Ljónagryfjan stóð í ljósum Loga: „Fæ mér árskort í Njarðvík ef hann spilar til 45 ára aldurs“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2017 15:00 Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur, setti lið sitt á bakið og bar það til sigurs á móti ÍR, 79-72, í frábærum leik í 21. og næst síðustu umferð Domino´s-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi. Sigurinn var ævintýralega mikilvægur fyrir Njarðvík sem á enn þá möguleika á að komast í úrslitakeppnina en Ljónin hafa ekki misst af úrslitakeppninni í 24 ár eða síðan 1993. Logi var rólegur í fyrri hálfleik og skoraði aðeins sex stig. Hann hitti ekki nema úr einu af átta skotum í heildina og engu fyrir utan þriggja stiga línuna. Í seinni hálfleik bauð Logi aftur á móti upp á eina bestu frammistöðu nokkurs leikmanns í deildinni á tímabilinu. Logi skoraði 20 stig á 20 mínútum, hitti úr sjö af tólf skotum sínum og þar af fjórum af sjö fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann var með 18 framlagspunkta í seinni hálfleik og kláraði leikinn fyrir Njarðvík með því að verja skot Matthíasar Orra Sigurðarsonar, leikstjórnanda ÍR, meistaralega á síðustu sekúndunum. Þökk sé Loga getur Njarðvík enn þá komist í úrslitakeppnina en liðið verður að vinna Þór í Þorlákshöfn í lokaumferðinni og treysta á að erkifjendur sínir í Keflavík fari í Breiðholtið og taki sigur á móti ÍR þar sem Hellisbúarnir eru búnir að vinna sex leiki í röð. „Ég get ekki hætt að tala um Loga Gunnarsson,“ segir Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Domino´s-Körfuboltakvölds, í þætti kvöldsins sem verður á dagskrá klukkan 22.15 á Stöð 2 Sport. Óhefðbundinn tími vissulega en óhætt er að mæla með þættinum í kvöld. „Gaurinn er 35 ára. Hann eltir þarna gaur sem er sennilega búinn að vera einn besti leikmaður deildarinnar eftir áramót og blokkar hann og er að passa sig allan tímann að snerta hann ekki,“ segir Jón Halldór um varða skotið og heldur áfram: „Sjáið svo viðbrögðin hjá honum. Hann er gjörsamlega trylltur. Hvers konar ástríðar er þetta? Ég fæ bara gæsahúð að horfa á þetta. Ef þessi gaur ætlar að spila þar til hann verður 45 ára er ég að hugsa um að kaupa mér árskort í Njarðvíkunum,“ segir Jón Halldór Eðvaldsson.Brot úr þætti kvöldsins má sjá í spilaranum hér að ofan en þátturinn er á dagskrá klukkan 22.15 á Stöð 2 Sport HD í kvöld. Dominos-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Fleiri fréttir „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Sjá meira
Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur, setti lið sitt á bakið og bar það til sigurs á móti ÍR, 79-72, í frábærum leik í 21. og næst síðustu umferð Domino´s-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi. Sigurinn var ævintýralega mikilvægur fyrir Njarðvík sem á enn þá möguleika á að komast í úrslitakeppnina en Ljónin hafa ekki misst af úrslitakeppninni í 24 ár eða síðan 1993. Logi var rólegur í fyrri hálfleik og skoraði aðeins sex stig. Hann hitti ekki nema úr einu af átta skotum í heildina og engu fyrir utan þriggja stiga línuna. Í seinni hálfleik bauð Logi aftur á móti upp á eina bestu frammistöðu nokkurs leikmanns í deildinni á tímabilinu. Logi skoraði 20 stig á 20 mínútum, hitti úr sjö af tólf skotum sínum og þar af fjórum af sjö fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann var með 18 framlagspunkta í seinni hálfleik og kláraði leikinn fyrir Njarðvík með því að verja skot Matthíasar Orra Sigurðarsonar, leikstjórnanda ÍR, meistaralega á síðustu sekúndunum. Þökk sé Loga getur Njarðvík enn þá komist í úrslitakeppnina en liðið verður að vinna Þór í Þorlákshöfn í lokaumferðinni og treysta á að erkifjendur sínir í Keflavík fari í Breiðholtið og taki sigur á móti ÍR þar sem Hellisbúarnir eru búnir að vinna sex leiki í röð. „Ég get ekki hætt að tala um Loga Gunnarsson,“ segir Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Domino´s-Körfuboltakvölds, í þætti kvöldsins sem verður á dagskrá klukkan 22.15 á Stöð 2 Sport. Óhefðbundinn tími vissulega en óhætt er að mæla með þættinum í kvöld. „Gaurinn er 35 ára. Hann eltir þarna gaur sem er sennilega búinn að vera einn besti leikmaður deildarinnar eftir áramót og blokkar hann og er að passa sig allan tímann að snerta hann ekki,“ segir Jón Halldór um varða skotið og heldur áfram: „Sjáið svo viðbrögðin hjá honum. Hann er gjörsamlega trylltur. Hvers konar ástríðar er þetta? Ég fæ bara gæsahúð að horfa á þetta. Ef þessi gaur ætlar að spila þar til hann verður 45 ára er ég að hugsa um að kaupa mér árskort í Njarðvíkunum,“ segir Jón Halldór Eðvaldsson.Brot úr þætti kvöldsins má sjá í spilaranum hér að ofan en þátturinn er á dagskrá klukkan 22.15 á Stöð 2 Sport HD í kvöld.
Dominos-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Fleiri fréttir „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli