19. febrúar 2017 22:08 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, hafi hótað deiluaðilum í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna með lagasetningu áður en samningar tókust. Þetta kom fram í viðtali við Vilhjálm í Bítinu á Bylgjunni í morgun en í gær sagði hann í samtali við fréttastofu að framkoma ráðherra hefði ekki verið henni til sóma. Vilhjálmur ítrekaði þessi orð sín í morgun og sagði að það hefði verið sagt við sjómenn að það yrðu sett lög á verkfallið ef samningar tækjust ekki. „Framkoma sjávarútvegsráðherra er henni ekki til sóma. Ég gerði grein fyrir þessari atburðarás inni á minni Facebook-síðu með afgerandi hætti. Það var ekkert verið að tala um hvort eða hefði. Hún sagði bara að lögin væru klár við fulltrúa í samninganefndinni. Tók jafnframt fram að þetta væri ekki hótun og hún lagði fram svona sáttatilboð til okkar þar sem við áttum að skilja 40 prósent af okkar sjómönnum eftir óbætta frá garði varðandi fæðishlunnindi og gaf okkur síðan frest til miðnættis um það að svara og ef við myndum ekki svara þá þyrfti hún að hringja í forseta Alþingis, þá væntanlega til að undirbúa lagasetningu á sjómenn,“ sagði Vilhjálmur.Og þetta er hótunin sem þú ert að tala um? „Hún verður ekkert skýrari. Svona vinnubrögð og svona stjórrnsýsla í mínum huga finnst mér þessu ágæta fólki ekki til sóma. Okkur var bara stillt upp við vegg algjörlega. Ég vil nú bara orða þetta þannig eins og ég sagði á mínum kynningarfundi að maður bara í raun og veru með byssu við höfuð sér og það var bara sagt: „Annað hvort takið þið þessu sáttatilboði stjórnvalda eða það verður sett á ykkur lög.“ Það var enginn millivegur í því,“ sagði Vilhjálmur. Hann sagði það þó hafa verið slæmt við sáttatilboðið að í því var forystumönnunum stillt upp við vegg og skilja 40 prósent íslenskra sjómanna eftir án þess að fá neitt. „Þetta hefur legið þungt á hjarta mínu frá því að þetta gerðist og mér finnst þessi stjórnsýsla fyrir neðan allar hellur.“Sjávarútvegsráðherra þvertók fyrir það í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun að hafa hótað deiluaðilum með lagasetningu. „Það er eðlilegt og hefði verið ábyrgðarleysi að minni hálfu á þessum tímapunkti að vera ekki tilbúin með lögin en það er hins vegar þannig að menn ákváðu einfaldlega í húsi ríkissáttasemjara að leysa þetta sjálfir sem er mun betra. Það var aldrei þannig að ég segði að það væri verið að fara í lagasetningu á morgun en það blasti við að það þurfti einfaldlega að vera tilbúin með plan a, plan b og plan c. Annað hefði verið ábyrgðarlaust,“ sagði Þorgerður Katrín á Rás 2 í morgun. Tíu vikna verkfalli sjómanna lauk í gær eftir að nýgerður kjarasamningur þeirra var naumlega samþykktur í atkvæðagreiðslu. Skip eru því farin út til veiða á miðunum á ný.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn samþykktu kjarasamninginn Sjómenn samþykktu nýgerðan kjarasamning með tæplega 53 prósent atkvæða. 19. febrúar 2017 20:48 „Held að menn hafi valið skárri kostinn með því að segja já“ Sjómenn áttu von á lagasetningu, segir formaður Sjómannasambands Íslands. 19. febrúar 2017 21:34 Vilhjálmur: Aðkoma sjávarútvegsráðherra henni ekki til sóma Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það ákveðinn létti að sjómenn hafi samþykkt kjarasamninga, en á sama tíma visst áhyggjuefni. 19. febrúar 2017 22:08 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Sjómenn samþykktu kjarasamninginn Sjómenn samþykktu nýgerðan kjarasamning með tæplega 53 prósent atkvæða. 19. febrúar 2017 20:48
„Held að menn hafi valið skárri kostinn með því að segja já“ Sjómenn áttu von á lagasetningu, segir formaður Sjómannasambands Íslands. 19. febrúar 2017 21:34
Vilhjálmur: Aðkoma sjávarútvegsráðherra henni ekki til sóma Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það ákveðinn létti að sjómenn hafi samþykkt kjarasamninga, en á sama tíma visst áhyggjuefni. 19. febrúar 2017 22:08