Nennir ekki dómaratuði úr stúkunni og auglýsir formlega eftir stuðningi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. mars 2017 10:00 Hörður Axel vill sjá menn með kústa og fyndna hatta í stúkunni í úrslitakeppninni. vísir/ernir/daníel Hörður Axel Vilhjálmsson, leikstjórnandi Keflavíkur í Domino´s-deild karla í körfubolta, ritar áhugaverðan pistil á stuðningsmannasíðu félagsins á Facebook. Þar auglýsir hann eftir alvöru stuðningi við liðið þegar kemur að úrslitakeppninni. Keflvíkingar áttu um árabil eina bestu stuðningsmannasveit Íslands, Pumasveitina, sem tryllti lýðinn bæði á veturnar í körfunni og svo í fótboltanum á sumrin. Sláturhúsið hefur aftur á móti ekki verið alveg jafn ógnvekjandi í vetur. „Nú fer að líða að úrslitakeppni. Ég held að allir séu búnir að sjá það að það er komin meiri alvara í okkar leik. Sama hvar við endum í deildinni ætlum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að fara eins langt og mögulegt er, skemmta okkur sjálfum og reyna að skemmta ykkur á sama tíma. En til þess að ná langt og ná okkar markmiðum þá þurfa margir þættir að smella saman,“ segir Hörður Axel. Hann hrósar ungum strákum í 10. flokki karla fyrir að vera duglegir að mæta og láta í sér heyra en nú þegar sjálf úrslitakeppnin rennur í garð vill hann meira og lofar líka að liðið mun einnig gera meira og betur. „Þið viljið meira frá okkur sem við munum reyna að standa undir. Við viljum meira frá ykkur sem þið vonandi takið til ykkar og hjálpið okkur. Að þræta við dómarana úr stúkunni er óþarfi og tuð út í eigin leikmenn er það einnig að mínu mati. Notum orkuna okkar í eitthvað uppbyggilegt,“ segir Hörður Axel. Landsliðsmaðurinn vonast til að sjá gömlu góðu stemninguna á Sunnubrautinni í úrslitakeppninni og auglýsir formlega eftir Puma-sveitinni. Hann vill sjá þá sem tengdust henni rifja upp gamla og góða tíma á vormánuðum. Hann vill byrja strax annað kvöld þegar Keflavík mætir ÍR í lokaumferð Domino´s-deildarinnar. Ghetto Hooligans, stuðningsmenn ÍR, hafa verið einir þeir bestu í deildinni í vetur. „Nú skora ég hér með fyrir hönd liðsins á að allir þeir sem eru, voru eða hafa verið tengdir Puma-sveitinni eða annarri trommusveit undir merkjum Keflavíkur stilli saman strengi. Gerum einhverja alvöru úr þessu og sjáum hvert það fleytir okkur. Sé ykkur í Seljaskóla þar sem ég treysti á að Ghetto Hooligans verði kaffært,“ segir Hörður Axel Vilhjálmsson. Dominos-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson, leikstjórnandi Keflavíkur í Domino´s-deild karla í körfubolta, ritar áhugaverðan pistil á stuðningsmannasíðu félagsins á Facebook. Þar auglýsir hann eftir alvöru stuðningi við liðið þegar kemur að úrslitakeppninni. Keflvíkingar áttu um árabil eina bestu stuðningsmannasveit Íslands, Pumasveitina, sem tryllti lýðinn bæði á veturnar í körfunni og svo í fótboltanum á sumrin. Sláturhúsið hefur aftur á móti ekki verið alveg jafn ógnvekjandi í vetur. „Nú fer að líða að úrslitakeppni. Ég held að allir séu búnir að sjá það að það er komin meiri alvara í okkar leik. Sama hvar við endum í deildinni ætlum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að fara eins langt og mögulegt er, skemmta okkur sjálfum og reyna að skemmta ykkur á sama tíma. En til þess að ná langt og ná okkar markmiðum þá þurfa margir þættir að smella saman,“ segir Hörður Axel. Hann hrósar ungum strákum í 10. flokki karla fyrir að vera duglegir að mæta og láta í sér heyra en nú þegar sjálf úrslitakeppnin rennur í garð vill hann meira og lofar líka að liðið mun einnig gera meira og betur. „Þið viljið meira frá okkur sem við munum reyna að standa undir. Við viljum meira frá ykkur sem þið vonandi takið til ykkar og hjálpið okkur. Að þræta við dómarana úr stúkunni er óþarfi og tuð út í eigin leikmenn er það einnig að mínu mati. Notum orkuna okkar í eitthvað uppbyggilegt,“ segir Hörður Axel. Landsliðsmaðurinn vonast til að sjá gömlu góðu stemninguna á Sunnubrautinni í úrslitakeppninni og auglýsir formlega eftir Puma-sveitinni. Hann vill sjá þá sem tengdust henni rifja upp gamla og góða tíma á vormánuðum. Hann vill byrja strax annað kvöld þegar Keflavík mætir ÍR í lokaumferð Domino´s-deildarinnar. Ghetto Hooligans, stuðningsmenn ÍR, hafa verið einir þeir bestu í deildinni í vetur. „Nú skora ég hér með fyrir hönd liðsins á að allir þeir sem eru, voru eða hafa verið tengdir Puma-sveitinni eða annarri trommusveit undir merkjum Keflavíkur stilli saman strengi. Gerum einhverja alvöru úr þessu og sjáum hvert það fleytir okkur. Sé ykkur í Seljaskóla þar sem ég treysti á að Ghetto Hooligans verði kaffært,“ segir Hörður Axel Vilhjálmsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira