Fljótasti maður gærdagsins, Felipe Massa varð annar í dag á hraðari tíma en í gær á Williams bílnum. Massa ók 63 hringi en eftir hádegi settist Lance Stroll undir stýri í Williams bílnum og ók 59 stórvandræðalausa hringi.
Kimi Raikkonen varð þriðji fljótastur í dag en fór ekki nema 53 hringi. Ferrari bíllinn var að glíma við vökvakerfisvandræði í morgun og svo flaug Finninn útaf eftir hádegi og skaddaði framvænginn. Eftir það var ævintýrið úti í dag.

Einungis tveir dagar eru eftir af æfingum þangað til liðin koma sér fyrir í Ástralíu þar sem fyrsta keppni tímabilsins fer fram eftir 18 daga.
Vísir mun fylgjast áfram með æfingum á morgun.