Tekst Barcelona hið ómögulega? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. mars 2017 06:00 Lionel Messi komst lítt áleiðis í fyrri leiknum gegn PSG. vísir/getty Það getur allt gerst í íþróttum er stundum sagt. Því verða leikmenn Barcelona að trúa í kvöld er þeir reyna að vinna upp 4-0 forskot franska liðsins PSG frá því í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það eru klárlega margir búnir að afskrifa Katalóníuliðið en stuðningsmenn Barcelona eru ekki þeirra á meðal. Þeir hafa verið duglegir að minna sína menn á það í síðustu leikjum að allt sé hægt. Því hefur Barcelona-liðið svarað með því að skora fimm og sex mörk í síðustu leikjum sínum. Það gefur einhverjum von þó svo andstæðingur kvöldsins séu talsvert sterkari en síðustu tveir.Þurfa að endurskrifa söguna Það er ekki bara að Barcelona þurfi að skora fjögur mörk í kvöld heldur þarf liðið að gera það gegn vörn sem er búin að halda hreinu í fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Barcelona á aftur á móti Lionel Messi, Neymar og Luis Suarez sem er líklega besta sóknartríó allra tíma. Enginn þeirra náði þó skoti á markið í fyrri leiknum. Ef Barcelona ætlar sér áfram þarf félagið að skrifa sögu Meistaradeildarinnar upp á nýtt. Ekkert lið í sögu deildarinnar hefur náð að snúa við 4-0 stöðu úr fyrri leik. Deportivo á metið, en liðið sneri 4-1 stöðu gegn AC Milan við með því að vinna síðari leikinn 4-0. Það var árið 2004. „Ef eitthvert lið getur skorað fjögur mörk gegn okkur þá getum við skorað sex mörk á móti,“ sagði Luis Enrique, þjálfari Barcelona, kokhraustur. Það er til marks um sjálfstraustið í Barcelona-liðinu. Þeir trúa og hafa ekki lagt niður vopnin. Neymar er meðal annars sagður hafa veðjað við félaga sína að hann muni skora tvö mörk í leiknum en hann hefur skorað fimm mörk í fimm leikjum gegn PSG.Erfitt en ekki ómögulegt „Þetta er frábær áskorun fyrir okkur en við verðum að vera þolinmóðir og verðum að halda haus. Við megum ekki hlaupa um eins og vitleysingar frá fyrstu mínútu,“ sagði Luis Suarez. „Við viljum endurskrifa söguna og leikmenn vita hvað er í húfi. Þetta er erfitt en ekki ómögulegt. Við trúum því innilega að þetta sé hægt. Ef eitthvert lið getur skorað fjögur mörk þá er það Barcelona. Við verðum að halda okkur við okkar bolta þó að við séum að spila við frábært lið.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Það getur allt gerst í íþróttum er stundum sagt. Því verða leikmenn Barcelona að trúa í kvöld er þeir reyna að vinna upp 4-0 forskot franska liðsins PSG frá því í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það eru klárlega margir búnir að afskrifa Katalóníuliðið en stuðningsmenn Barcelona eru ekki þeirra á meðal. Þeir hafa verið duglegir að minna sína menn á það í síðustu leikjum að allt sé hægt. Því hefur Barcelona-liðið svarað með því að skora fimm og sex mörk í síðustu leikjum sínum. Það gefur einhverjum von þó svo andstæðingur kvöldsins séu talsvert sterkari en síðustu tveir.Þurfa að endurskrifa söguna Það er ekki bara að Barcelona þurfi að skora fjögur mörk í kvöld heldur þarf liðið að gera það gegn vörn sem er búin að halda hreinu í fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Barcelona á aftur á móti Lionel Messi, Neymar og Luis Suarez sem er líklega besta sóknartríó allra tíma. Enginn þeirra náði þó skoti á markið í fyrri leiknum. Ef Barcelona ætlar sér áfram þarf félagið að skrifa sögu Meistaradeildarinnar upp á nýtt. Ekkert lið í sögu deildarinnar hefur náð að snúa við 4-0 stöðu úr fyrri leik. Deportivo á metið, en liðið sneri 4-1 stöðu gegn AC Milan við með því að vinna síðari leikinn 4-0. Það var árið 2004. „Ef eitthvert lið getur skorað fjögur mörk gegn okkur þá getum við skorað sex mörk á móti,“ sagði Luis Enrique, þjálfari Barcelona, kokhraustur. Það er til marks um sjálfstraustið í Barcelona-liðinu. Þeir trúa og hafa ekki lagt niður vopnin. Neymar er meðal annars sagður hafa veðjað við félaga sína að hann muni skora tvö mörk í leiknum en hann hefur skorað fimm mörk í fimm leikjum gegn PSG.Erfitt en ekki ómögulegt „Þetta er frábær áskorun fyrir okkur en við verðum að vera þolinmóðir og verðum að halda haus. Við megum ekki hlaupa um eins og vitleysingar frá fyrstu mínútu,“ sagði Luis Suarez. „Við viljum endurskrifa söguna og leikmenn vita hvað er í húfi. Þetta er erfitt en ekki ómögulegt. Við trúum því innilega að þetta sé hægt. Ef eitthvert lið getur skorað fjögur mörk þá er það Barcelona. Við verðum að halda okkur við okkar bolta þó að við séum að spila við frábært lið.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira